Gay pride

Mikið svakalega var gaman í gær í göngunni miklu! Við byrjuðum á að fara til Marteins og Vignis Ljósálfs en þeir búa á Hlemmi. Á efstu hæð fyrir ofan Náttúrugripasafnið. Stórkostlegt útsýni af gríðarlega stórum svölum. Þar fylgdumst við með þegar gangan stillti sér upp og horfðum síðan á lestina fara framhjá. Við skelltum okkur fyrir aftan Pál Óskar og tjúttuðum niður Laugarveginn í glampandi sól og dásemdum.

Nú er næsta mál að fá Walter og Steve frá Bretlandi í næstu göngu. Þetta eru yndislegir vinir sem voru hér hjá okkur í mars og stelpunum finnst að þeir verði að upplifa gönguna hér.

Lífið er gott.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þetta var góður dagur. Takk fyrir að heilsa upp á mig á Arnarhóli, það er gaman að hitta bloggvini í raunheimum

Ragnhildur Sverrisdóttir, 12.8.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband