Mikið hlakka ég til

Ég er búin að tryggja mér miða. Ég ætla með Hannesi bróður mínum og hans fjölskyldu því Gulli minn verður fjarri góðu gamni. Hann verður í Kína að keppa í frjálsum æfingum á sláSmile
mbl.is Miðar á Clapton að seljast upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að taka vinnuna með sér út um allt...

Ég er að nokkru leiti búin að skipta um starf í vinnunni og er komin að hluta í slysaskráningu. Þar lesum við lögregluskýrslur mjög vel og vandlega og skráum niður eftir flóknu kerfi. Til að átta okkur á hvernig slysin verða þá styðjumst við við myndir til að sjá hvernig afstaða bíla er í hverju óhappi fyrir sig.

Ég hef um helgina staðið sjálfa mig að því að hugsa um afstöðu ökutækis míns og annara með tilliti til þessa ef slysi yrði. Þetta er óneitanlega dálítið skrýtið að hugsa  - já þetta er 410, eða 340. Allt eftir því hvaða númer hvert óhapp hefur.


Hormónaflæði

Hér hafa unglingsstúlkur haft aðsetur um helgina. Fjórar stúlkur á 13. aldursári.

 Bryndís og vinkonur hennar hafa verið saman síðan 16:00 á föstudag. Þá gistu þær hjá einni úr hópnum og í gær var skipt um samastað og hér var gist í nótt. Og farangurinn sem fylgdi stúlkunum var ekkert lítið.

Það var rosalega gaman að hafa þær. Þær tjilluðu, gláptu á sjónvarp, puntuðu sig og átu snakk. Og lýstu því yfir að þetta ætti að vera strákalaus helgi. Ég var mjög ánægð með að þær sögðu ekki karlmannslaus helgi. Samt voru nú nokku skólabræður komnir á tröppurnar i morgun og einhver símtöl fóru á milli.

Mamma þeirrar sem þær gistu hjá fyrri nóttina hringi hingað í gærkvöldi og við skemmtum okkur vel yfir uppátækum stúlkanna. Hún bauð fram hjálp ef hormónaflæðið yrði óviðráðanlegt.

Þær enduðu siðan tvegga sólahringa samveru með því að fara í Kringluna. Mikið varð hljótt og rólegt i húsinu. Gulli og bróðir í kjallaranum fóru í Ikea og Anna Kristín með. Ég var ein heima með helgarblöðin og þvottavélina. Þvílík dýrð. 


Junó - frábær mynd

Mæli svo sannarlega með þessari mynd. Ég og sú eldri fórum í gær.

Fjallar um erfitt og vandmeðfarið mál - ótímabæra þungun unglingsstúlku. En  stúlkan hefur val og aðstandur hennar styðja hana og virða val hennar. Svona eins og á Íslandi. Ef stúlka verður ólétt og vill eiga barnið þá slá ættingjar og vinir skjaldborg um hana og hjálpa henni eftir fremsta megni. Í USA þá er skömmin slík að stúlkur hafa ekkert val. Fóstureyðing er eina sem kemur til greina.

Mér þótti grunsamlegt að þegar ég var við nám úti þá var ekki ein einasta stúlka í 5000 manna háskóla ólétt.

 

 


Það er nauðsynlegt að hlæja

http://www.hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_id=51208&f_id=1785

Maskara sig fyrir Guð

Rétt fyrir messu í gær þá dró ég upp snyrtibudduna og setti á mig smá maskara og varalit. Einhver kór systir spurði hvort ég væri að punta mig fyrir Guð. Ég taldi nú ekki svo vera - Guði væri slétt sama hvernig ég liti út, erum við ekki öll hans börn samkvæmt boðskapnum.

Þannig hef ég alltaf skilið það. En það eru sumir sem vilja meina að Guð elski suma meiri en aðra. Kristnir íhaldsmenn sem eru eitur í mínum beinum.

Þeir sem eru fylgjandi dauðarefsingu - auga fyrir auga - stríðsrekstri í nafni Guðs og aðrir sem túlka biblíuna sér og sínum málefnum í hag.

Það er ekki mikill kristilegur kærleikur sem þetta fólk sýnir.....


Kvennablómi

Fór í kaffi og rjómapönsur til mömmu í gær. Þar var mikið kvennager því auk mín og stelpnanna voru stelpurnar hans Hannesar bróður þar:

Kristín Pálsdóttir 81 árs, Kristín Björg 49 ára (ennþá) Gunnhildur Vala 20 ára, Valgerður Anna 15 ára, Anna Kristín 14 ára, Bryndís Sæunn Sigríður 12 ára og Agnes Nína 12 ára.

Sátum og spjölluðum um daginn og veginn og rifjuðum upp skemmtilegar sögur af þeim stelpum.


Jólabækurnar

Ég er búin að lesa bókina eftir Arnald og einnig Óreiða á striga eftir Kristínu Marju. Hvortveggja fínar bækur. Nú er ég að lesa Minnisbók Sigurðar Pálssonar og hef gaman af. Lifandi frásögn frá skemmtilegum tíma. Ég kynntist Sigurði lítillega þegar ég var skrifta hjá Sjónvarpinu 1983 - 1985. Man ekki eftir öðru en að þau kynni hafi verið ánægjuleg. Þetta var þegar ég fór með fríðu föruneyti til Akureyrar og við mynduðum atriði úr Edith Piaff. Edda Þórarinsdóttir í aðalhlutverki.

Næsta bók er nýja bókin hans Þráins Bertelssonar.

Guði sé lof fyrir Gegni og SólheimasafniðSmile


Hér er allt að verða vitlaust!

Í dag er svuntudagur á Umferðarstofu. Allir taka til á sínum vinnusvæðum og skrifstofum og skúra, skrúbba og bóna.

Til að gera þetta skemmtilegt er þemadagur. Hver hæð valdi sér þema og svo er samkeppni um hvaða hæð er flottust.

Við á annari hæð erum með heimsþema. Hjá mér og samstarfskonu minni minnir allt á Bretland. Svo má finna hér Mexíkó, Kína, Danmörk, Rússland, Noreg, Frakkland, Kúbu og GTMO. Við erum búnar að útvega okkur te og After eight. Svo er ég með gríðarlega flotta drykkjarkönnu sem var keypt fyrir mig þegar Charles og Camilla gitu sig. Hún er meira að segja raritet því að dagsetningin á henni er dagurinn þegar fresta þurfti brúðkaupinu vegna dauða páfa.

Fyrsta hæðin er með sólstranda-þema og þriðja hæðin er með svefn-þema - líklegast svona út af 15 mínútna auglýsinga herferðinni okkar. Ég held að allir verði þar á náttfötum síðdegis.

Eftir vinnu er svo djamm og djús.........


Tilboð sem ég get ekki hafnað

Sú yngir spurði um daginn hvort hún gæti ekki fengið sína eigin óhreinatauskörfu inn til sín svo hún gæti séð sjálf um að þvo sín föt.

Ég ætla að taka hana á orðinu.

Er þetta ekki frábært af barni á 13. ári?

Málið er að henni finnst óhreini þvotturinn sinn liggja ansi lengi í taukörfunni áður en hann er þveginn........


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband