Færsluflokkur: Bloggar

Ég er með "ekki" matarboð!

Humm - hvernig er það hægt?

Þannig er að frænka mín hún Wincie á afmæli í dag og sonur hennar ætlar að elda handa henni hér hjá okkur. Ekkert flóð af fólki - við fjölskyldan, Kristófer, kona og barn, afmælisbarnið og mamma mín og mágur.

Það verður skemmtileg að setjast niður á heima hjá sér og borða veislumat sem annar hefur eldað. Eg veit fyrir víst að það verður villibráð í forrétt því Kriss er veiðimaður.

Svo verður litli kútur hann Ari hér eftir og gistir hjá okkur. Það verður glatt á hjalla!


Ég er að losna!

Ég er blessunarlega að mestu leyti laus við skutl. Ekki kannski alveg en nú tekur sú yngir strætó eða gengur í flest. En það er nú bara vegna þess að hún hefur aldur til og svo búum við þannig að stutt er í allt sem hún þarf að sækja.
mbl.is Erfitt að losna við „skutlið" í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bullandi afneitun

Það þýðir ekki að kenna framsókn um sambandsslitin. Tek það fram að Björg Ingi er ekki minn maður.

Það er greinilegt að reynsluleysi varð þeim að falli og eins það að það var hver höndin upp á móti annari. Kannski of mikið sagt  en allavega þá voru margar hendur upp á móti Vilhjálmi. En þeim er vorkunn að glutra svona niður langþráðum völdum.

Ég er mjög ánægð með nýja meirihlutann þó svo að hinn gamli hafi ekki verið al-vondur. T.d. komu þau af stað útgáfu frístundakorta og það var mikið framfaraspor.


mbl.is „Við sinntum störfum okkar vel"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna var ég

Kórinn minn söng við athöfnina sem var hin ágætasta.

Eitt spillti þó fyrir og það var hrikalegur ágangur ljósmyndara - illa til fara og sjoppulega klæddir. Þeir voru eins og hrægammar. Ég er ekki að fara fram á jakkaföt og bindi en það verður nú aðeins að athuga tilefnið og gera kröfur um snyrtilegan klæðnað.

Eitt er víst - að það eiga eftir að verða deilur um þessa þýðingu. Ég frétti að Gunnar í Krossinum hefði keypt upp lagerinn af gömlu þýðingunni því hann er svo mótfallinn þeirri nýju.


mbl.is Íslenska þjóðin fær eintak af nýrri íslenskri Biblíuþýðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okkur er ekki viðbjargandi!

Þær fréttir bárust um hádegið að fleiri hundurð manns hefðu staðið í röð og að hleypt hefði verið inn í hollum í nýja dótabúð.

Hér á landi þurfum við sem betur ekki að bíða í biðröðum eftir nauðþurftum - þá mundi nú heyrast hljóð úr horni. En okkur finnst allt í lagi að bíða í röð eftir einhverju sem við þurfum sko alveg örugglega ekki á að halda. 


Ég vildi að ég væri rík, rík, rík

Ef ég þyrfti ekki að vinna væri ég sko aldeilis til í að vinna sjálfoða vinnu fyrir Rauða krossinn. Þau eru mörg verkefnin sem bíða og líklegast afar gefandi.
mbl.is Flóttafólk að aðlagast nýjum aðstæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært

Gott að lesa þetta í blaðinu. Ég hef heyrt samkynhneigða segja að þegar þeir komust sjálfir yfir fordóma gagnvart sinni eigin samkynhneið þá fannst þeim erfiðast að segja pabba og mömmu frá. Ég held líka að "neikvæð" viðbröð foreldra stafi oft af því að þeir óttast að líf barna þeirra verið erfitt og þau komi til með að mæta fordómum. Þá kemur til okkar kasta.

Einn vinur minn sagði viðbröð föður síns hafa verið þau að þegar hann kom út úr skápnum tvítugur þá var pabbi hans með svo mikið samviskubit yfir að honum hefði liðið illa öll þessi ár sem hann gat ekki talað um þetta við foreldra sína.

 Þegar ég var með dóttur mína handleggsbrotna á spítala fyrr á árinu þá greip ég að sjálfsögðu til málsháttarins "þetta grær áður en þú giftist". Hjúkrunarkonan tók undir þau orð og sagði að það ætti örgglega eftir að koma myndir piltur inn í líf hennar. Ég svaraði að bragði "nú eða fönguleg stúlka". Dóttirin kippti sér nú ekki upp við þetta en ég sá að hjúkkann varð dálítið skrýtin á svipinn. 

 


mbl.is Af hverju verða sumir pabbar reiðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dóttir í prófum

Yngri dóttir okkar er nú í íslensku prófi fyrir 7. bekk. Mér dettur ekki í hug að stressa mig eða barnið á þessu prófi. Hún gerir eins og hún getur.

Við létum þá eldri ekki taka samræmd í 7. bekk - lögðum það ekki á hana. Og hún tekur ekki heldur samræmd próf næsta ár þegar hún verður komin í 10. bekk.

Það eru sem betur fer komin úrræði fyrir þessa krakka sem ekki taka prófin. Fyrir nokkrum árum vorum þeim allar dyr lokaðar en nú eru margi skólar með áfanga og brautir sem þau geta tekið. Sem betur fer.


mbl.is 8.500 grunnskólanemendur þreyta samræmd próf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KIVA

Ég er búin að lána fjórum einstaklingum í gegnum www.kiva.org. Ég set mér það markmið að lána 1 - 2 á hverju visa-tímabili.

Í dag fékk ég svo tilkynningu um að einn þeirra sem ég hef lánað sé byrjaður að greiða til baka og í minn hlut komu 6 dollarar af þeim 25 dollurum sem ég lánaði.

Frábært - ég mæli svo sannarlega með þessu.


Þetta skil ég vel

Ekki það að við búum í miðbænum en það að búa í Vogahverfinu eins og við og vinna eins og við gerum, annarsvegar í Útvarpinu og hinsvegar í Borgartúninu er alveg gríðarlega þægilegt. Og tómstundastarf barnanna er allt í hverfinu. Við þurfum t.d. ekki að fara út á stofnbrautirnar til að komas í og úr vinnu.


mbl.is Staðsetning, staðsetning, staðsetning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband