Færsluflokkur: Bloggar

Æðruleysisbænin

Þetta ætla ég að muna þegar veðrið og snemmkomin jól bögga mig:

Guð, gefðu mér æðruleysi,
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.


Sjón að sjá

Í gærkvöldi sat ég, ásamt mínum heittelskaða, fjarri mannabyggðum í heitum potti - kviknakin og með húfu á höfði - sötrandi freyðivín.......

Góð grein

Hún var góð greinin hans Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu í gær. "Íslandsdeild Republikanaflokksins" var ein af millifyrirsögnunum þar sem hann fjallar um Silfur Egils þar sem Hannes Hólmsteinn úttalaði sig um hlýnun jarðar. Ég var satt best að segja mjög hissa á hvað Egill mændi upp í hann og jánkaði öllu sem hann sagði. Þarna hefði þurft sérfræðing í viðtalið því ekki getur HHG talist sérfræðingur í málinu.

Hannes er eins og lítil krakki - "aððþíbara" "já en mér finnst það"

Í þættinum um Jesú - búðirnar sem var á dagskrá RÚV fyrir nokkru þá sáum við heimakennslu móður sem vill ekki að barn sitt gangi í skóla og læri um þróunarkenninguna og hlýnun jarðar - enda er það bara pólitík eins og mamman sagði.

Við sáum líka að í þessum sumarbúðum þá er stór pappa mynd af George Bush sem krökkunum er uppálagt að tilbiðja og snerta og hneigja sig fyrir.

Nei mér datt nú bara svona í hug hvort "Íslandsdeild Republikanaflokksins" ætti svona pappadúkku af Bush.......


Glæpurinn....

Ég er nú þegar búin að finna út hver er morðinginn í þessum spennandi myndaflokki. Morðinginn stuðaði mig strax í 1. þætti.

Nú verður spennandi að vita út hvort ég hef rétt fyrir mér.......


Helgarlok

Frekar svona lágreist helgi. Ég var gjörsamlega búin þegar ég kom heim á föstudag. Ég var uppi á Skaga þar sem við samstarfskonurnar vorum með erindi á Umferðarráðsfundi. Við gerðum grein fyrir þeim verkefnum sem Umferðarstofa vinnur að vegna umferðarfræðslu yngstu kynslóðarinnar. Komum ekki í bæinn fyrr en klukkan 19:00. Sofnaði snemma og vaknaði þreyttari á laugardeginum. Treysti mér hvorki á æfingu né að syngja á tónleikum til heiðurs Jóni Þórarinssyni.

Mágur minn eldaði og bauð í mat í gær. Ég hef ekki verið til mikils í dag -bara svona lufsast hér í einhverju speisi.

Horfið þó á Silfur Egils. Svandís var frábær eins og alltaf. En ég skil ekki þessa frjálshyggju gaura. Þeir klifa sífelt á þessu frelsi og hinu frelsi. Ég hef ekki upplifað allt þetta helsi sem þeir eru svona rosalega upptekknir af að ríki hér. Eru þeir bara ekki svona heftir sjálfir...Æ ég veit ekki.

Ætla að taka mig til og drífa mig niður í Dómkirkju þar sem minnst er allra þeirra sem gengnir eru.  Þar syngjum við eflaut eitthvað fallegt. Allra sálna messa í dag


Grín

Ég hef alveg rosalega gaman af Catherina Tate show sem verið hefur í sjónvarpinu undanfarin fimmtudagskvöld.

Týpurnar hennar eru frábærar; Lauren, amman, rauðhærðu flóttamennirnir, Georgie sam safnar pening, Derek (who dear, me dear, gay dear, no dear!) og svona mætti lengi telja. Ég held nú samt að þessi tvö slái öll met......


Ljótt er ef satt er

Ég reyndar efast ekki um heiðarleg vinnubrögð fréttastofu Útvarps. Ég hef hlustað með öðru eyranu á þessa umfjöllun og þetta er vægast sagt ömurlegt
mbl.is Segja vöruverð hækkað þegar ekki er von á könnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afþreyingabókmenntir

Við fórum að sjá Hamskiptin um helgina og nutum vel.

Samferða okkur í leikhúsið var skáfrænka mín hún Nína. Nína er falleg og góð kvennaskólastúlka á 2. ári og fór í leikhúsið vegna valáfanga. Áfangi þessi heitir Afþreyingarbókmenntir. Við fórum eitthvað að spái í þetta - hvor Kafka hefði verið lesin í þessum áfanga - fannst það svona dálítið sérkennilegt.

Nína sagði að skýringin væri sú að sumir hefðu misskilið nafnið á áfanganum og voru ekki alveg viss um hvað ætti að lesa. Þegar þau voru búin að lesa Rauðu ástarsögurnar, Læknasöguna, Sannar ástir Herragarðseigandans (og hvað þær nú allar heita) og Birgittu H. Halldórsdóttur þá voru þau búin að fá nóg og báðu um eitthvað bitastæðara.

 Og þá dugði ekkert minna en Kafka!


Óafsakanlegt

Það er svakalegt að lesa um þvílíkt kæruleysi en því miður er þetta algengara en okkur grunar. Ég hef undanfarin ár unnið á vegum Umferðarstofu við að kanna aðbúnað barna í bílum og því miður sjáum við á hverju einasta ári viðlíka framferði.

Oft eru foreldrar spenntir og fínir en barnið leikur lausum hala eða er í búnaði sem hæfir engan veginn aldri þess. Afsakanir foreldra eru oft á þann veg að þetta hafi verið "svo erfiður morgun" eða "æi þetta er nú svo stutt" eða "hann er alltaf spenntur en vildi ekki fara í leikskólann í morgun svo ég lofaði honum að vera í skottinu"

 


mbl.is Með tveggja ára barn í framsætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er eiginlega að?

Það er ekki við öðru að búast en að slysin séu jafn mörg og jafn hræðileg og raun ber vitni þegar bílstjórar haga sér eins og þess.  Ekki bara sjálfum sér vondur - heldur leggur aðra í hættu.


mbl.is Á 186 km hraða á Jökuldal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband