Færsluflokkur: Bloggar
29.10.2007 | 11:16
Ég spila á klarinett
Resultat:
Barberer Sørensen
Du er blide babrerer Sørensen! Du er livlig og blid, og liker å være med andre mennesker. Jobben din er noe du setter høyt, men musikk er også viktig i livet ditt.
14.04% har falt innenfor denne kategorien.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007 | 07:48
Ættartré
Ég var að hjálpa þeirri yngir að fylla út ættartré sitt. Mjög skemmtilegt skólaverkefni. Hún hafði margar athugasemdir um afa og ömmur og langömmur og langafa. Sum voru langlíf, aðrir dóu ungir. Henni fannst nú þessi ártöl ansi merkileg.
Einn langafa hennar fæddist 1869 og annar 1877.
Báðir afar hennar fæddir 1917.
Ein langamma hennar varð 53 ára, önnur 94 ára.
Eitt sinn hittist bekkur hennar með foreldrum og systkinum og áttu þau að sýna eitthvað að heiman, eitthvað sem þeim fannst merkilegt eða hafði sögu. Mér fannst ótrúlega skemmtilegt þegar ein bekkjasystra hennar sýndi skartgrip sem amma hennar hafði fengið í fermingargjöf árið 1966. Ömmur Bryndísar minnar fermdust aftur á móti 1937 og 1940
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2007 | 19:27
Páll Sigurðsson
Í dag, 24. október, er fæðingadagur tengdaföður míns heitins. Hann hét Páll Sigurðsson og var fæddur á Vífilsstöðum þar sem faðir hans var yfirlæknir og mamma hans hjúkrunarkona. Hann var einn fjögurra systkina. Hann lauk stúdentsprófi frá MR og lærði síðan verkfræði í Kaupmannahöfn og í Þýskalandi. Eftir heimkomuna vann hann sem rafmagnasverkfræðingur og var rafmagnseftirlitsstjóri þegar hann dó.
Hann var handtekin á stríðsárunum þegar hann kom til Lundúna frá Þýskalandi og var ásamt nokkrum öðrum haldið svo mánuðum skipti á eyjunni Mön. Þeir voru þó í góðu yfirlæti.
Páll var vel gerður og vel gefin maður og notaði tímann á Mön til að læra á píanó og bæta við sig í tungumálum.
Hann kvæntist tengdamóður minni, Önnu Soffíu Steindórsdóttur árið 1948 og svo fæddust drengirnar þeirra, Sigurður 1952 og Gunnlaugur Þór 1957.
Páll dó langt um aldur fram aðeins 49 ára gamall. Hann dó 16. desember og þá voru strákarnir 14 ára og 9 ára.
Það var erfitt fyrir ekkjuna ungu að sjá á eftir glæsilegum og góðum eiginmanni en hún kom drengjunum til manns með góðri hjálp foreldra sinna. Sjálf dó Anna Soffía 74 ára gömul 10. desember 1997.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.10.2007 | 17:56
Miklar brekkur
Nú safnast þeir saman - mannvitsbrekkurnar; Gunnar í Krossinum, sr. Geir, Snorri í Betel og Jón Valur og ausa úr skálum viskusinnar - saklausir og grandvarir menn - varðandi samkynhneigða. Nú voru þeir aldeilis heppnir að fá mörg, mörg tækifæri á að sýna hvað þeim er misboðið.
Er þessi nýja þýðing ekki vatn á myllu Kölska?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2007 | 17:29
Keisari
Í bókinni sem ég er að lesa fer ein af söguhetjunum í keisaraskurð. Ég á tvo keisaraskurði að baki og ótal aðrar aðgerðir og við það eitt að lesa um aðgerðina (samt engar krassandi lýsingar) þá verður mér óglatt. Ég finn lykt af skurðstofu og finn fyrir græna efninu í fötum starfsmanna. Mjói bekkurinn sem manni er svipt uppá, blóðþrýstingsmælirinn, hugsana ruglið rétt áður en maður sofnar; þetta verður verulega raunverulegt.
Líka hughreystandi orð starfsmanna, klapp á kinn og það að leggja sig algjörlega í hendurnar á þessu færa fólki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 14:15
Flott
Ég er stolt af Gunnhildi Óskarsdóttur og hinum konunum sem fóru í þessa göngu. Og glæsilegt hjá þeim að safna líka fyrir íslenskar rannsóknir. Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu.
Áfram stelpur!
![]() |
Rannsóknarstofu Jórunnar Erlu Eyfjörð hlýtur styrk Göngum saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2007 | 19:03
Múmínálfarnir
Ég tók Múmínálfapró og er!!!!
Snorkfrøken
Du er Snorkfrøken! Du er romantisk og du drømmer om den store kjærligheten! Men du er kanskje litt for forsiktig!
Ekki nem 3.43% þeirra sem tekið hafa prófið eru eins og ég og Snorkstelpan
Hvað eruð þið?
http://quiz.start.no/?p=qplay&quizID=1136
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.10.2007 | 09:14
Slöpp og stúrin

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.10.2007 | 09:12
Endemis vitleysa
Hvaða bull er þetta í Steinunni Jóhannesdóttur! Að mannréttindi karla og kvenna skerðist við það að fólk af sama kyni fái að ganga í hjónaband? Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað hún er að fara. Ég gluggaði í grein hennar í Mogganum áðan og þar talar hún um börn sem nærast við móðurbrjóst etc. Bíðið við -hvað með öll börnin sem eru ættleidd og nærast ekki við (kyn) móðurbrjóst, ógna þau mannréttindum hennar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.10.2007 | 09:06
Áfengi í matvörubúðir
Ég hef svosem enga skoðun á málinu. Mín vegna má þetta vera eins og það er þ.e. vín, bjór og sterkt í ríkinu. En ég kem ekki til með að mótmæla þó að nýja frumvarpið verði samþykkt.
En Guðlaugur Þór á í erfiðleikum. Hann er núna heilbrigðisráðherra en að eigin sögn styður hann frumvarpið vegna þess að "hið opinbera á ekki að standa í smásölu"
En það hlýtur að vera erfitt fyrir heilbrigðisráðherra að styðja frumvarpið þó að Guðlaugur Þór styðji það. Ég spái að hann verði ekki í þingsal þegar greidd verða atkvæði um frumvarpið. Ef grunur leikur á að stuðningur verði tæpur þá kallar hann til varamann.
Sjáum hvað setur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)