Kór og eldhús og bústaður

Við hjónin tókum góða rispu í eldhúsinu í gær og hreinsuðum skápa. Talsvert margir ruslapokar með allskonar úr sér gengnu drasli og mat sem var kominn langt yfir síðasta söludag. Ég er verulega kaupheft en núna neyðist ég t.d. til að kaupa mér ný skurðarbretti því ég henti þeim sem tengdamóðir mín átti. Eins eru í skápunum eldgamlar skálar og önnur áhöld sem ég ætla bara að láta gossa. Mér bara einhvernveginn dettur ekki í hug að vera allaf að kaupa.

Nú ætla ég að taka tvo leiðinlegustu skápana - potta- og ruslaskápinn.

Á meðan ætla ég að hlusta á lýsingu frá úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það er gaman þegar síðasta umferðin er svona spennandi og allt getur gerst.

Annars er aðal kanttspyrnu liðið Styrmir sem var að ljúka keppni í Argentínu á óopinberu heimsmeistaraóti homma liða. Samkvæmt Felix Bergssyni þá stóð liðið sig mjög vel og við getum verið stolt af strákunum Smileokkar.

Ég er búin að syngja fallega tónlist - Gulli er að vinna en er kvöldar ætlum við að skjótast austur í heitann pott. Stelpur ætla að vera heim hjá sér með frænda sínum......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Svakalega ertu búin að vera dugleg

Jóna Á. Gísladóttir, 29.9.2007 kl. 16:11

2 Smámynd: Eyþór Árnason

Þú á gott að geta hent einnhverju. Ég get aldrei hent neinu. Frúnni finnst ég klikkaður

Eyþór Árnason, 29.9.2007 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband