Á rauðu ljósi

Ég hlustaði í gær á Hjálmar Hjálmarsson ræða við Pál bróður minn og seinna líka Ásgeir Tómasson. Þátturinn var á Rás 2 í tilefni 25 ára afmælis rásarinnar. Skemmtilegt viðtal.

Loka lagið var frábært lag frá Mannakornum "Á rauðu ljósi"

Þegar ég vann sem skrifta hjá sjónvarpinu með Tage Ammendrup þá unnum við að menningarþætti sem Sveinbjörn I. Baldvinsson stjórnaði og eitt sinn þá bjuggum við til tónlistarmyndband við þetta lag - Á rauðu ljósi.

Fyrir einn þáttinn þá gerðum við myndband við lag Grafíkur - Þúsund sinnum segðu já.

Þetta voru nú ekki flókin eða fyrirferðarmikil myndbönd en mikið rosalega var gaman að vinna að þessu og þau voru bara nokkuð góð þó svo að ekki hafi verið mikið í lagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.2.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband