Færsluflokkur: Bloggar
20.7.2007 | 10:38
Heimili í uppnámi!
Í gær þegar hin heilaga stund okkar mæðgna rann upp - Aðþrengdar eiginkonur í sjónvarpinu - fór allt á hvolf. Fyrst uppgötvuðum við að ekki var til neitt örbylgjupopp. Það leystist í snarhasti þegar Anna Kristín skrapp yfirum og fékk lánað popp hjá nágrönnum okkar.
Síðan byrjar þátturinn ÆÆÆÆÆÆÆÆ engin íslenskur texti - sú lesblinda skilur ekki ensku með góðu móti.
Ég greip símann, hringdi í Gulla sem var að undirbúa fótboltaþáttinn og bað hann að láta aðalstjórn vita að ekki væri texti.
Hann datt inn örskömmu seinna....og við tóku frábærar 45 mínútur með stúlkunum okkar og þeirra fjölskyldum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.7.2007 | 14:18
Veðrið þessa daga
Hvernig endar þetta eiginlega með veðrið? Þetta er hreint óskiljanlegt að dag eftir dag skuli veðrið vera svona glimrandi gott. Vikuna sem við vorum í Munaðarnesi voru allir dagar góðir þar uppfrá. Nú er þvílík steik vestan megin við húsið að ég flúði inn. Seinni partinn í gær og langt fram á gærkvöldið sátum við í ótrúegri blíðu í bakgarðinum.
Svo er það þetta að ekkert megi gera nema njóta sólar á meðan hún er - alltaf er maður viss um að þetta hljóti að vera síðasti dagurinn sem sólar nýtur.
Ég ætla að bregða mér á Tónleika á Gljúfrastein á eftir þar sem frændi minn Kristján Orri spilar á kontrabassa. Stúlkurnar ætla í bíó og síðan ætlum við Gulli að fara að sjá Die Hard númer fjögur.
Við höfum í gegnum tíðina verið miklir aðdáendur Die Hard myndanna og mér skilst að þessi sé hreint afbragð.
En svo er það spurningin -á maður að vera inni við í svona góðu veðri?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 16:20
Munaðarnes
Sælu vika í Munaðarnesi á enda og við komin heim til kisu.
Þær raddir heyrast að orlofshús starfsmannafélaga/stéttarfélaga séu tímaskekkjur og heldur eigi að greiða fólki ákveðna upphæð og svo ráði það því sjálft hvert haldið er. Ekki hef ég skoðun á því.
Hitt veit ég að þegar þessi hús voru fyrst tekin í notkun í Munaðarnesi þá var þetta himnaríki fyrir ríkisstarfsmenn en foreldrar mínir störfuðu bæði fyrir ríkið. Ég kom þarna fyrst sem unglingur snemma á 8. áratugnum og gleymi ekki þvílík tilbreyting þetta var. Ég hafði aldrei sofið í sumarbústað áður því slík hús áttu ekki nema fáir útvaldir. Þarna kom maður í vel búin hús og fékk sængurföt og viskustykki afhent. Hægt var að kaupa heitan mat svo ekki þyrfti að standa í matargerð í fríinu. Allt umhverfið var einstaklega snyrtilegt og þarna undi maður maður sér við bóklestur, gönguferðir og spil.
Á þessum tíma fór venjulegt launafólk varla til útlanda í fríium - hvað þá með börnin með sér. Og fyrir pabba minn og mömmu sem ekki höfðu úr of miklu að spila var þetta ótrúlega gott frí.
Við vorum nú eins og í fyrra í eina húsinu sem Starfsmannafélag RÚV á eftir. Þegar mest var áttu útvarps og sjónvarpsstarfsmenn fjögur hús í Munaðarnesi og eitt á Eiðum. Nú hafa þessi hús öll verið seld utan hús númer 17. Það er alveg sérlega vel hugsað um þetta hús og þarna er allt ósköp hlýlegt og notalegt. Nú er búið að skipta út gamla þunglammalega BSRB matar stellinu fyrir létt blómastell - en svei mér þá ef það er ekki dálítill söknuður af stórastellinu!
Þarna eru margar góðar bækur - sérstaklega uppflettibækur og fræðirit. Í gamla daga þá lagðist ég alltaf í Snjólaugu Braga þegar farið var í Munaðarnes.
Annars undum við okkur fjölskyldan við að vera saman, sofa, glápa á DVD, borða og spjalla.
En það besta við að fara að heiman er að koma aftur heim...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 12:13
Heima er best!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.7.2007 | 12:08
Fuglarnir
|
Matarleifar lokka máva inn í borgina |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2007 | 08:45
Spánn - hér komum við!
Þá er ferðadagurinn runninn upp - í kvöld gistum við undir Spánar mána við Miðjarðarhaf. Mér finnst nú reyndar dálítið skrítið að fara til sólarlanda um há sumar á Íslandi - en hvað um það.
Gulli minn verður heima og passar húsið og Soffíu því hann er ekki mikið fyrir ströndina. Við mæðgur förum ásamt fjölskyldu bróður míns og telur hópurinn níu manns, þar af eru tvær stelpur sem eru á 12. ári og tvær á 14. ári. Þetta verður rosalega gaman. Það er mikið búið að spá í föt og skart og skó og nú er allt komið í töskur og búið að strauja síðustu plöggin.
Ég fór á Sólheimasafnið í gær og náði í góðmeti til lestrar. Svo er bara að liggja og lesa, busla í sjó, ganga á strönd og dæna og væna næstu viku
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2007 | 16:03
Dagur í lífi mínu
Fyrir mörgum árum fékk ég svona lýsingu senda í tölvupósti. Ég rakst á þetta á síðu hjá Jóni Axel og stelst til að birta þetta hér:
Mér fannst alveg ótrúlegt að lesa svona nákvæma lýsingu á degi í lífi mínu en var samt alveg ótrúlega ánægð með að fleiri þjást af þessu sama. ...... Ég sendi ykkur þetta og bið ykkur að hafa það í huga þegar þið undrið ykkur á því hvað ég hef sjaldan samband - ég er full af vilja en það verður því miður minna úr verki !
Ég hef á seinni árum verið plöguð af alvarlegum sjúkdómi sem nýlega hefur fundist greining á, en engin lækning við, enn sem komið er.
Eftirfarandi er lýsing á dæmigerðum degi þegar einkennin blossa upp :
Ég ákvað einn daginn að þvo bílinn og hélt áleiðis að bílskúrnum, en tók þá eftir að bréf höfðu borist inn um lúguna. Ég tók bréfin og ákvað að fara í gegnum póstinn áður en ég færi að þvo bílinn. Sorteraði póstinn og ákvað að henda ruslpóstinum en tók þá eftir að ruslafatan var orðin full og lagði því reikningana sem höfðu borist, frá mér á eldhúsborðið og ætlaði út með ruslið, en ákvað þá að fara og borga þessa reikninga, fyrst ég yrði við bílinn hvort eð er. Fór inn í herbergi til þess að ná í veskið og bíllyklana en sá þá ný e-mail í tölvunni og ákvað að svara þeim strax svo ég gleymdi því ekki. Ákvað að ná mér í kaffibolla fyrst. Á leið inn í eldhús tók ég eftir því að blómið í borðstofunni var orðið heldur þurrt. Hellti nýlöguðu kaffi í bolla og ákvað að vökva blómið áður en lengra væri haldið. Náði í blómakönnuna og ætlaði að fylla hana með vatni þegar ég tók eftir því að fjarstýringin af sjónvarpinu lá á eldhúsborðinu.
Ákvað að fara með hana á sinn stað í sjónvarpsherberginu fyrst, svo ég fyndi hana örugglega um kvöldið þegar ég settist fyrir framan sjónvarpið að horfa á uppáhaldsþáttinn "Sex in the City". Á leið í sjónvarpsholið rakst ég á handklæði sem ég ætlaði að setja í þvottavélina sem beið full af þvotti. Fór þangað og setti í vélina en fann þá gleraugun sem ég hafði verið að leita að fyrr um morguninn. Lagði fjarstýringuna frá mér í þvottahúsinu og fór með gleraugun inn í svefnherbergi þar sem ég ætlaði örugglega að finna þau þegar ég færi í rúmið að lesa uppáhaldsbókina mína......ef ég finn hana.
Stoppaði í svefnherberginu þar sem dagurinn hófst og mundi ekki lengur hvað ég ætlaði upphaflega að fara að gera !!! Í lok dags hafði ég því hvorki þvegið bílinn né borgað reikningana, ekki vökvað blómin eða þvegið þvottinn, ekki farið út með ruslið, heldur ekki svarað e-mailunum og var auk þess búinn að týna fjarstýringunni, bíllyklunum og veskinu og kaffið beið kalt á eldhúsborðinu.
Ég skildi ekkert í þessu því ég hafði verið á fullu allan daginn í ýmsum snúningum. Ég hef nú uppgötvað að þetta er alvarlegt vandamál sem ég ætla að leita mér hjálpar við.
Þessi sjúkdómur kallast á fagmáli AAADD eða "Age Activated Attention Deficit Disorder", á íslensku "Aldurstengdur athyglisbrestur".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.6.2007 | 13:20
Tveir í viðbót farnir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2007 | 13:16
Gangan mikla
Mikið var gangan gegn umferðarslysum fín. Það var stórkostlegt að ganga með tæplega fimm þúsund manns og finna samstöðuna. Vonandi verkur þetta fólk til meðvitundar.
Ég er ein af þeim sem fæ hnút í magann á föstudögum og bíð óttaslegin eftir fréttum um helgar. Undanfarin ár hafa verið all svakaleg og þó að bansys hafa ekki verið færri í mörg ár þá eru alvarlegu slysin talsvert fleiri.
Verum vakandi, hugsum um hvert annað, elskum samferðafólk okkar, verum ábyrg og munum að við búum í SAMfélagi ekki EINfélagi.
BROSUM Í UMFERÐINNI![]()
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2007 | 15:06
Auglýsing
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)



begga
ibbasig
ragnhildur
gurrihar
svartfugl
isisin
annabjo
vitale
attilla
arogsid
bleikaeldingin
brynja
skordalsbrynja
eythora
freedomfries
vglilja
gudnim
ghe13
hnifurogskeid
gudrunmagnea
gunnhildurvala
gullihelga
heidistrand
heidathord
helgamagg
hemba
hildigunnurr
hildurhelgas
hjossi9
gaflari
ringarinn
ingadagny
jakobk
jakobsmagg
jensgud
jogamagg
nonniblogg
karin
konur
krissa1
credo
lauola
lindalinnet
raggissimo
martasmarta
olinathorv
palmig
ranka
rassgata
siggi-hrellir
zunzilla
stefaniasig
stebbifr
kosningar
svp
truno
urkir
vertu
eggmann
steinibriem



