Færsluflokkur: Bloggar

Pirrings blogg.

Mikið djö....er ég pirruð!!!!PinchDevil

Sko þessir bíltjórar sem blokkera götur borga og bæja fá viðhafarmeðferð. Þeim er boðið í nefið af Geir Jóni og drottningaviðtöl í blöðum. Ég man ekki betur en að lopapeysu gengið sem mótmælti á Snorrabrautinni hér um árið hafi verið handtekið og því stungið í steininn. En þessir bílstjóra viteysingar fá að fara hér um allt og ekkert gert. Hvar er Björn Bjarnason núna?

Bílstjórar segja að þetta varði afkomu þeirra. Hátt matarverð varðar mína afkomu. Það er eins og ég sæi Geir Jón bjóða mér í nefið ef ég og fleiri forstöðumenn heimili legðumst á Miklubrautina til að mótmæla. Haldið þið að ég fengi að liggja þar lengi? Ó nei - þá væri BíBí búin að gefa út handtökuskipun

Og svo er viðtal við æðsta vitleysing í DV um helgina. Af hverju er hann ekki spurður hvernig honum hafi gengið að standa skil á vaskinum undan farin ár?

Og meira um mótmæli. Þegar sagt var frá mótmælum vegna Íraks stríðsins á sjónvarpi allra landsmanna, þá var það stutt lesin frétt og ekki einu sinni myndir héðan frá Íslandi með fréttinni. Þó voru þau mótmæli mjög myndræn.

Mig langar að fá svar við því afhverju ekki voru sýndar myndir frá mótmælunum hér?


Blessuð blíðan í dag

Ég, Ari, Bryndís og kötturinn Soffía röltum áðan út í Vogaturn og keyptum okkur ís. Dásamlegt lognið í Vogahverfi. Ari minn ljósið mitt gisti hér hjá okkur í nótt. Baldur lávarður Hjaltason kom og borðaði hjá okkur humarsúpu og nautasteik. Dáldið dukkið af rauðvíni eins og vera ber.

Í kvöld ætla ég í leikhús að sjá Sólarferð. Bíð mömmu minni með því Gulli pulli er að vinna. Þetta er svona leikhúsferð sem starfsmannafélag US stendur fyrir.

Ég er að spekúlera hvor ég eigi að nenna að tuskast eitthvað til í húsinu. Oft var þörf en nú er nauðsyn. En almáttugur hvað mig langar lítið í húsverk. Það er svo margt, margt, margt annað sem hægt er að gera - og það skemmtileg og uppbyggilegt. En alla vega þá verð ég að horfa á Silfrið - ekki spurning.


Hræðilegt slys

Hún er alvarlega slösuð stúlkan sem varð fyrir bíl á Skeiðarvoginum í gærkvöldi. Við erum alveg miður okkar því við þekkjum fjölskylduna og yngri systir súlkunnar er bekkjarsystir Bryndísar og ein af fjórmenningar klíkunni.

Ég er með tárin í augunum.

Ég talaði við Vogaskóla áðan og þar eru börnin að vonum í áfalli. Skólastjórinn er búin að tala við nemendurna og nú kemur að okkur foreldrum að hjálpa þeim að komast í gegnum þessa raun. Eldri stelpan okkar fór út í gærkvöldi og kom heim alveg í sjokki.


Enn um drauma

Þessi í nótt var ekkert sérstaklega skemmtilegurFrown

Mig dreymdi að verið væri að deyða mig með töflum. Ég var búin að taka töflurnar og sömuleiðis tvær aðrar konur sem ég man ekki hverjar voru, en þekkti þær í draumnum.

Við báðum um eitthvað að borða og drekka en ekki var hægt að verða við því, því síðast þegar fólk hafði verið tekið af lífi hafði það ælt lifur og lungum þegar lyfin fóru að virka. Það mátti ekki koma fyrir aftur.

