Færsluflokkur: Bloggar
2.5.2008 | 08:44
Dresden
Það er frá svo mörgu að segja því þessi ferð var hreint út sagt stórkostleg. Mig langar aðeins að segja frá sunnudeginum síðasta, 27. apríl, en þann dag sungum við í hinni endurbyggðu Frúarkirkju.
Það var spenntur og prúðbúin hópur sem beið fyrir utan gististaðinn rétt fyrir klukkan 09:00 á fallegum sunnudegi. Þegar til kirkju kom þá tóku við æfingar og uppstillingar fyrir messuna sem byrjaði klukkan 11:00. Í messunni sungum við meðal annars Ég hef augu mín til fjallana eftir Þorkel Sigurbjörnsson (sem var í fylgdarliði kórsins) og Jesús Maríuson eftir Hjálmar Ragnarsson. Við sáum líka um að leiða söng og það var mjög gaman enda hljómur kirkjunnar hreint út sagt stórkostlegur. Alveg hárfínn endurómur.
Við höfðum deginum áður skoðað kikjuna undir leiðsögn kantorsins Matthíasar og heyrt sögu hennar og ýmislegt annað áhugavert. Þá prófuðum við líka aðeins að syngja og það var stór stund.
Messusöngurinn gekk vel og uppúr tólf hittum við maka og önnur viðhengi og fengum okkar léttan hádegisverð.
Klukkan tvö söfnuðumst við síðan saman við inngang A - stóra stundin var að renna upp.
Næsta klukkutímann þá æfðum við dálítið, stilltum okkur upp, hituðum okkur upp og undirbjuggum okkur eins vel andlega og líkamlega og við gátum fyrir stóru stundina.
Á slaginu þrjú gegnu söngvararnir 70 á pallana og söngdagskráin hljómaði - hvert verkið tók við af öðru, allt frá Bach til Báru Grímsdóttur. Uppselt var á tónleikana strax í janúar og hlustuðu yfir 1000 manns á okkur.
Tvisvar settumst við niður, fyrst til að hlusta á prestinn og síðan spilað kantorinn Matthías stórt og mikið verk eftir Mendelson.
Tónleikunum lauk um klukkan 16:00. Síðasta verkið var fallegt Agnus Dei eftir Þóru mína Marteinsdóttur. Þegar að síðasta tóninn ómaði þá var mér allri lokið. Eftir allan þennan undirbúning, spennuna, fegurðina, dásemdina og dýrðina þá trilluðu tárin niður kinnarnar. Ég fékk klapp á bak og tissjú frá kórfélögum og jafnaði mig þegar út var komið.
Þar tóku við veraldlegar tónsmíðar bæði innlendar og erlendar og það var fjölmenni sem hlustaði á okkur í glampandi sóskini.
Það var mikið tjútt sem tók við - máski segi ég frá því seinna - en eitt get ég sagt ykkur og það er að þessi kór kann svo sannarlega að skemmta sér saman
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2008 | 09:57
Þó fyrr hefði verið!
![]() |
Lögregla hótar handtökum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
23.4.2008 | 08:40
Er maðurinn blindur?
![]() |
Sturla: Verð ekki var við gagnrýni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.4.2008 | 08:38
Ný greining
eru eftirfarandi:
Í gær ákvað ég að drífa mig í að þvo bílinn. Þegar ég var á leið út í bílskúr,
sá ég að pósturinn lá í forstofuganginum. Best að skoða póstinn áður en ég þvæ
bílinn, segi ég við sjálfa mig. Ég legg bíllyklana á hilluna í ganginum og geng
fram í eldhús. Ég flokka póstinn, kasta auglýsingabæklingunum í dagblaðakörfuna
og sé þá að hún er orðin yfirfull. Því legg ég reikningana og eitt bréf sem
inniheldur könnun með svarblaði á eldhúsborðið og ákveð að rölta með blöðin út
í gám. Þar sem ég geng hvort eð er framhjá póstkassa um leið og ég fer með
blöðin í pappírsgáminn, ákveð ég að taka með mér svarblaðið frá könnuninni og
skella því í póstkassann í leiðinni. En fyrst þarf ég penna til að fylla út
svarblaðið. Pennarnir eru í skrifborðinu í vinnuherberginu, svo ég fer þangað inn og finn flösku með ávaxtasafa á skrifborðinu. Ég ákveð að setja flöskuna með
ávaxtasafanum til hliðar svo ég reki mig ekki í hana og helli niður við leitina
að pennanum. Þegar ég tek flöskuna upp finn ég að ávaxtasafinn er volgur. Hann
þarf að fara í ísskáp svo hann skemmist ekki, hugsa ég. Á leiðinni inn í eldhús
með ávaxtasafann sé ég blómavasa sem stendur á símaborðinu.
Ég sé að ekkert vatn er eftir í vasanum og að blómin eru farin að visna svo ég
set ávaxtasafann frá mér á borðið til að taka upp vasann. Þá kem ég auga á
lesgleraugun mín sem ég hafði leitað að allan morguninn. Það er best að ég
leggi þau á skrifborðið þar sem ég finn þau aftur hugsa ég, en fyrst ætla ég að
gefa blómunum vatn. Ég legg því frá mér gleraugun í gluggann við vaskinn og set
vatn í vatnskönnu. Þá sé ég allt í einu fjarstýringuna fyrir sjónvarpið. Einhver hafði lagt hana frá sér á boðið við vaskinn. Hmm, þegar við ætlum að horfa á sjónvarpið í kvöld
eigum við eftir að leita að fjarstýringunni og engin man eftir því að hún
liggur á borðinu við vaskinn, hugsaði ég. Ég ætti að leggja hana við sjónvarpssófann
þar sem hún á að vera, en fyrst ætla ég að vökva blómin.
Þegar ég helli vatninu í blómavasann, tekst ekki til betur en svo að mestur
hluti þess lendir á borðinu og rennur þaðan niður á gólf. Ég legg
fjarstýringuna frá mér upp í hillu fyrir ofan símaborðið og sæki tusku til að
þurka upp vatnið. Síðan geng ég aftur út í forstofuganginn til að reyna að muna
hvað ég hafði upphaflega ætlað mér að gera.
Alla vega var bíllinn enn óþrifinn um kvöldið, það var ekki búið að fara með
svarið við skoðanakönnuninni í póst, það stóð flaska með volgum ávaxtasafa á
símaborðinu, blómin voru dáin, ég hafði týnt fjarstýringunni fyrir sjónvarpið,
ég fann ekki gleraugun mín og hafði ekki hugmynd um hvar ég lagði frá mér
bíllyklana. Í dag hef ég brotið heilann um af hverju ég kom engu í framkvæmd í gær. Mér finnst
það með ólíkindum, því ég veit að ég var að allann daginn og var gjörsamlega
úrvinda. Ég geri mér grein fyrir að ég glími við alvarlegt vandamál og að ég verð
að leita mér aðstoðar, en fyrst ætla ég að skoða tölvupóstinn minn.
Getur þú verið svo elskuleg/elskulegur að gera mér greiða? Sendu þetta bréf til
allra sem þú heldur að þurfi á greiningu að halda, ég man ekki hverjum ég er þegar
búin að senda það.Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2008 | 16:43
Tónleikar með frábærum tónlistarmönnum til styrktar góðu málefni.
Tónleikar til styrktar hljóðfærakaupum fyrir börn í flóttamannabúðum í Palestínu:
TÓNLEIKAR Tónleikar til fjármögnunará hljóðfærakaupum fyrir
börn í Balata flóttamannabúðunum
í útjaðri Nablus í Palestínu verða
haldnir í Neskirkju sumardaginn
fyrsta. Á tónleikunum munu Víkingur
Heiðar Ólafsson píanóleikari,
Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari
og Arngunnur Árnadóttir
klarinettleikari koma fram.
Þetta kom til vegna þess að ég
fór til Palestínu um jólin og heimsótti
meðal annars þessar flóttamannabúðir
sem eru einar þær
stærstu á svæðinu, segir Þorbjörg
Sveinsdóttir, forsvarsmaður
tónleikanna. Hún segir mann í
sjálfboðavinnu kenna börnum að
spila á hljóðfæri í æskulýðsmiðstöð
sem rekin er í flóttamannabúðunum.
Kennt sé á eitt rafmagnsorgel
og tvær fiðlur. Svo
mér datt í hug að halda tónleika til
að kaupa hljóðfæri handa þeim.
Þá vonast Þorbjörg einnig til að
geta styrkt barnaskóla á svæðinu.
Tónleikarnir verða á fimmtudaginn
í Neskirkju og hefjast þeir
klukkan 20. Aðgangseyrir að tónleikunum
er 1.500 krónur en allur
ágóði rennur til söfnunarinnar. Þá
gefa allir þeir sem að tónleikunum
koma vinnu sína auk þess sem
Neskirkja gefur afnot af kirkjunni.
Ef fólk vill styrkja þetta
frekar er hægt að leggja inn á
reikning 0311-13-700826, kennitala
280484-3429, en takmarkið er
að fylla kirkjuna, segir Þorbjörg.
- ovd
Tónleikar til styrktar hljóðfærakaupum fyrir börn í flóttamannabúðum í Palestínu:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 16:11
Halló, halló
![]() |
Missti stjórn á skapi sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.4.2008 | 16:10
Stoppa þetta!
![]() |
Ósáttir við myndatöku lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2008 | 16:07
Þetta helst
Það var ljómandi skemmtilegt viðtalið við Hildi Helgu í sjónvarpinu um daginn - kannski ætti að taka þessa þætti upp aftur? Margt vitlausara hefur verið gert.
Það var dálítið skrítið þegar þeir slógu þessa þætti út af borðinu. Þeir þóttu skemmtilegir og höfðu mikið áhorf. Einhver sagði að Rúnar Gunnarsson sem byrjaði sem dagskrárstjóri rétt áður en þeir voru teknir úr loftinu hefði hvorki þolað Hildi Helgu né þessa þætti og því ákveðið að slátra þeim - meira veit ég ekki......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2008 | 11:30
Dresden
Við höldum til þessarar miklu menningarborgar á fimmtudag og syngjum í Frúarkrikjunni sem er ný endurbyggð og endurvígð. Dresden var bombarderuð í lok seinni heimstyrjaldar og eiginlega óskiljanlegt að það skyldi gerast. Þjóðverjar voru gott semer búnir að tapa stríðinu og það hefur stundum við talað um þessa árás sem Hirosima Evrópu.
Ekki varð það borginni til góðs að vera undir stjórn kommúnista í 40 ár og það verður gaman að sjá uppbygginguna. Rústir kirkjunnar minntu á þessa skelfilegu tíma og það er 10- 15 ár síðan farið var að safna fyrir uppbyggingu og kirkjan var endurvígð. Notaðir voru þeir heillegu steinar sem til voru og er það víst sérlega áhrifaríkt að sjá þessa gömlu steina innan um þá nýju. Það komu nokkrir breskir hermenn að byggingarvinnunni - sumir þeirra höfðu tekið þátt í að sprengja hana.
Marteinn kórstjórinn okkar er frá Meisen sem er skammt frá Dresden. Hann er fæddur 1939 og man og sá þegar Dresden brann.
Það verður stórkostegt að syngja í kirkjunni. Við syngjum bæði við messu á sunndagsmrgninum og síðan eru tónleikar klukkan 15:00.
Það er stór hópur sem fer. Kórinn er óvenju stór, 70 manns, og svo fara nokkrir makar með. Einnig prestar og kirkjuhaldari Dómkirkjunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2008 | 11:17
Snáði Snáðason
Þetta nafn fékk Ari minn frá okkur mægðum þegar hann var lítill púki. Nú er hann STÓR púki og dundar á stofugólfinu hjá mér. Hann vaknaði heldur snemma fyir minn smekk.
Hann segist vera stór. Við vorum allavega að raula lagið um hann Ara sem er lítill átta ára trítill og ég spurði minn Ara hvort þetta lag væri um hann. "Nei, ég er ekki lítill"
Við gerðum tilraun til að vekja unglinga heimilisins áðan. Frá eldri hrúgunni kom eitt atkvæði - "ÚT" - og svo var breytt yfir haus.
Þetta er búin að vera ósköp róleg og góð helgi. Rólegri en sú síðasta þegar ég var norðan heiða.
Það var löng kóræfing i gær því við höldum utan á fimmtudag. Eftir æfingu fórum við stelpurnar til mömmu sem er með kvef og hósta heima. Hún sendi okkur heim með afgang af laxi handa Soffíu. Nei, nei gikkurinn sá lítur ekki við þessum eðalfisk.
Genverðugur köttur.
Ég ætla að horfa á Silfrið - vonandi verður fútt og fjör.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)