Afþreyingabókmenntir

Við fórum að sjá Hamskiptin um helgina og nutum vel.

Samferða okkur í leikhúsið var skáfrænka mín hún Nína. Nína er falleg og góð kvennaskólastúlka á 2. ári og fór í leikhúsið vegna valáfanga. Áfangi þessi heitir Afþreyingarbókmenntir. Við fórum eitthvað að spái í þetta - hvor Kafka hefði verið lesin í þessum áfanga - fannst það svona dálítið sérkennilegt.

Nína sagði að skýringin væri sú að sumir hefðu misskilið nafnið á áfanganum og voru ekki alveg viss um hvað ætti að lesa. Þegar þau voru búin að lesa Rauðu ástarsögurnar, Læknasöguna, Sannar ástir Herragarðseigandans (og hvað þær nú allar heita) og Birgittu H. Halldórsdóttur þá voru þau búin að fá nóg og báðu um eitthvað bitastæðara.

 Og þá dugði ekkert minna en Kafka!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband