Færsluflokkur: Bloggar
10.10.2007 | 11:46
Talmál
Sú eldri notar oft hin fallegustu og furðulegustu orð. Hún er fjórtán ára
"Hverju sætir það"?
"Það er einn hængur á"
Mér finnst þetta skemmtilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2007 | 11:46
Friðarsúlan
Ég var að velta fyrir mér hvort húsið mitt hækkaði í verði með tilkomu friðarsúlu Yoko Ono.
Hún sést nefnilega úr þakglugganum á baðherberginu uppi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2007 | 16:06
A4
Ekki skil ég í því andleysi að breyta nafni Odda í A4.
Oddi á Rangárvöllum er einn fallegast staður landsins og það ætti að vera stolt hvers fyrirtækis að heita slíku glæsilegu nafni. Hitt er svo flatt og eitthvað hrikalega andlaust. Hverjum datt þetta í hug?
A4
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.10.2007 | 11:56
Fallegt ljóð
Ég var að lesa minningargrein um ungan mann í Morgunblaðinu. Þar var þetta fallega ljóð eftir föðurbróður minn:
Við spyrjum drottin særð, hvers vegna hann
hafi það dularfulla verklag
að kalla svo vænan vinnumann
af velli heim á bæ um miðjan dag.
Og þó, með trega og sorg, skal á það sæst,
að sá með rétti snemma hvílast megi
í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst,
fundið svo til, að nægði löngum degi
(Jóhann Hannesson)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2007 | 20:18
Bónus i Garðabæ
Sá að það á að fara að opna Bónus búð í Garðabæ. Ég vona að Garðbæingar séu það efnaðir að þeir hafi efni á að versla í Bónusi.
Það er nefnilega þannig að margir smáborgarar þora ekki að láta sjá sig í Bónus því þeir eru hræddir um að "hinir" haldi að þeir séu blankir. Þetta er í raun fyndið. Það er algjör della að versla ekki í lágvöruverslunum - hvað sem þær nú heita - allan þennan grunnmat eins og mjólk, osta, morgunkorn, pasta og allt annað sem maður verslar nú þar. Við værum algjörlega á hausnum ef við gætum ekki gert hagstæð innkaup. Ég fer alltaf í svokallaðan litla Bónus sem var sá fyrsti. Þetta er í raun eins og hverfisbúð því þarna hittir maður margt af því skynsama fólki sem maður þekkir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.10.2007 | 20:11
Íslenska fyrir útlendinga
Hún er áhugaverð þessi umræða um afgreiðslufólk sem ekki talar íslensku. Auðvitað væri ákjósanlegast að allir skildu alla en heimurinn er bara ekki svona í dag. Það fer ekki par í taugarnar á mér þó fólkið sem afgreiðir mig og þjónar mér skilji mig ekki og ég ekki þau. Við getum hreinlega ekki verið án þessa fólks.
Það sem er hættulegt í þessari umræðu er að þetta kyndir undir útlendinga hræðslu og þá hræðslu að "þetta fólk" ætli að hrifsa af okkur störfin.
Svo megum við ekki gleyma því að margir af þeim útlendingum sem hingað koma er hámenntað fólk sem ekki fær vinnu við sitt hæfi hér vegna þess að það talar ekki málið. Einhverstaðar verður að byrja og það er aldrei að vita nema margir þessara starfsmanna eigi eftir að verða dýrmætir, sérhæfðir starfskraftar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2007 | 20:05
Frábær helgi
Á laugardeginum þá naut ég rólegheita og einveru og las blöðin (Gulli var að vinna og stelpurnar sváfu)Eftir kóræfingu þá fjölmenntum við á sýningu á Emblu Hrafns Gunnlaugssonar. Mikið svakalega var gaman að sjá pabba þarna í stóru hlutverki. Mig langaði svo að knúsa hann og kyssa að ég fann næstum til.
Stelpurnar fóru heim með ömmu sinni en ég pikkaði Gulla upp af Laugardalsvellinum eftir framlengdan bikarúrslitaleik. Leið okkar lá á Selfoss á árshátðið Umferðarstofu. Það var alveg svakalega gaman.Heimatilbúin skemmtiatriði frá hverri hæð og mikið hlegið. Þorsteinn Guðmundsson var veislustjóri og var mjög fyndinn. Á eftir var síðan dansað og duflað.
Það er svo gaman á svona hótel árshátíðum að fara í herbergispartý. Ég fór í tvö slík og þá krullast einhvernveginn allir upp í rúmi og tilla sér á alla auða bletti. Ég ákvað að taka þetta alvarlega og djammaði langt fram eftir nóttu. Enda ekki langt að fara í rúmið -bara eftir hótelganginum.
Gulli var ekki til stórræðanna því hann fór til vinnu klukkan 05:00 á laugardagsmorgninum og var ekki búin fyrr en upp úr 17:00. Hann hallaði sér á skikkanlegum tíma og rumskaði ekki þegar partý ljónið læddist inn eftir vel heppnaða skemmtun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2007 | 16:12
Ekki eru allir Ameríkanar slæmir í landafræði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2007 | 12:41
Líf og fjör á litlu heimili
Það er stundum stuð á okkur stelpunum á morgnanna. Þarna eru við, ég og dæturnar, með rassaköst á baðherberginu. Það er verið að maskara, greiða, bursta, bera saman ilmvötn, farða létt, setja í sig spennur og allt bara það sem dömur þurfa að gera á morgnanna.
Þær eru ósköp duglegar stelpurnar og eru yfirleitt búnar að koma sér sjálfar framúr þegar ég kem niður. Ég þyki þó helst til málglöð á morgnanna og í morgun nefndi sú eldri það með nokkra aðdáun í röddinni að ég gæti talað ótrlúlega mikið svona snemma dags.
Kötturinn mjálmaði eins og hún er vön, hátt og skýrt. Við skiptum okkur ekkert sérstaklega af henni því henni liggur alltaf hátt rómur hvort sem henni líður vel eða illa. Við nánari eftirgrenslan kom þó í ljós að hún var rennandi blaut eftir útiveru næturinnar.
Þegar Gulli kom ofan var hann strax nefndur Herra Syfjaður og Sætur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2007 | 12:41
Ógeðslegt
Margt hefur maður sér sem er verulega ógeðslegt - þetta er með því verra
http://www.youtube.com/watch?v=BhgUDrXQjHo&mode=related&search=
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)