Af einhverjum ástæðum þurfi ég að hringja í kórfélaga minn og ritstjórann Þröst Haraldsson. Þröstur svaraði glaðlegur að vanda og áður en ég gat borið fram erindi mitt þá sagðist hann einmitt hafa verið á leiðinni að hringja í mig því hann væri að skrifa grein um Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og vantaði logo samtakanna og fyndi það hvergi á vefnum. Við ræddum þetta vandamál dágóða stund en fundum enga lausn.

Ég vaknaði áður en ég dó......


Stolið blogg

Þessu stal ég frá vinkonu minni www.kriss1.blog.is

En heimsmálin eru yfirleitt leyst á Mánagötu 12.  Ekkert vantar upp á það...

Bríet: Mamma- er Jesú nýdáinn?

Ég: Nei, nei- það er mjög langt síðan hann dó

Bríet: Nú, en af hverju var þá verið að flagga í hálfa stöng fyrir honum um daginn?

Ég: Það er bara alltaf gert um páskana

Bríet: Hvernig var Jesús á litinn

Ég: Uuu. Það eru nú örugglega skiptar skoðanir á því

Bríet: Hvítur, eins og við?

Ég: Kannski. Kannski halda þeir sem eru fæddir í Kína- eins og Dagbjört Lee að hann hafi verið eins á litinn og þau

Bríet: Já, og krakkarnir í Afríku halda kannski að hann hafi verið svartur eins og þau

Ég: Já, einmitt!

Bríet: Æi, segjum bara að hann hafi verið húðlitaður!

...já er það ekki bara fín lending!


Hvað með þessa drauma?

Mig dreymir mikið og margt og allt í lit. Ég þarf lítið að ferðast því ég flýg (já ég flýg sjálf) heimsálfa á milli og til annara hnatta. Þegar ég lá veik heima um daginn þá var þetta viltara en oft áður.

Í nótt dreymdi mig að ég mætti Birni Bjarnasyni. Hann sagðist hafa lesið bloggið mitt og ég væri víst með ljósa lokka þó svo að aðrir segðu svo ekki vera.

Næst er ég komin í stúdíó og heyri þul á rás 1 kynna söngvara (man ekki hvern). Sá kemur inn í stúdíóið með undirleikara sem reyndist vera Viðar Eggertsson sem spilaði allt utanað.

Kom í ljós að hann var í hálfri stöðu sem undirleikari.

Meira um drauma seinna.


Helgin.......

Arshátíð Dómkórsins var gær og mikið stuð og fjör. Heimatilbún skemmtiatriði og alles. Iðnó er frábært lókal til árshátíðar. Við hjón fórum heim svona um miðnættið enda ég enn slöpp og Gulli að veikjast. Við erum heldru eitthvað til lítils í dag enda bæði lasin.

Ari minn er þó hér á meðan pabbi hans horfir á fótbolta. Mamman á Akureyri að leika í Dobbelduch.

Ég skellti í vöfflur og þeytti rjóma og hóaði í mömmu til að fá sér kaffi og með því á sunnudegi. Dáltið notaleg stemning hér þrátt fyrir slappleka og lasleika. Kvöldinu verður eytt við sjónvarpsgláp.

En vöflurnar sem ég bakaði eru frábærar!!!! Uppskrift frá föðurbróður mínum,  bakarameistaranum á Siglufirði hér forðum.


ER

Ég þakka ljúfar og góðar kveðjur mér til handa í hor og hósta. Þetta er allt að koma..

Ég hef aldrei farið leynt með aðdáun mína á Bráðavaktinni - ER- enda hef ég aðeins misst af tveim þáttum á undanförunum 14 árum. Í London um daginn keypti ég síðan 1. seríuna alla og hvílíkur unaður á að horfaSmile

Það hafa margar skemmtilegar týpur komið við sögu í áranna rás en svakalega er gaman að rifja upp kynni af þeim sem ruddu brautina; Carter, Benton, Green, Hataway, Lewis og Ross. Og ég man enn senur eftir öll þessi ár. Mundi t.d. áðan að strákur sem kom inn með fótbrot reyndist síðan vera með beinkrabba.

