Færsluflokkur: Bloggar
16.10.2007 | 10:39
Frábært!
![]() |
Kennir erlendu starfsfólki íslensku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2007 | 18:25
Daggir koma sterkar inn
Nú eru málsmetandi konur farnar að heita Dögg - stundum þetta Dögg eða hitt Dögg en eru greinilega að koma sterkar inn.
Um daginn heyrði ég að hæstaréttarlögmaður hét Eva Dís.
Nú hljóta Alexöndrur og Alexandrar að fara að vera áberandi í fullorðina manna tölu.
Eins Törur og Aronar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.10.2007 | 12:30
Grávíðir
Ég er að lesa Karitas, án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur og hef mjög gaman af.
Á a.m.k. einum stað í sögunni kemur fram að grávíðir sé lagður við sár svo fyrr megi gróa væntanlega.
Ég hef sérstakar mætur á grávíði og finnst hann óhemju fallegur í vilta landslaginu austur við bústað. Ekki finnst mér verra ef hann hefur lækningamátt.
Veit einhver meira um þetta - ég er búin að googla en finn ekkert meira um lækningamátt jurtarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.10.2007 | 14:18
Dásamlegt
Hvað er dásamlegra en að lufsast um á sunnudegi með svosem ekkert sérstakt á dagskránni annað en aðeins að trutta til svona eins og maður nennir? Lufsast um og upp í sófa og horfa á Silfur Egils?
Svakalega var gaman að horfa á þau fjögur sem voru þarna í dag. Pétur Tyrfingsson kallaði börnin í borgarstjórn Morfís - kynslóðina. Það fannst mér nokkuð gott.
Það er búið að vera svoooo gaman hjá þeim í eitt og hálft ár að þau föttuðu ekkert að svona gæti farið - að einhver væri svo rosalega vondur að vilja ekki leika með þeim.
Og ummæli Hönnu Birnu um að allt hefði farið vel ef bara Björn Ingi hefði gert eins og þau hin vildu. Ég heyrði þetta á sínum tíma í útvarpinu og svitnaði fyrir hennar hönd - trúði ekki mínum eigin eyrum. Og í miðju svita kófiu þá fór um mig aumingjahrollur.....
Þau eru svo spæld og reynslulítil ræflarnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2007 | 16:45
Hvernig
![]() |
Vatíkanið vísar samkynhneigðum presti á dyr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2007 | 12:16
Falskir fulltrúar
Mikið svakalega átti Kjartan Magnússon erfitt þegar Kristján Már Unnarsson saumaði að honum í fréttum nú áðan. Hann tafsaði á hverju orði og svörin voru rosalega vandræðaleg þegar spurt var um fund borgarfulltrúa án Vilhjálms við formann og varaformann flokksins.
Svo tala þeir um að aðrir séu falskir
En ég er nú ekki par ánægð með að Alfreð Þorsteinsson skuli vera komin til valda i borginni
![]() |
Svandís: Valhöll getulaus í erfiðum málum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2007 | 15:02
Upptekin af frægðinni!
Ég var svo upptekin af því áðan að vera fræg að ég gleymdi næstum að fara í Skífuna og ná í miða á tónleika Megasar á morgun. Ungur piltur sem vinnur á kassa í Hagkaup í Kringlunni þekkti röddina mína úr umferðarútvarpinu!!! Það gerist svona tvisvar á ári og þá verð ég svo obbbboðslega fræg að ég gleymi stund og stað....
Já, helgin að skella á og Megasartónleikar á morgun. Ég hlakka mikið til.
Í kvöld eigum við von á samstarfsmönnum Gulla úr kosningasjónvarpinu í mat, þeim Palla Ben og Jóhönnu Vigdísi með mökum.
Ég ætla að hafa fetaost í forrétt (verðlaunauppskrift mína), svínalundir í aðalrétt og pönnukökur með rjóma með kaffinu. Búin að kaupa hvítt og rautt og svo verður bara gaman. Er að vinna til að verða fimm og svo verður allt sett á fullt á heimilin.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2007 | 09:02
Þetta er málið
Já þetta er málið - að konur hafi val og að fjölskyldur séu upplýstar um þá möguleika sem eru í stöðunni þegar von er á fötluðu barni.
Þegar ég fór í legvatnsástungu á sínum tíma (það var fyrir tíma hnakkaþyktarmælingu) þá leið mér hörmulega illa. Allar þessar spurningar - hvað ætluðum við að gera ef eitthvað væri að? Það vantaði þá stórlega fræðslu um að það væri möguleiki á að halda áfram meðgöngu ef eitthvað "óeðlilegt" kæmi í ljós. Sá möguleiki var hreinlega aldrei ræddur.
![]() |
Foreldrarnir völdu fatlaða barnið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.10.2007 | 10:15
Hjá ofnæmislækni
Sú yngri greindist með ofnæmi fyrir 3 - 4 árum. "Pabbi, ég er með ofnæmi fyrir fíbblum" sagði hún í símann þegar hún færði pabba sínum fréttirnar. Sem sagt með ofnæmi fyrir túnfíflum. Og nú hefur vaknað grunur um að hún sé með ofnæmi fyrir íbúfeni. Ég fór með hana til læknis í gær og hún gerði svona húðrispu test á henni og nú hefur bæst við ofnæmi fyrir grasi, trjám og ryki og vottur af ofnæmi fyrir skelfiski og soja.
Og vottur af ofnæmi fyrir köttum. Og það er ekki gott. Það trilluðu tár niður vangann á stúlkunni minni þegar læknirinn sagði að ofnæmi gæti þróast út í asma og þá væri bara eitt í stöðunni.
Við ákváðum í gær að Soffía aðalköttur fengi ekki lengur að sofa á koddanum hjá Bryndísi og ekki að vera inni í herberginu hennar á daginn. Með því væri hugsanlega hægt að komast hjá því að ofnæmið versnaði.
Um miðja nótt byrjaði síðan Soffía að væla og vakti heimilisfólkið því hana langaði svo mikið inn í herbergi stúlkunnar. En þær systur gáfu sig ekki.
Mig grunar að það verði jafn erfitt að kenna Soffíu að vera ekki inni á kodda eins og það er víst erfitt að kenna gamla hundinum - æi þið vitið hvað......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2007 | 19:13
Hættulegt hverfi
Það mætti ætla að vesturbær Reykjavíkur sé afar hættulegur bæjarhluti. Maður varð manni að bana um helgina og í nótt var ráðist á mann með eggvopni. Svo fannst dóp í hótelherbergi í miðbænum.
Ég efast samt um að nokkrum detti í hug að hætta við að flytja í vesturbæinn vegna þessara fregna.
Hins vegar erum við alltaf til í að stimpla útlendinga sérlega hættulega ef þeir lenda í samstuði hver við annan eða við Íslendinga. Þá erum við mjög fljót að álykta að þetta sé nú afþví þeir eru ekki fæddir hér á landi.
En ekki dettur mér í hug að fara að hræðast alla vesturbæinga....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)