Kvöldmatur

Ég horfði á mánudag á breskan þátt um aldamótabörnin. Þar kom fram að mörgum reynist erfitt að safna fjölskyldunni saman til kvöldverðar. Enda ekki alltaf auðvelt. Ég hætti fyrir löngu að reyna að hafa kvöldmat snemma og að skvekkja mig á ef það tókst ekki. Gulli vann oft frameftir og ég hefði endað eins og hertur handavinnupoki ef hefði reynt að halda í einhvern tíma. Nú eru stelpurnar í íþróttum á kvöldmatatíma og svona líta kvöldin út: Á þriðjudögum og fimmtudögum er Anna Kristín búin í fimleikum klukkan 19:30 og Bryndís mætir í karate klukkan 20:15. Á miðvikudögum og föstudögum er Bryndís í karate milli 18:00 og 19:00. Og það sem gerir þetta enn flóknara er að stúlkurnar ganga eða taka strætó svona í flestum tilvikum. En einhvernveginn tekst okkur nú að halda okkur gangandi og saman....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef grun um að flestar fjölskyldur þekki þetta púsluspil.

Jens Guð, 21.10.2009 kl. 18:49

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Já þetta er svona hjá okkur líka,en við reynum þá að hafa matinn um klukkan 17.30-18.00......knús kveðjur til ykkar Gulla og dætranna:O)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.10.2009 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband