Færsluflokkur: Bloggar
31.8.2007 | 13:39
Útivistartími
Ég hef heyrt fólk bölsóttast út í að í barnaverndarlögum sé kveðið á um útivistartíma barna - foreldrar séu nú fullfærir um að meta hversu lengi börn þeirra séu úti á kvöldin. Það er margt til í því.
Mér hefur fundist þessi rammi alveg hreint stórgóður og ég finn að stelpunum finnst það líka. Þá er þetta engin metingur á milli krakka - allir inn á sama tíma.
Um daginn kom sú yngir inn tveim mínútum yfir tíu. Ég hafði a orði við hana að mér finndist svo gott að hún fylgdist með tímanum sjálf og ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur. "Mamma - það fara allir inn á sama tíma svo þetta er ekkert mál". Síðan bætti hún við að næsta sumar mætti hún vera úti til miðnættis - ef við leyfðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 16:26
Farin að lána pening
Ég er búin að lána tveim konum - önnur ætlar að byggja vegg í kringum heimili sitt en hin ræktar hænsni til manneldis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2007 | 12:18
Sönn saga -
Til mín komu hjón um daginn sem höfðu verið á ferðalagi um Albaníu. Þau létu vel af ferðinni og fannst landið áhugavert. Þau voru á bílaleigubíl og létu bara ráðast hvar þau létu fyrirberast - áttu hvergi pantaða gistingu nema fyrstu nóttina.
Þau voru fimm saman og höfðu pantað sér sjö manna bíl svo vel færi um alla. Þegar þau lentu á flugvellinum í Tirana fannst hvergi bíllinn sem þau höfðu pantað. Þetta átti að flottur bíll með cruse controll, topplúg og GPS staðsetningartækum. Það þurfti að vekja upp starfsmann bílaleigunnar sem kom strax til að athuga málið.
Hann rak upp roknahlátur þegar þau báru upp erindi sitt við hann og sýndu honum plöggin varðandi leiguna - svona flottur bíll væri nú ekki á þeirra leigu og ekkert GPS kerfi væri í landinu.
Það kom síðan í ljós að það beið eftir þeim flottur bíll í Albaníu NY - höfuðborg NY fylkis í Bandaríkjunum..........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2007 | 12:18
Matgæðingur&$((/&(!
Hvaðan kemur þetta orð eiginlega - það má enginn lengur hafa gaman af að elda mat eða/og borða án þess að vera matgæðingur. Og helst mikill matgæðingur. Einkennilegur andskoti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 12:12
Kaffiprófið - þetta er skoooo ég
Espresso!
Þú ert með eindæmum sjálfsöruggur einstaklingur. Þú ert vandvirkur og samviskusamur en lætur það þó stundum eftir þér að fresta verkefnum til morguns. Þú ert á sífelldri hraðferð án þess þó að það hái þér á nokkurn hátt.
Þú ert 30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
HVAÐA KAFFI ERT ÞÚ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2007 | 14:41
Ungir menn
Þýsku piltarnir tveir sem leitað hefur verið að hafa verið mér ofarlega í huga. Mér finnst hræðilegt að þeir finnist ekki. Í nótt dreymdi mig að þeir hefðu fundist á lífi og ég man að ég grét af gleði. Í fréttum var síðan sagt að leit væri hætt. Ekki efa ég að það sé rétt ákvörðun enda þeir sem að leitinni koma þaulvanir.
Svo hef ég líka hugsað mikið um Aron Pálma og hans örlög. Hvernig má það vera að barn sé dæmt í margra ára fangelsi? Þetta er þvílík mannvonska. Það er ótrúlegt að hann skuli hafa staðist þessa raun og hann hlýtur að vera sérlega vel af guði gerður. Mikið vona ég að honum takist að öðlast nýtt og gott líf hér á landi og geti látið til sín taka varðandi fangelsanir á börnum eins og hann hefur áhuga á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2007 | 14:34
Komnar heim
Við mæðgur komum heim í gær glaðar og þreyttar. Köben var að venju yndisleg og það var gaman að hitta krakkana og fararstjórana.
Við vorum á ferð og flugi þessa tvo daga, bæði á tveim jafnfljótum og eins í hinu frábæra almenningssamgöngu kerfi Kaupmannahafnar. Gistiheimilið sem við vorum á var á Amager og strætó stoppaði fyrir utan húsið. Síðan vorum við í S-lestinni en enn á ég eftir að prófa að fara í M-lestina.
Við gerðum þetta hefðbundan; fórum á Strikið og i Tívolí og Anna dandalaðist með stelpunum úr bekknum.
Borðuðm bæði í Tivoli og eins á staðnum sem ég elska (og líklegast allir íslendingar því ítalski þjónninn sagði "frábært" þegar við vorum búnar að panta) Vesuvio á Ráðhústorginu.
Keyptum ótal boli í H&M (af hverju er ekki slík búð hér!!!) og renndar peysur í Bik Bok.
21 par af sokkum handa Gulla og illa lyktandi gamla Óla sem smakkast alveg svakalega vel.
Ég er rosalega þreytt í dag og ætla að nota daginn til að að safna kröftum. Á morgun er vinna og nú er ekkert frí meira framundan.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.8.2007 | 16:28
Köben með hraði
Ég og eldri dóttirin erum að fara til Köben á morgun og verðum fram á laugardag. Ekki var þetta alveg í planinu en ástæðan er þessi:
Bekkurinn hennar Önnu er að heimsækja vinabekk (pennavini) á Sjálandi. Vegna þessa að hún Anna mín er mikið lesblind þá hefur henni ekki gengið vel með dönskuna - var reyndar ekki í dönsku í vetur - og enskan er henni talsvert enn sem lokuð bók. Anna gat farið með í ferðina með því skilyrði að ég færi með sem þýddi að hún gætui ekki búið inn á heimilum eins og hinir krakkarnir og ekki borðað inn á heimilum eins og þau hin. Ekki fannst okkur þetta spennandi kostur fyrir utan að Anna hefði verið utanveltu í samskiptum bekkjarfélaga við dönsku krakkana.
Þetta hefur verið Önnu mjög þungbært og hún hefur ásakað sjálfa sig að svona sé komið af því hún sé lesblind.
Ég hét því að ef peningur svifi af himnum í mínar hendur þá ætlaði ég að nota hann til að fara út með Önnu. Ekki kom peningurinn beint af himnum en kom samt!
Og mín hefur ljómað síðan um helgina. Við ætlum að hitta bekkinn í Köben vonandi bæði á fimmtudag og föstudag.
Ég er búin að reyna að panta á hóteli fyrir okkur í Köben en það er ekki smuga að fá gistingu. Er komin með heimagistingu en langar frekar að vera í miðborginni. Ef þið vitið um gistingu - látið mig þá endilega vita..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 16:19
Afmælið
Ó já - þá er maðurinn sem ég kynntist þegar hann var þrjátíu og eins árs orðim fimmtugur.
Þetta var skemmtilegur dagur. Við áttum pantað á eðal hótelinu Hótel Rangá og vorum komin þangað um þrjú. Skruppum og leigðum hesta hana stelpunum og síðan tók við heitur pottur í dásamlegu veðri. Og ekki spillti fyrir að Gulli sá nokkra fagra laxa stökkva í Rangánni.
Við borðuðum dýrindis fjögurarétta máltíð og nutum vel. Veðrið var dýrðlega og við skoðuðum fjallahringinn í kvöldsólinni.
Tókum því rólega til hádegis daginn eftir en á leið okkar í bæinn fórum við að Odda á Rangárvöllum þaðan sem útsýnið er hreint óviðjafnanlegt. Síðan skoðuðum við Urriðafoss. Á Lyngdalsheiðinni var hellirinn skoðaður og enduðum á Þingvöllum þar sem við skoðuðum "hvað heldur þú að það sé mikill peningur í þessum peningalæk" - semsagt Peningagjá.
Raunveruleikinn tók síðan við þegar við renndum við í Bónus á leiðinni heim
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007 | 12:17
Skólatöskur
Skólarnir að hefjast og ekkert meira spennandi fyrir sex ára barn en að byrja í skóla. Keypt er ný skólataska og kannski líka nýtt pennaveski. Það þarf að velja töskuna vel. Hafa hana þannig að hún passi barninu og sé ekki of stór.
En almáttugur minn! Þurfa töskur sem sex ára börn nota að kosta 11 þúsund krónur!
Mér finnst með ólíkindum að hægt sé að plata fólk þannig að það kaupi töskur sem eiga að bera einhver ósköp. Mín reynsla er sú að í a.m.k. 1. og 2. bekk þá sé lítið annað í töskunni en örfáir blýantar, þunn plastmappa og nestisbox. Flest annað er geymt í skólanum.
Eins eru aðstæður slíkar a.m.k. hér á höfðuborgarsvæðinu að ekki er óhætt að láta 6 ára börn ganga í skólann þó svo að slíkt sé afar æskilegt.
Niðurstaða mín er þessi: rándýr skólataska með tveim blýöntum og barn keyrt í skólann.
Látum ekki plata okkur!!!!!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)