20.2.2008 | 08:16
Slysadeildin
Hringt úr Vogaskóla klukkan 08:30 í gærmorgun. Anna Kristín hafði dottið í tröppum í skólanum og fann mikið til í fætinum. Mamman sleit fundi sem var að byrja og brenndi eftir barninu. Á slysadeildinni kom í ljós að brotnað hafði bein í ristinni á stelpunni minni. Og nú er hún í gifsi frá tám og upp að hné. Sem betur fer er þetta létt plast gifsi og hún mátti stíga í það rúmum klukkutíma eftir að það var sett á.
Hún er heima snúllan og lætur fara vel með sig enda búin á því í gærkvöldi. Hún tók verkjartöflur áður en hún fór að sofa og var sem betur fer verkjalaus í nótt. Enginn skóli samt í dag og á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.2.2008 | 08:11
"Ísland, best í heimi"
Ekki er ég hissa á þessu. Auðvitað vill fólk snúa aftur heim til föðurlandsins þó að það hafi neyðst til að fara að heiman í atvinnuleit.
Ég skildi aldrei þessa umræðu að Ísland væri nú bara svo frábært að um leið og fólk kæmi hingað einu sinni þá yrði ekki aftur snúið. Flestir kjósa að búa heima hjá sér þó svo að ævintýramennska eða atvinnuleit leiði þá til annara landa tímabundið.´
Ekki áttu nú vesturfararnir sjö dagana sæla í nýja heiminum og þeir sem fóru til Ástralíu á sínum tíma hafa örugglega verið afar ósáttir við að flýja Ísland vegna atvinnuástandsins
![]() |
Pólverjar snúa í auknum mæli aftur heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2008 | 09:28
Á rauðu ljósi
Ég hlustaði í gær á Hjálmar Hjálmarsson ræða við Pál bróður minn og seinna líka Ásgeir Tómasson. Þátturinn var á Rás 2 í tilefni 25 ára afmælis rásarinnar. Skemmtilegt viðtal.
Loka lagið var frábært lag frá Mannakornum "Á rauðu ljósi"
Þegar ég vann sem skrifta hjá sjónvarpinu með Tage Ammendrup þá unnum við að menningarþætti sem Sveinbjörn I. Baldvinsson stjórnaði og eitt sinn þá bjuggum við til tónlistarmyndband við þetta lag - Á rauðu ljósi.
Fyrir einn þáttinn þá gerðum við myndband við lag Grafíkur - Þúsund sinnum segðu já.
Þetta voru nú ekki flókin eða fyrirferðarmikil myndbönd en mikið rosalega var gaman að vinna að þessu og þau voru bara nokkuð góð þó svo að ekki hafi verið mikið í lagt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2008 | 07:45
Fögnður og helgin
Ari hinn dásamlegti gisti hjá okkur aðfarnótt laugardags. Hann var fallegur, góður og skemmtilegur. Í gleðinni yfir að hafa haft Ara strauk ég manni mínum ofur blíðlega um bak og lendar og hvíslaði hvort við ættum ekki að búa til barn og bæta í hópinn. Alveg steingleymdi ég því að ég á þrjár vikur í fimmtíu árin og svo er ég vita leglaus.....
Annars var helgin skemmtileg, skemmtileg. Eftir kóræfingu á laugardeginum drifum við okkur austur í bústað. Sú eldri fór með en hin yngri þurfti að sinna félagslífinu. Anna Kristín fór ekkert í grafgötur með að hún ætlaðist til dekurs í bústaðnum og keypt var nammi og snakk. Síðan var eldað nautakjöt og brokkolí, farið í heitann pott og uppáhalds rauðvínið drukkið - Reserva ducale.
Í gærkvöldi fór ég með mömmu í óperuna að sjá La Traviata.
Það var mjög gaman en rosalega brussuleg uppfærsla. Söngurinn var fínn og sérstaklega var gaman að heyra í Tómasi Tómassyni bassa sem var flottur í hlutverki pabbanns. Dúettinn milli hans og Víolettu var æði!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2008 | 07:39
Kórar og kirkjur
Kórinn minn undirbýr nú för til Dresden. Við ætlum að flytja sérlega fallega tónlist og að sjálfsögðu er það kirkjutónlist, við erum nú einusinni kirkjukór.
En það sem er sérkennilegt er að við megum ekki flytja of mikið af tónlist til dýrðar Maríu móður Jesú. Það passar ekki í kirkjum mótmælenda. Samt heitir kirkjan sem við syngjum í Frúarkirkjan.
Svo hafa mótmælendur ekki átt greiða leið inn í kaþólskar kirkjur með sína tónlist.
Svo erum við hissa á öllu trúarbragðastríði!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2008 | 07:26
Karlmennska
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2008 | 14:06
Forsetapróf
Var að taka eitt af þessum prófum vegna forsetakosninganna. Niðurstaðan er sú að ég aðhyllist helst Obama en síst Huckabee.
Ég er nú eiginlega ekkert hissa á þessu......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2008 | 06:54
Sorg
Svo sannarlega er þetta sorgarviðburður.
Það sem er hræðilegt í stöðunni er að NRA eru líklegast búin að finna sér nýjan stað til að funda, líkt og þau gerðu eftir voðaverkin í Columbine.
![]() |
Sex létust í árás á skóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 10:43
Forsetakosningarnar.....
Hvernig hugsa kjósendur í USA?
Við áttum langar og miklar samræður á laugardagskvöldið þegar Baldur Hjalta var hjá okkur í mat. Hann ferðast geysilega mikið og les erlend blöð ákaft. Svo er hún Linda konan hans og vinkona okkar frá Texas og svört á hörund. Saman eiga þau Bjarna Mikael sem er að verða 22ja ára og svo ættleiddu þau Veroniku Sólrúnu frá Tælandi. Hún er á 13. ári. Semsagt ansi litskrúðug fjölskylda og frábært fólk. Linda og Veronika búa í Kaliforníu yfir vetrartímann.
Baldur var hræddastur um að þegar meðalmaðurinn í Bandaríkjunum stendur í kjörklefa í haust og getur valið um svartan mann/konu vs. hvítan karlmann - þá springi þeir á limminu og exi við það þekkta - hvítan karlmann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2008 | 08:50
Samsæriskenning, samsæriskenning
Þessi er búin til á mínu heimili: Það er búið að kalla Markús Örn heim frá Kanada í stöðu sem ekki hefur verið auglýst til að rýma fyrir Villa Vill - hann verður semsagt sendiherra í Kanada í haust þegar hann er "tilbúin" að fara frá borginni.
Hvernig er þessi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)