Færsluflokkur: Bloggar
21.3.2008 | 12:31
Messur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2008 | 12:29
Villimenn
Kórsystir mín skyldi bílinn sinn eftir niðrí bæ á miðvikudagskvöld og sótti hann á skírdag. Þegar hún kom að bílnum var búið að skíta á hann!!! Já það var mannaskítur á vélarhlífinni.
Ungur maður sem ég er kunnug er næturvörður á hóteli í miðborginni. Þar kemur fólk og mígur utan í hóteldyrnar og skiptir engu þó starfsmenn reyni að bægja þeim frá. Þá fá þeir gjarnan spurninguna "veistu ekki hver ég er?" Ég get ekki sklið að hland úr einum sé betra en hland úr öðrum.
Þetta er hræðileg villimennska - og hana nú!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2008 | 10:26
19. mars
Í dag er afmælisdagur elsku pabba míns sem hefði orðið 91 árs í dag. Hann var fæddur á Siglufirði 1917 sonur Hannesar Jónassonar bóksala og skálds og Kristínar Bjargar Þorsteinsdóttur húsmóður. Systkini hans vour Hallfríður, Jónída, Steindór og Jóhann.
Pabbi var tvíkvæntur - fyrri kona hans var Hulda Samúelsdóttir. Ekki áttu þau barn saman en pabbi hafði eignast Gunnar Jens 1938. Gunnar er ókvæntur og barnlaus og býr á Sambýlinu Hlíðarvegi 2 á Siglufirði.
Pabbi og mamma - Kristín Pálsdóttir - kynntust í London þar sem hann starfaði sem söngvari og hún sem sendiráðsritari. Mamma er dóttir Páls Þórarinssonar sjómanns og Jensínu Sæunnar Jensdóttur húsmóður. Þau bjuggu lengi í Hnífsdal og þar ólst mamma upp. Seinna sá afi um rafstöð Ísfirðinga.
Pabbi og mamma gengu í hjónaband 16. janúar 1954 og þau eignuðust þrjú börn sem eru:
Páll, almannatengill, kvæntur er Rögnu Pálsdóttur skrifstofumanni hjá TR. Þau eiga börnin Unni Rögnu f. 1984 og Sverri Örn f. 1992.
Kristín Björg er fræðslufulltrúi, skráningarfulltrúi og húsmóðir. Hún er gift Gunnlaugi Þór Pálssyni, dagskrárgerðarmanni á RÚV. Þeirra dætur eru Anna Kristín f. 1993 og Bryndís Sæunn Sigríður f. 1995.
Yngstur er Hannes, kennari og skrifstofustjóri hjá KÍ. Dætur hans af fyrra hjónabandi eru Gunnhildur Vala, f. 1987, Valgerður Anna f. 1992 og Agnes Nína f. 1995. Sambýliskona Hannesar er Sigrún Harðardóttir kennari og starfsmaður KÍ. Dætur Sigrúnar eru Helga f. 1988 og Nína f. 1990
Pabbi dó 3. febrúar 1999.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.3.2008 | 15:32
Hver gefur hverjum hvað?
Á afmælisdeginum dró Gulli upp úr pússi sínu gjöf frá sér og stelpunum.
Ég opnaði full forvitni (og var mjög hissa á að hann skildi geta smyglað þessu út án þess að ég sæi) og í skartgripa kassanum lá fallegt silfurhálsmen með íslenskum steini.
Í undrun minna sagði ég - Nei frá Jens - Guð -
Nei, frá mér og stelpunum - mælti þá minn maður.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2008 | 10:51
Þetta með gáfurnar
"Enginn gefur sér gáfurnar" var mamma Systu vinkonu minnar vön að segja.
Í gærmorgun þegar við vorum að klára að pakka fyrir heimförina þá fannst mér alveg grá upplagt að vera með snyrtitöskurnar okkar í handfarangri.
Þetta varð til þess að við töpuðum tveim sjampó glösum, tannkremstúpu, body lotion, raksápu og sólarvörn í hendur tollvarða á Stansted. Ég hafði þó sérstaklega orð á því við Gulla að það þyrfti að pakka naglaklippunum sérstaklega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2008 | 10:42
Þessi dásamlegi hvunndagur!
Komin heim í heiðardalin og glöð með það.
Gulli fór strax í vinnu eftir heimkomu í gær - það er stór skákupptaka hjá honum í dag.
Ég fór heim og knúsaði og kyssti Önnu Kristínu og dró fram Lundúnar góssið. Allt passaði og var virkilega flott á stelpunni.
Klukkan 18:00 byrjaði danssýning hjá Bryndísi í Borgarleikhúsinu og hún þetta var mjög metnaðarfull sýning. Milli sýninga hittum við snúlluna og hún fékk sinn skammt af knúsi og klappi og kossum frá mömmu og pabba.
Ég fór á læknavaktina með Önnu því hún hefur haft mikinn verk í ristinni. Eina sem læknirinn gat ráðlagt var að hlífa fætinum meira. Keyptum hækju.
Í morgun var gaman að vakna með stelpunum og rassakastast með þeim á baðinu. Þær fóru í nýjum fötum í skólann og voru svooooooo yndislegar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2008 | 16:19
Nu er eg fimmtiu ara og eins dags og enn mjooooog falleg
Afmaelisdagurinn minn var ummmmmm godur.
Vitdi hvad! Tegar vid gengum fra Embankment og yfir ana ta hringdi Hannes brodir minn af koraefingu og allur korinn song fyrir mig afmaelis songinn. Eg taradist.
TAKK ELSKU DOMKOR!!!!
Vid hittumst vid London Eye og forum tadan a Mariott hotelid sem er i naesta husi. Tar var ekta kampavin, snarl og setid i otrulega flottu umhveri i eina trja tima. Tetta vorum vid hjon, Walter, Steve og Inga Huld.
Komin nidur i Soho um 18:00 og tar drakk eg fyrst Mojito kokteil aevi minnar. Og tetta var ekki tad eina fyrsta.
Vid bordudu a Libonskum stad - fyrsti Libanski matur minn.
Og bidid bara - tad kom otrulega flott og falleg magadansmaer og bumbuslattar madur og skemmtu okkur. Afmaelis barninu var bodid i dans og let ekki segja ser tad tvisvar.
Tarna var komin fyrst magadansinn. Svona professional. Gaman, gaman, gaman. Og sannar ad tad er aldrei of seint ad byrja.
Vid vorum grutuppgefin eftir daginn og leidir skildu svona um 11:00.
Mikid kyss og knus i Leister Squere Underground. Inga Huld for til Cambrideg, drengirnir til Wimbelton og vid a Vicoria staton.
I dag er leti dagurinn - forum seint a faetur og eigum patad a Sarastro klukkan 20:00
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
7.3.2008 | 16:45
Fjorutiu og niu ara i dag og enn falleg
Buid ad vera yndislegt hja okkur hjonum. I gaer bordudum vid a TAMARIND alveg hreint otrulegum indverskum stad i Mayfair. Tad la vid ad vid fengum ekki bord tvi eg pantadi gegnum vefsidu en best er panta beint hja stadnum. En af tvi ad vid vorum a ferd klukkan 6 ta bjargadist tetta. Alls ekki dyr stadur en besti indverski sem eg hef komid a, enda med eina Michelin stjornu. Gott Chinati med matnum. Vid vorum komin snemma i hattin enda half luin eftir ferdina.
I dag vorum vid komin a stja uppur 10 og nu voru tad budirnar. Eg er buin ad kaupa heilan helling a stelprnar og taer verda gladar. Bordudum franska lauksupu og risotto a Cafe des amis i Covent garden.
Vid forum i LFS = London Film School, sem er gamli skolinn hans Gulla. "Her breytist ekkert"
I kvold atlum vid ad hitta Walter og Steve svona um atta og tjutta daldid.
A morgun verd eg fimmtiu ara og enn falleg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.3.2008 | 07:28
London calling
London handan við hornið. Þar verðu gaman. Ég er búin að panta borð á flottum indverskum stað sem er með Michelin stjörnu. Það eru þúsundir indverskra í London og ég ætla ekki að ramba inn á einhvern miður góðan. Svo er ég búin að panta á ítölsum stað sem heitir Sarastro. Þar er víst ágætis matur og lifandi tónlista á sunnudagskvöldum því þá skemmta söng nemendur. Og umhverfi staðarins er víst ævintýralegt.
Það er verið að reyna að finna fyrir okkur miða á Tottenham leik á sunnudag en það lítur ekki vel út.
Svo er við auðvitað búin að kaupa miða á The Sound of Music.
Á stóra b-deginum verður gaman. Þá ætla ég að hitta Steve og Walter mína elskulegu vini og svo er frábært að vinkona mín Inga Huld Markan ætlar að koma frá Cambridge og vera með okkur.
Dagurinn byrjar á kampavíns lunch, síðan ætla ég að fara í London eye, fara og skoða húsið sem foreldrar mínir bjuggu saman í í London og syngja karíókí.
Og eflaust geri ég eitthvað fleira sem bæði sæmir og sæmir ekki 50 ára konu.
Hér heima ætla stelpur, frændi í kjallaranum, amma og kisa að passa hvert annað og passa húsið.
En það besta við að fara að heiman er að koma heim - ekki satt.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)