Elías Mar

Hjálmar Sveinsson sem skrifaði sögu Elíasar Mar hefur eftir honum að hann - Elías - minni okkur á að við getum valið okkur vini og bandamenn
mbl.is Kína hjálpaði Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

500 - 2500

Þetta samtal landlæknis og Jónínu Ben var mjög sérkennilegt að hlusta á. Auðvitað er alltaf gott að fá "spark í rassinn" - veit ég það nú manna best. En að ætla fólki að borða 500 hitaeiningar á dag getur nú varla talist gott.  Þetta eru hungurmörk. Og fyrir þá sem hafa gjarnan nærst á 2000 - 3000 hitaeiningum á dag í mörg ár og ekki gengið lengra en út í bíl í jafnlangan tíma - að borða svona lítið og hreyfa sig talsvert hlýtur að vera rosalegt sjokk.

Góður og fallegur dagur

Já svo sannarlega er hann það! Og mikið er ég glöð yfir nýju lögum um hjónaband einstaklinga. Mér finnst reyndar alltaf jafn undarlegt þegar þeir sem kenna sig sem mest við Krist geta sýnt þessa líka rosalegu mannvonnsku. Mér var kennt það ungir stúlku að Kristur vildi fá alla til sín - tollheimtumenn, fariseia, homma og lespíur. En það er undarleg túlkunin sú að kynhneigð skuli á einhvern hátt getað gert suma þess verðuga að ganga í guðshús en ekki aðra. Afhverju ekki konur, börn, karla, fatlaða, ófatlaða? Nei - við skulum banna samkynhneigðum að fá blessun prests. Hver fann upp á þessu eiginlega?

Til hamingju

Ég óska okkur öllum til hamingju með þessi nýju lögSmile  Nú þurfa klerkarnir að taka til hjá sér.
mbl.is Hjúskaparlög samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvöldmatur

Ég horfði á mánudag á breskan þátt um aldamótabörnin. Þar kom fram að mörgum reynist erfitt að safna fjölskyldunni saman til kvöldverðar. Enda ekki alltaf auðvelt. Ég hætti fyrir löngu að reyna að hafa kvöldmat snemma og að skvekkja mig á ef það tókst ekki. Gulli vann oft frameftir og ég hefði endað eins og hertur handavinnupoki ef hefði reynt að halda í einhvern tíma. Nú eru stelpurnar í íþróttum á kvöldmatatíma og svona líta kvöldin út: Á þriðjudögum og fimmtudögum er Anna Kristín búin í fimleikum klukkan 19:30 og Bryndís mætir í karate klukkan 20:15. Á miðvikudögum og föstudögum er Bryndís í karate milli 18:00 og 19:00. Og það sem gerir þetta enn flóknara er að stúlkurnar ganga eða taka strætó svona í flestum tilvikum. En einhvernveginn tekst okkur nú að halda okkur gangandi og saman....


Hlustað

Í júlí þá fór ég í kerlingarferð í sumarbústað. Ég keyrði ein á áfangastað og heim aftur. Einn og hálfur tími hvora leið. Það er ekki oft sem ég er ein í bíl á langkeyrslu og því notaði ég tækifæri og hlustaði með allt í botni. Á leið austur hlustaði ég á allan Melchior diskinn nýja og byrjaði svo á Robert Plant og Alison Craus disknum. Kláraði að hlusta á hann á leið heim og setti þá Trio með Emmylou Harris, Dolly Parton og Lindu Ronstad í spilarann. Sum lög spiluð mikið oftar en einu sinni. Og sungið og sungið og sungið. Þvílík dýrðarstund....

Þar sem vegurinn endar

Við stoppuðum í dásamlega litla handverkshúsinu Kört í Trékellisvík þegar við fórum Strandirnar fyrir tveim vikum. Á meðan við drukkum kaffi skoðuðum við safnið og búðina sem þar er. Þar rakst ég á bók sem ég hafði alltaf ætlað mér að lesa - Þar sem vegurinn endar eftir Hrafn Jökulsson. Bæði hef ég heyrt vel af bókinni látið og svo er Elín Agla kona Hrafns talsvert skyld manni mínum og ég kynntist Soffíu ömmu hennnar, sem er nýlátin og afa hennar Sigurði sem dó fyrir allmörgum árum.

Ég kláraði bókina áðan og hún er dásamleg, dásamleg, dásamleg. Algjör gæsahúð.


Dagurinn í dag

Þetta var erfiður dagur. Mér varð ljósara í dag en oft áður hvað ég lifi í raun áhyggjulausu lífi. Enginn fer í gegnum þetta lif án skakkafalla og ég hef fengið mín. En undanfarið hefur lífið eiginlega leikið við mig. Og hvað er undanfarið? Hvaða tímabil er það? Ég get ekki alveg formað það. En þegar svona dagur kemur - ja - þá sér maður í raun hvernig líf manns er.

Átti þetta að leka eða ekki?

Það sem mér finnst svo einkennilegt í öllu þessu þunglyndis/altzheimers umræðu er afhverju sendi hún tölvupóst? Þegar verið er að tala um eitthvað sem virðist vera eins viðkvæmt þá á ekki að senda tölvupóst. Andsk. þú tekur upp símann. Svo finnst mér þessi tölvupóstur vera eitthvað svo ósköp snyrtilegur - svona eins og að hann hafi átt að koma fyrir almenningssjónir. Spurning?

Helvítis fokkin fokk!!!!

Nú ætla ég aðeins að æsa mig. Annars fékk ég dálalega góða útrás í síðdegisútvarpi rásar tvö á miðvikudaginn þegar ég hringdi inn vegna hugsanlegarar niðurfellingar láns þeirra Björgólfsfeðga. Reiðilestur minn náði yfir landið og miðin. Sko oft hef ég verið æði reið og pirruð yfir því ástandi sem þjóðin er komin í en þarna sauð uppúr. Að hugsa sér að fara fram á að fá þessa niðurfellingu!!!!!!!!! Þetta er svo siðlaust og hroðalegt að ég á ekki orð.

Ég þjáist af alvarlegri fréttaþörf. Þarf að hlusta á alla fréttatíma. Hef svona aðeins verið að losa mig frá þessu. En verandi í fríi þá hlustaði ég nú á allt sem ég komst yfir. Og undanfarna mánuði þá hefur maður oft vonast eftir "öðruvísi fréttum" Jæja - þegar öðruvísi fréttir koma þá eru það sömu hörmungarnar. Fyrst var það stolt okkar Vogahverfis íbúa - hann Guttormur. Þvílíkt og annað eins! Að fara yfir girðingu Húsdýragarðsins og hella eldsneyti yfir dýrið og kveikja svo í. Það var svo gaman að sjá Guttorm hér og þar í hverfinu. Stóran og flottann. Og svo í gær bruninn á Valhöll.

Jæja - nú held ég að ég fari í frétta frí.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband