Spánn - hér komum við!

Þá er ferðadagurinn runninn upp - í kvöld gistum við undir Spánar mána við Miðjarðarhaf. Mér finnst nú reyndar dálítið skrítið að fara til sólarlanda um há sumar á Íslandi  - en hvað um það.

Gulli minn verður heima og passar húsið og Soffíu því hann er ekki mikið fyrir ströndina. Við mæðgur förum ásamt fjölskyldu bróður míns og telur hópurinn níu manns, þar af eru tvær stelpur sem eru á 12. ári og tvær á 14. ári. Þetta verður rosalega gaman. Það er mikið búið að spá í föt og skart og skó og nú er allt komið í töskur og búið að strauja síðustu plöggin.

Ég fór á Sólheimasafnið í gær og náði í góðmeti til lestrar. Svo er bara að liggja og lesa, busla í sjó, ganga á strönd og dæna og væna næstu viku


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð og góða skemmtun :)

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 08:59

2 identicon

Góða skemmtun á Spáni. Hlakka samt til að fá þig aftur hingað. Kær kveðja Karin

Karin Erna Elmarsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband