Færsluflokkur: Bloggar
4.10.2007 | 13:59
Hæfileikar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2007 | 09:12
Frístundakortin
![]() |
Kortin bjóða marga kosti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2007 | 15:20
Göngum, göngum, göngum upp í gilið
Í morgun komum við saman út í Mýrarhúsaskóla fulltrúar þeirra stofnana sem eiga aðild að Göngum í skólann verkefninu. Þar var svakalega gaman; allir fyrstu bekkingarnir mættu og sátu prúð og frjálsleg í fasi og hlustuð á Þórólf Þórlindsson tala afar skemmtilega til bæði barna og fullorðina. Þegar formlegheitunum lauk þá fengu börnin að láta ljós sitt skína og svöruðu ófeimin nokkrum spurningum okkar sem eldri erum.
Ríkislögreglustjóri var mættur í fullum skrúða og uppskar mikla aðdáun. Þau höfðu ýmislegt að segja honum - ein stúlka nefndi það t.d. við hann að hún ætti afmæli á júróvisjón daginn. Ekki ónýtt að vita það.
Síðan var farið út í gönguferð með Ríkislögreglustjóra, bæjarstjóranum á Seltjarnarnesi og fleirum.
Við vorum búin að boða alla fjölmiðla á fundinn - ekki komu þeir nú allir en fréttastofa Sjónvarps sendi sína fulltrúa og afraksturinn má sjá í fréttum sjónvarps klukkan 19:00 í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2007 | 12:53
Hlustið!
Dásamleg útgáfa á sígildu lagi:
http://www.youtube.com/watch?v=brRsRTTp1Pw&eurl=http%3A%2F%2Fwww%2Eherragardar%2Eblogspot%2Ecom%2F
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2007 | 10:17
Fréttir
Í morgun þá heyrði ég það í fréttum klukkan 06:00 að repúblikönum í USA fyndist Rudolfo Giuliani of frjálslyndur - það er að segja þeir sem segjast vera "kristnir" eru á móti honum. Það eru þeir sömu og vilja banna fóstureyðingar, auka útgjöld til stríðsreksturs og lækka skatta. Hvað verður næst hjá þeim; aðskilnaður hvítra og svartra, bann við hjónaböndum einstaklinga sem ekki hafa sömu trú? Nú eða kannski að konur eigi að vera með sítt hár og ganga í pilsi og hætta öllu menntabrölti? Og þetta sama fólk er fylgjandi dauðarefsingu.
Svo vill Bush beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að meiri peningur fari í heilsugæslu barna. Og hann á eftir að sitja rúmt ár á sem forseti. Það er svo skelfileg tilhugsun að ég get ekki hugsað það til enda.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2007 | 09:00
Húrra!
![]() |
Siglfirðingar fjölmennir á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2007 | 07:05
Göngum í skólann
Í dag hefst alþjóðlegur mánuðir til að minna á hversu gott það er að ganga í skólann. Þetta er alþjóðlegt verkefni sem við erum í fyrsta skipti þátttakendur í. Það eru fjölmargar stofnanir sem taka þátt í átakinu og lesa má um þetta allt á www.gongumiskolann.is
Koma soooooo
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2007 | 19:41
Haustlitirnir
Þeir voru fallegir litirnir í Grímsnesinu í dag. Kjarrið skartaði sínu fegursta. Þar sem við keyrðum Biskupstungnabraut blasti Ingólfsfjallið við óvenjulega fallegt. Rautt lyngið féll niður fjallið eins og blóðtaumar.
Umferðin var nokkuð góð og jöfn en mikil. Þó var einn bílstjóri sem ekki treysti sér til að halda meðalhraða og keyrði allt of hægt. Hann hafði næg tækifæri til að víkja og hleypa bílum framúr en gerði ekki. Það varð til þess að a.m.k.10 bílar fóru fram úr með þeirri hættu sem því fylgir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2007 | 19:37
Símtalið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2007 | 17:03
Tvö viðtöl - einn maður
Ég gluggaði í viðtölin við minn fyrrum yfirmann frá sjónvarpinu - Hrafn Gunnlaugsson. Ég er ánægð með að hann er að klippa Hvíta víkinginn aftur enda var myndin alveg hreinn hryllingur. Ég ætla að sjá nýju útgáfuna í bíó eiginlega bara af því að hann pabbi minn lék í henni á sínum tíma. Hann var í hlutverki föður Emblu sem er aðal kvennhetja myndarinnar.
Og hann pabbi minn þessi elska hann dó 1999. Ég þarf líklega fullt af vasaklútum og ég ætla að taka stelpurnar mínar með. Sú eldri man óljóst eftir honum en sú yngir ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)