Ađ eignast barn er dásamlegt kraftaverk

Ţessi dagur - 14. apríl 1993 - er stćrsti dagur sem ég hef lifađ. Ţann dag var eldri dóttir mín Anna Kristín Gunnlaugsdóttir tekin međ keisaraskurđi á Landspítalanum. Og ţvílíkt ćvintýr. Ađ eignast fallega, hrausta, rauđhćrđa og stóra stelpu - og ég orđin 35 ára og pabbinn og mađurinn minn 36 ára. Í dag er semsagt Anna Kristín 19 ára. Hennar leikskólafrćđsla fór fram á Sćborg og Sunnuborg og  Vogaskóli var hennar grunnskóli. Nú stundar hún nám í Borgarholtsskóla og er ţar á sérnámsbraut/starfsbraut. Hún tók bílpróf í haust og ekur eins og herforingi ţó hún mćtti treysta sjálfri sér ađeins betur í akstrinum. Ţađ eitt veit ég - hún er fanta góđur bílstjóri og eru allir vegir fćrir. Hún gengur mikiđ og hefur áhuga á leiklist og er skráđ í sérstakan klúbb fyrir aukaleikara. Og hefur komiđ fram í auglýsingu fyrir nýju rćktina í Holtagörđum. Hún er barngóđ og elskar litlar frćnkur og frćndur. Hún er algjör snyrtipinni og herbergiđ hennar lítur út eins og í húsgagnabćklingi! Og ţađ kemur sér vel fyrir okkur ţví hún moppar og ţurkar af og passar ađ eldhúsiđ okkar sé eins og hjá Bree Vandekamp.

Og nú er stórt ćvintýri í uppsiglingu hjá henni; hún fer eftir tvćr vikur á lýđháskóla á Jótlandi ásamt fjórum öđrum nemendum af starfsbrautinni og fjórum kennurum. Ţar verđa ţau í tvćr vikur og stunda nám í skólanum ásamt ţví ađ skođa sig um og ekki má gleyma H&M. Og ţađ er mikill spenningur hjá hópnum og ţau ćfa sig nú í dönsku til ađ geta bođiđ góđan dag og bjargađ sér sem best.

Í kvöld á hún von á gestum og foreldrar hennar sameinast nú í tertu gerđ.

Elsku Anna mín - takk fyrir ađ vera til og takk fyrir ađ vera ţú.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband