Færsluflokkur: Bloggar
12.8.2007 | 18:09
Lax, lax, lax og aftur lax
Svo sannarlega!
Hann Gulli minn hefur gaman af að veiða og fer alloft á Gíslastaði sem er veiðistaður í Hvítá og í eigu stórfjölskuldunnar. Gulli er formaður árnefndar og hefur haft gaman af að stússa í þessu með frændum sínum. Gíslastaðir er á Hestfjalli skammt frá sumarhúsinu.
En þó að hann hafi gaman af að veiða þá hefur honum ekki fundist lax góður nema grafin eða reyktur. Í síðustu viku veiddi hann alveg glimrandi góðan matlax sem upplagt var að grilla. Akkúrat þegar hann veiddi fiskinn var æskuvinkona mín Gróa Hafdís og Rannveig dóttir hennar hjá okkur í sumarhúsinu. Hún Gróa mín er með nærri 30 ára gamalt próf frá Fiskvinnsluskólanum heitnum og var ekki lengi að flaka fiskinn þrátt fyrir afar slæma hnífa. Og hún hefur oft grillað lax
Flökin fóru síðan beint á grillið með roðið niður. Pennslað með smjöri, maldon salt og pipar. Tíu mínútur u.þ.b. Það er skemmst frá því að segja að þetta var alveg hrikalega gott og allir - líka Gulli - emjuðu af ánægju. Með þessu bárum við fram nýjar kartöflur keyptar á Minni-Borg, tómata, súrsaðar gúrkur og smjör.
Nammi nammi namm
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007 | 18:01
12 ára og framí
Bryndís var að koma úr sinni fyrstu ökuferð þar sem hún fékk að sitja framí. Hún er núna 166.6cm há og því fyrir löngu orðin lögleg framí. Til þess að svo sé þurfa börn að vera 150cm há. En ég veit fyrir víst að því eldri sem þú ert því betur getur þú tekið á móti hinu gríðarlega höggi sem kemur ef öryggispúði springur framan í þig.
Systir hennar var líka 12 ára þegar hún fékk fyrst að sitja framí svo þetta hefur verið sjálfsagt mál fyrir þá yngir.
Það var dálítið tuðað á sínum tíma og "allir mega sitja framí nema ég" hefur heyrst. En svo þegar talað var um málið þá var þetta ekkert svo mikið mál.
Þær eru búnar að koma sér upp kerfi systurnar þannig að þær ætla að skipta mánuðunum á milli sín í framsætinu. Bryndís fær þó að sitja þar í ágúst og september.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2007 | 13:47
Afmæli
Dásemdabarnið hún Bryndís Sæunn Sigríður Gunnlaugsdóttir er 12 ára í dag. Húrra fyrir Bryndísi! Hún fæddist á laugardegi og var nær dauða en lífi þegar ég var loks skorin akút klukkan hálf tíu um kvöld. Lesa má um það í bókinni KONUR MEÐ EINN Í ÚTVÍKKUN FÁ ENGA SAMÚÐ - fæðingasögur íslenskra kvenna.
Svo minni ég á að hún lék í kvikmyndinni Stikkfrí þegar hún var tveggja ára og var hreint dásamleg. Kíkið á myndina.
Stóra afmæli Gulla míns er eftir akkúrat viku. Þann 19. ágúst 1957 fæddist þeim hjónum Páli Sigurðssyni og Önnu Soffíu Steindórsdóttur mikill og stór strákur. Fyrir áttu þau Sigurð sem fæddist 1952.
Já - hann Gulli minn verður 50 ára þann 19.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2007 | 13:43
Gay pride
Mikið svakalega var gaman í gær í göngunni miklu! Við byrjuðum á að fara til Marteins og Vignis Ljósálfs en þeir búa á Hlemmi. Á efstu hæð fyrir ofan Náttúrugripasafnið. Stórkostlegt útsýni af gríðarlega stórum svölum. Þar fylgdumst við með þegar gangan stillti sér upp og horfðum síðan á lestina fara framhjá. Við skelltum okkur fyrir aftan Pál Óskar og tjúttuðum niður Laugarveginn í glampandi sól og dásemdum.
Nú er næsta mál að fá Walter og Steve frá Bretlandi í næstu göngu. Þetta eru yndislegir vinir sem voru hér hjá okkur í mars og stelpunum finnst að þeir verði að upplifa gönguna hér.
Lífið er gott.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2007 | 13:38
Komin úr útlegð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2007 | 11:15
Þessu trúi ég vel
Kettir eru dásamlegir og þetta er falleg saga
![]() |
Kötturinn með ljáinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.7.2007 | 12:53
Helgi Hóseasson
Hvernig er þetta með Helga og skírnina; er virkilega ekki hægt að afskíra hann eins og hann óskar? Hvað segja kirkjunar menn?
Ég finn til með þessum gamla manni. Mikið held ég að síðustu æviár hans yrðu honum bærilegri ef hann fengi að afskírast.
Maðurinn hefur átt mjög erfiða æfi og ég óska þess heitt og innilega að hann fá þessa ósk sína uppfyllta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.7.2007 | 11:24
Áætluð lónshæð
Ég sá skiltið í Þjórsárdalnum um helgina og við fengum áfall. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að það eigi að virkja Urriðafoss .Þetta svæði er gríðarlega fallegt og við vorum búnar að keyra inn Þjórsárdalinn og dást að landinu en sáum ekki skiltið fyrr en við keyrðum út dalinn.
Ég var semsagt í kvennaferð um helgina því ég mamma og Wincie leigðum okkur smáhýsi að Hellishólum og skoðuðum okkur um. Hlíðarendi, lundurinn yndislegi með brjóstmynd af Þorsteini Erlingssyni - Fljótshlíðin öll var meðal þess sem við sáum. Einnig fórum við að Odda og í Þjórsárdalinn eins og fram hefur komið.
Þetta smáhýsi sem við leigðum var akkúrat passlegt fyrir rassaköstin í þrem kerlingum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2007 | 09:29
Sumrin mín
Ég var að rifja upp hvernig sumrin hjá mér hafa verið og man ansi langt aftur:
1973 - 15 ára og á símanum hjá ÁTVR
1974 - 1100 ára afmælið - mjög gott veður það sumar og ég að vinna í Jóabúð
1975 - Gangastúlka á Landspítalanum
1976 - Noregur - Norður Þrændalög á bóndabæ allt sumarið
1977 - Landspítalinn, norskur kærasti í heimsókn. Ísrael með Kór MH
1978 - Innkaup hf á Ægisgötunni og ÁTVR
1979 - Innkaup hf á Ægisgötunni
1980 - Tónlistardeild RÚV á Skúlagötu. Hestaferð á Arnarvatnsheiði
1981 - Tónlistardeildin og var þar til 1983
1982 - Líklegast hringinn með Pabba og mömmu
1983 - Noregur og Svíþjóð með Hamrahlíðarkórnum. Síðan beint til London til Ingu Huldar.
1984 - Heimsókn til Wincie frænku í Íþöku. Hún var að læra þar. Vinna í Sjónvarpinu
1985 - Undirbúningur undir nám í Íþöku. Vinna í Sjónvarpinu. Munaðarnes
1986 - Sumarkúrsar í Ithaca College
1987 - Búin með nám - vinna á Rás tvö
1988 - Ferðalag um Ítalíu - vinna á Rás tvö
1989 - Fyrsta sumar okkar Gulla. Fórum á Snæfellsnes og norður í land í útlilegur
1990 - Vinna í sjónvarpinu og Portúgal með Gulla í þrjár vikur í september
1991 - Gifting 21. júní. Sumarbústaður og Þingvellir
1992 - Cambridge - vinna - ólétt af Önnu Kristínu
1993 - Mamma með barnavagn að springa úr hamingju. Sumarbústaður
1994 - Sumarbústaður og ein vika með Gulla í París
1995 - Kasólétt. Sumabústaður. Bryndís Sæunn Sigríður mætir í heiminn 12. ágúst
1996 - Með tvö ung börn. Gulli í Atlanta á ólympíuleikum. Ég í vinnu hjá rúv vegna ólympíuleika. Flórída í ágúst
1997 - Sumarbústaðaferðir. Sórinn aldrei verið verri. Bryndís tveggja ára leikur í Stikkfrí. Ég á tökustað alla daga. Gulli 40 ára
1998 - Flytjum í Snekkjuvoginn. Sumarbústaður
1999 - Leigður hús á Suður - Englandi
2000, 2001, 2002 - Ferðuðumst mikið með stelpurnar um landið. Mikið í sumarbústaðnum. Vestfjarðarferð með mömmu. Leigðum tjaldvagn o.fl.
2003 - Danmerkurferð fjölskyldunnar
2004 - M.a. dásamleg ferð með mömmu og stelpunum á Snæfjallaströnd. Heimsótti Gulla til Aþenu þar sem hann var að vinna hjá EBU
2005 - Enn frekari ferðalög um landið
2006 - Sumarbústaður og ferðalög
2007 - Barcelona, Calpe, Munaðarnes og og og
þetta er það sem ég man en ég bæti nú kannski einhverju við seinna. Það er ágætt að setja þetta á blað til seinni tíma....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.7.2007 | 13:00
Ættleiðingar
Ég hef lítilega fylgst með máli litlu stúlkunnar á Vestfjörðum. Mig langar að segja ykkur frá einni ættleiðingu.
Þegar pabbi minn var ungur maður eignaðist hann barn. Hvorki hann né móðir barnsins skiptu sér af drengum og lenti hann á hálfgerðum vergangi. Þegar hann var tveggja ára gripu Kidda föðursystir mín og afi minn Hannes í taumana og tóku drenginn Gunnar Jens að sér. Hann ólst síðan upp við mikið ástríki á Norðurgötu 9 á Siglufirði. Um svipað leyti og þau tóku drenginn að sér kom í ljós að hann var talsvert fatlaður. Hann hefur þroska barns á mörgum sviðum og síðan er hann heyrnarlaus.
Afi minn dó 1955 og Kidda annaðist Gunnar ein eftir það og voru þau hvoru öðru allt í lífinu. Þegar degi tók að halla hjá Kiddu þá fór hún að huga að framtíð Gunnars og svo dásamlega vildi til að opnað var sambýli á Siglufirði. Þar hefur Gunnar búið við mikið og gott atlæti í yfir tuttugu ár.
En Kidda lét ekki þar við sitja heldur sótti formlega um að ættleiða Gunnar en aldrei hafði verið gengið frá þeim málum á sínum tíma. Ég held að þetta hafi verið í kringum 1985 og Kidda þá 75 ára.
Hún er hugsanlega elsta kona á Íslandi til að ættleiða barn.
Gunnar bróðir verður sjötíu ára á næsta ári og ég á von á að haldið verði upp afmælið með pomp og prakt. Þegar hann varð sextugur var mikil og góð veisla á Hótel Höfn á Siglufirði. Þannig vildi til að Dómkórinn var á ferð á Hofsós og Sigló þessa helgi og þar sem við tvö systkin og ein frænka hans syngjum í kórnum var skundað á hótelið og nokkur lög sungin.
Þetta var afar hjartnæm stund; Gunnar stóð með blóm í fanginu, heyrði ekkert en fann taktinn og söng með með sínu nefi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)