Færsluflokkur: Bloggar
18.4.2008 | 07:08
Meirihlutinn sprunginn?
![]() |
Tillaga um sölu á REI? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.4.2008 | 14:39
Aldrei réttlætanlegt
![]() |
Dauðarefsing fyrir að nauðga barni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.4.2008 | 14:17
Hlakka til
![]() |
Ólympíuleikvangurinn sýndur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2008 | 17:14
Stupid is what stupid does
Svona svaraði Forrest Gump þegar hann var spurður hvort hann væri "stupid or something"
Mér datt þetta í hug þegar ég keyrði eftir Sæbrautinni á fimmtudaginn síðasta. Við ljósin rétt við Seðlabankann keyrðum við fram á hóp vélhjólamanna. Á ljósunum tóku þeir af stað svo það rauk úr óæðri enda þeirra og geystust áfram á ofsahraða.
Á föstudeginum var ég að keyra Miklubrautina vesturleið. Móts við Skeifuna sé ég mótorhjól sem ráðsaði milli akreina og fór síðan alla Miklubrautina, þar til því var beygt niður Háaleitisbrautina, á afturhjólinu einu saman.
Í gær keyrði ég Langholtsveginn á leið heim. Rétt neðan við Langholtskirkjuna tók fram úr mér á miklum hraða bílskratti sem setti mig og aðra í mikla hættu. Ég var svo fyrir aftan þennan bíl á næstu ljósum.
Já - er það ekki - Stupid is what stupid does..........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2008 | 13:49
Meistari Woody Allen
In my next life I want to live my life backwards. You start out dead
and get that out of the way. Then you wake up in an old people's home
feeling better every day. You get kicked out for being too healthy, go
collect your pension, and then when you start work, you get a gold
watch and a party on your first day. You work for 40 years until you're
young enough to enjoy your retirement. You party, drink alcohol, and
are generally promiscuous, then you are ready for high school. You then
go to primary school, you become a kid, you play. You have no
responsibilities, you become a baby until you are born. And then you
spend your last 9 months floating in luxurious spa-like conditions with
central heating and room service on tap, larger quarters every day and
then Voila! You finish off as an orgasm!
I rest my case.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2008 | 08:33
15 ára fljóð
Elsku stelpan mín hún Anna Kristín er fimmtán ára í dag.
Þessi morgun fyrir 15 árum var dásamlegur. Fyrirfram ákveðin keisari og þvílík hamingja og þvílík gleði hjá okkur foreldrum.
Stúlkan mín er falleg, há, vel vaxin og rauðhærð. Með hvíta postulínshúð og frekknótt. Ber sig vel og er glaðleg. Hugsar mikið um lífið og tilveruna og er einstaklega barngóð og natin við börn. Elskar systur sína mikið og má ekkert aumt sjá og tárast auðveldlega ef henni finnst einhver eiga erfitt. Er "glögg á fólk" eins og hún segir sjálf. Hún er dugleg á heimilinu og í náminu.
Lífið er ekki alltaf dans á rósum hjá henni. Hún á í miklum námserfiðleikum og fær talsverða einstaklingskennslu og aðlagað námsefni. Það er vel um hana hugsað í Vogaskóla. Svo hefur hún átt við félagslegt einelti að stríða og ekki alltaf átt samleið með bekkjarfélögum.
En næsta ár lýkur grunnskóla hjá henni og þá taka við spennandi tímar. Hún kemur ekki til með að taka samræmd próf en sem betur fer eru margir möguleikar í stöðunni.
Framtíðin er falleg með Önnu mér við hlið.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.4.2008 | 08:24
Þursaflokkurinn
Það var alveg rosalega gaman fyrir norðan um helgina og mikið húsmæðrafrí
Ég var allan laugardaginn í íþróttahúsinu og fylgdist með æfingu hjá krökkunum fyrir keppnina um kvöldið.
Keppnin gekk vel og vonandi sigraði sá besti. Hann er úr Verslunarskólanum.
Þursatónleikarnir byrjuðu rétt upp úr miðnætti. Það skyggði nokkuð á gleði mína að hún Mæja mín var svo lasin að hún komst ekki norður. Hún var lögð inn á föstudeginum með bráða strepptókokka sýkingu og fékk sýkla lyf í æð. Hún er sem betur fer öll að koma til. Þau hjón voru því fjarri góðu gamni.
En tónleikarnir - þvílíkir tónleikar!!!! Þeir félagar voru hreint út sagt stórkostlegir. Spilagleðin endalaust og ótrúlega gott hljóð í þessum litla kjallara sem tekur 250 manns í sæti. Og það var nokkuð spes að vera í svona mikill nálgun. Þeir spiluðu í rúma tvo og hálfan tíma og ég hreinlega sveif út.
Ég trúi ekki öðru en að þetta sé byrjunin á stórfenglegri endurkomu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2008 | 14:04
Halló Akureyri - Akureyri here I come!
Á leið í höfuðstað Norðurlands á morgun.
Ég ætla að hafa umsjón með atkvæðagreiðslu í Söngkeppni framhaldsskólana sem fram fer annað kvöld. Flýg norður í fyrra málið og til baka á sunnudag.
Mikið hlakka ég til!!!
Eftir útsendinguna ætla ég síðan á tónleika Þursaflokksins sem verða á Græna hattinum klukkan 11:55 - hlakka ekki síður til.
Með mér á tónleikunum verða Kristófer frændi minn og kona hans María Heba sem er að leika fyrir norðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.4.2008 | 14:01
Umferðarskólinn
Jæja - allt að verða vitlaust!
Umferðarskólinn fer af stað með pomp og prakt á þriðjudaginn. Allir leikskólar í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Reykjanesbæ og Akureyri heimsóttir í ár eins og fyrri ár.
Og núna bætast við tvö sveitarfélög því við ætlum í víking í Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð. Það verður gaman að heimsækja krakka þar.
Allt er að smella saman - búin að fara yfir tæki og tól og allt á að virka, starfsfólkið yndislega í Bjarkarási er að setja blöð og löggustjörnu í umferðarskóla poka og þá erum við tilbúin!
Foreldrar varið ykkur - það er ekkert prívatlíf sem þið eigið. Við fáum að heyra allt um pabbana sem eru svoooo duglegir og sterkir að þeir geta bæði keyrt og haldið á síma, allt um ömmurnar sem segja að þetta sé svo stutt að ekki þurfi belti, allt um afana sem lofa barninu að vera í framsæti og allt um mömmurnar og varalita sig í akstri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 10:41
Subbu-stelpa
Ég varð vitni að því á leið til vinnu að bílstjórinn í bílnum á undan mér henti í þrígang einhverjum umbúðum - líklegast tyggjbréfum - út um bílgluggann. Þegar við svo keyrðum framhjá bílnum þá sá ég að þetta var ung kona.
Þvílíur sóðaskapur! Hvernig haldið þið að það sé umhorfs heima hjá stúlkunni, eða hvernig haldið þið að hún lykti
Ég er með bílnúmerið - ef þið hafið áhuga.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)