Þessir þættir voru líka tímamóta verk hvað varðar hraða, klippingu og hvernig myndavélum var beitt.

Ég man hvað þetta þótti hratt klippt og margir áttu erfitt með að halda þræði. En eitt get ég sagt ykkur; þetta þætti frekar hægt í dag.

Ég er hálfnuð með seríuna og ætla að horfa á nokkraþætti til viðbótar í dag......


Góðir páskar/veikinda páskar

Vorum í kósíheitum í Grímsnesinu um páskana - en ég var bara ekki alveg frísk. Þetta var byrjað á fimmtudag - föstudag og á laugardagsmorgni vaknaði ég með rakvélarblað í hálsinum og hósta. Á páskadag var kominn heill pakki af rakvélarblöðum í hálsinn og hósinn enn verri. Í gær, á annnan dag páska, lagðist ég og ligg enn. Hálsinn er þokkalegur en ég hósta lifur og lungum, það lekur úr augum og nösum, kinnholurnar eru fullar og ég get ekkert annað en legið fyrir og dormað. Ég talaði við hjúkrunarfræðing í morgun og hélt að þar sem ég er á 4. - 5. degi í veikindum þá færi þetta að verða búið. Hún sagði að oft tæki þetta vikuna, eða lengur. En ég er bjartsýn á að ég nái þessu úr mér næstu daga. En þið megið alveg vorkenna mér.....

Þetta voru semsagt rólegheita páskar með súkkulaði áti og öðru áti. Mamma kom á pásakdag og gisti eina nótt. Þann dag skiptum við liði - maður og bróðir voru eftir í bústað og fengu kærkomna hvíld frá kvennamasi, við mamma fórum í messu í Skálholti og stelpur í sund á Borg. Allir nokkuð glaðir. Svo var bara hangið, lesið, spilað yatsi, farið í pott, borðað, lesið upp úr simaskrá og eitthvað sötrað af guðaveigum. Það er dálítið fyndið þegar 5 - 6 manns eru á 45 fermetrum. Það verða allir að láta sér falla og samræðurnar verða einhvernveginn fyndnar og oft á tíðum bullkendar. Ekki hægt að fara á náðir netsins - rétt svo hægt að fara inn í herbergi og lesa en þá heyrir maður allt sem fram fer.

Nú ætla ég sem sagt að láta þessari bloggfærslu lokið og velta mér upp í sófa og horfa á eitthvað gáfulegt af CD diski.........hóst, hóst, snítt, klæjað í eyru, (stelpur - viljið koma með vatnsglas handa mömmu!!)

Ég er svooooooo sexí í dag eins og alla aðra daga...


Takk fyrir blómin Sesselja!

Þegar ég kom úr mat á miðvikudag þá beið þar mín fallegur vöndur af páskaliljum. Kort fylgid með og á því stóð - Kristín Björg, takk fyrir Spegilinn, Gleðilega páska, Sesselja.

Í fyrstu þá skildi ég hvorki upp né niður í þessum blómum eða kortinu. Síðan rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði eitt sinn svarað símanum á umferðaröryggissviðinu og þar var á línunni Sesselja Halldórsdóttir violuleikari með meiru. Við erum málkunnugar frá fyrri tíð og það vildi svo til að ég svaraði þegar hún hringdi. Erindi hennar var að hún býr við Hávallagötuna og þegar keyrt er út þá götu og inn á Túngötu þá er oft erfitt að sjá umferðina sem kemur ofan Túngötu því oft er stórum bílum lagt á stæðið neðan við Kristkirkju. Hún vildi athuga hvort ekki væri hægt að setja upp spegil svo auðveldara væri að átta sig á umferðinni um Túngötuna.

Í framhaldi af símtalinu þá sendi ég þessa fyrirspurn til þeirra sem sjá um þessi mál hjá Reykjavíkurborg. Einhverjum vikum seinna fékk ég svar um að ákveðið hefði verið eftir athuganir að setja spegil upp við þessi gatnamót.

Og spegillinn er greinilega komin á sinn stað!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband