Færsluflokkur: Bloggar
16.9.2007 | 18:46
Dýrt er það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.9.2007 | 18:42
Sunnudagsíðdegi
Við hjónin erum nýkomin heim úr bústaðnum. Gulli er að elda tómatapasta. Við fórum bara tvö og áttum rómó sólarhring saman. Stelpurnar gistu hjá ömmu sinni. Við höfðum það notalegt í vonda veðrinu í Grímsnesinu. Það var slydda og hvassviðri utandyra en inni var kertaljós, tónlist, ostar, rauðvín og Gulli. Við hlustuðum á tónlist úr öllum áttum. Við keyptum nýja Megasardiskinn á leið út úr bænum og auk hans hlustuðum við á Coldplay, Shaniu Twain, Bruce Springsteen, Mozart og fleira og fleira.
Ég er á leið í leikhús með mömmu minni; við ætlum á Ladda sýninguna og vonandi getum við hlegið ærlega...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007 | 10:58
Yfir strikið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.9.2007 | 12:17
Snemma beygist krókurinn
http://www.youtube.com/watch?v=m98sQPHGgtI&mode=related&search=
Páll Óskar er frábær í dragi. Hann mætti gera meira af því. Hér er sönn saga.
Einu sinni var Páll Óskar sem Dione Warwick í kosningasjónvarpinu. Hann var með alla takta á hreinu og hreinlega guðdómlegur í útliti. Einn af starfsmönnum sjónvarps sat í svokallaðri Aðalstjórn á Laugaveginum og hafði þann starfa ásamt fleirum að fylgjast með útsendingunni.
Þar kom að að starfsmaðurinn þurfti að kasta af sér vatni og fór fram á klósett. Þar sem hann stendur fyrir framan skálina og gerir það sem gera þarf, vindur sér þá ekki inn þessi glæsilega fallega stúlka sem hann hafði verið að horfa á nokkrum mínútum áður í sjónvarpinu - gerir sér lítið fyrir og svippar upp kjólnum - og sjá konan var með typpi. Við komandi starfsmanni brá ekkert lítið.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2007 | 12:16
Það er miðvikudagur og lífið......
Reyndar er fimmtudagur og lífið gengur sinn gang.
Nú er allt farið að rúlla á heimilinu og stelpunum og hlutirnir komnir í nokkuð fastar skorður eftir pönkið í sumar. Eins og það er gaman þegar vorar og slaknar á taumnum þá er líka ósköp gott þegar allt kemst í rútínu og farið er að sofa og vaknað á skikkanlegum tíma.
Það er mikið um að vera í frístundum hjá þeirri yngri. Hún lagði saxafóninn og trommukjuðana á hilluna í vor og er þess í stað farin í jazzballet.
Þá er hún semsagt í karate þrisvar í viku, handbolta þrisvar í viku og dansinum tvisvar. Það fylgir því mikið frelsi fyrir hana og okkur að hún getur tekið sama strætisvagninn í allar frístundir og getur gengið á milli staða. Þetta gerði hún allt í rigningunni í gær og gekk bara vel - bara dálítið blaut í fæturna.
Sú eldri ætlar að vera tvo daga vikunnar í Unglingasmiðjnni Stíg. Við bindum talsverðar vonir við það og mér lýst vel á það sem við höfum séð af starfseminni þar.
Ég er í mínum elskaða Dómkór - æfingar tvisvar í viku og messur svona þriðja hvern sunnudag. Svo eru nokkrir tónleikar hjá okkur í haust og ferð til Dresden í apríl.
Gulli minn er enn á sínum leiðinlegu vöktum - önnur hver helgi. En við erum orðin svo vön þessu að við náum ágætis samveru þegar hann á frí.
Við ætlum að reyna að komast sem mest í bústaðinn. Það er dásamlegt þó ekki sé nema ein nótt. Elda góðan mat, fara í pott, drekka rauðvín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 12:57
Úr auglýsingu um eldhúsinnréttingar
á smáatriðin og miklu
innibyggðu sjálfsdekri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2007 | 09:35
Hvaða trú?
![]() |
Geir Jón telur trúboð leysa miðborgarvanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2007 | 19:00
Ekki er ég hissa
Hún er eitthvað sérstaklega óaðlandi manneskja. Hvítt ruslarapakk. Hann er þó hæfileikaríkur- eða var það. Hún er lítið annað en skinn og bein ræfilinn og þegar hún opnar munninn þá fer um mann léttur hrollur.
![]() |
Beckhamhjónin eru ofmetnasta fólk í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 17:20
Ég trúi ekki að þau hafi myrt stúlkuna
Ég get ekki trúað því. Þau eru búin að vera undir smásjá fjölmiðla og lögreglu í marga mánuði. Hvar földu þau stúlkuna? Hvernig fóru þau að því að flytja hana? Er trúlegt að þau hefðu gert svona rosalega mikið mál úr þessu og dvalist í Portúgal allan tíman ef þau eru sek? Varla
![]() |
Hár af Madeleine sagt hafa fundist í geymsluhólfi fyrir varadekk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.9.2007 | 19:56
Helgi - nammi namm
Allt í rólegheitum hér. Erum þrjár saman mæðgurnar því Gulli er að stjórna útsendingu á landsleiknum á Laugardalsvelli.
Lagði mig eftir vinnu í gær - dásamlegt. Eldaði mexíkóskt og fékk mér Corona bjór með. Líka dásamlegt. Kóræfing í morgun og sótti síða Bryndísi mína í karate. Fór með þeirri eldri í forgarð helvítis (Kringuna) og fengum tvö pör af skóm á skólausa stúlkuna í Kaupfélaginu. Hún keypti sér síðan fyrir sumarhýruna sína flotta Adidas peysu með gullnum stöfum. Nú er pasta í potti. Rólegt kvöld framundan og messa í fyrramálið.
Klukkan 12:30 á morgun ætlum við systkin og mamma að hittast við leiðið hans pabba í Fossvogskirkjugarðinum og skoða legsteininn sem mamma var að kaupa og lét koma fyrir þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)