Færsluflokkur: Bloggar
29.9.2007 | 16:59
OMG!
![]() |
Soffíu bjargað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2007 | 14:39
Bling!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2007 | 14:36
Kór og eldhús og bústaður
Við hjónin tókum góða rispu í eldhúsinu í gær og hreinsuðum skápa. Talsvert margir ruslapokar með allskonar úr sér gengnu drasli og mat sem var kominn langt yfir síðasta söludag. Ég er verulega kaupheft en núna neyðist ég t.d. til að kaupa mér ný skurðarbretti því ég henti þeim sem tengdamóðir mín átti. Eins eru í skápunum eldgamlar skálar og önnur áhöld sem ég ætla bara að láta gossa. Mér bara einhvernveginn dettur ekki í hug að vera allaf að kaupa.
Nú ætla ég að taka tvo leiðinlegustu skápana - potta- og ruslaskápinn.
Á meðan ætla ég að hlusta á lýsingu frá úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það er gaman þegar síðasta umferðin er svona spennandi og allt getur gerst.
Annars er aðal kanttspyrnu liðið Styrmir sem var að ljúka keppni í Argentínu á óopinberu heimsmeistaraóti homma liða. Samkvæmt Felix Bergssyni þá stóð liðið sig mjög vel og við getum verið stolt af strákunum okkar.
Ég er búin að syngja fallega tónlist - Gulli er að vinna en er kvöldar ætlum við að skjótast austur í heitann pott. Stelpur ætla að vera heim hjá sér með frænda sínum......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.9.2007 | 14:28
Litlir kallar á villigötum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2007 | 13:53
Siglufjörður - sérkennilegt mál
Skrýtið þetta mál með félagslega íbúðarhúsnæðið á Siglufirði. Í fyrradag var íbúum þeirra húsa sem búið er að selja, tilkynnt um söluna og sagt að þeir yrðu að flytja út. Hvert þeir eiga að fyltja er ekki vitað.
Frétti af fjölskyldu sem flutti um mánaðarmótin águst-september inn í íbúð í eigu bæjarins. Til að fá íbúð í húsinu þá þurftu þau að lóga hundinum sínum. Núna tæpum mánuði seinna fá þau að vita að þau þurfi að flytja út.
Það er víst einhver íslenskur auðkýfingur ættaður frá bænum sem keypti íbúðirnar til að láta ameríska og mexíkóska stangveiðimenn búa þar.
Sjálfur býr eigandinn í Bandaríkjunum
Mér finnst þetta mál allt hið einkennilegasta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2007 | 10:42
Ekki glaðningur!
![]() |
Stöðvaður á 150 km hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2007 | 09:20
Mótmæli
Ég komst við í gærkvöldi þegar ég hofði á fréttirnar og sá myndir af munkum og nunnum í mótmælagöngunni. Þau báru með sér einhvernveginn mikla auðmýkt.
Svo fauk nú nett í mig þegar í lok fréttarinnar var sagt frá því að Condolssa Rice væri að skipta sér af innanríkismálum annarar þjóðar, eina ferðina enn.
![]() |
Þúsundir mótmæla í Myanmar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2007 | 14:18
ZZZZZZZZZZ
Hver gleymdi að segja blaðamönnum Morgunblaðsins að setan er ekki lengur notuð í íslensku ritmáli? Ég var að lesa skemmtilegt viðtal við Katrínu Jakobsdóttur og þar er orðið íslenska stafsett íslenzka. Þetta fer hrikalega í taugarnar á mér. Og það er góður og geng Siglfirðingur sem talaði við Katrínu - ótrúlegt.
Ef einhver blaðamaður eða prófarkalesari les þetta - getið þið þá sagt mér afhveru setan er enn notuð hjá ykkur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2007 | 17:30
Helgi helgi helgi
Helgar eru hreint dásamlegar -og hana nú. Það var einhver lumbra í mér á þriðjudag og miðvikudag en ég er nokkuð hress í dag. Bara dálítið illt í bakinu.
Jæja - laugardagurinn; ég er búin að fara á kóræfingu, versla og fá mér kríu og náttúrulega að lesa blöðin. Yngra barnið fór í morgun með Herjólfi til Eyja til að að keppa í handbolta. Ég heyrði í henni áðan og þá hafði hún ælt eitthvað smá. En var samt nokkuð brött og til í slaginn.
Hingað er komin Rannveig dóttir Gróu vinkonu minnar og ætlar að gista. Næstu minútur gengur Ari minn elskulegi frændi inn um dyrnar en hann ætlar að gista hjá okkur í nótt. Hann er að verða tveggja og hálfs snáðinn litli. Í mat koma síðan Siggi mágur og Baldur lávarður Hjaltason hinn víðförli. Hér verður semsagt skemmtilegt samansafn fullorðina og barna við matarborðið. Ég ætla að hafa gamaldags Bayone skinnku með brúnuðum kartöflum og brokkolí og góða eplaköku með ís í eftirmat.
Gott kvöld framundan.....
Bloggar | Breytt 24.9.2007 kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2007 | 15:28
Til styrktar góðu málefni
Á morgun ætla ég upp í Borgarnes og borða grískan saltfisk. Gömul skólasystir og kórsystir úr Hamrahlíðinni, Ingibjörg Ingadóttir, ætlar að elda dýrðina og bera fram í Landnámssetrinu og rennur ágóðinn til krabbameinsrannsókna. Mig langar að hvetja alla til að fara inn á www.gongumsaman.is og kynna sér hvað þessar duglegu konur eru að gera. Þær ætla semsagt að ganga eitt og hálft maraþon í New York í næsta mánuði.
Ég gef skýrslu um saltfiskinn þegar hann hefur verið snæddur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)