Færsluflokkur: Bloggar
30.4.2007 | 20:50
Ef ég væri Bjarni Ármannsson
07:15 - Vakna með börnunum, koma þeim í skólann, morgunmatur.
08:00 - Leika með peninga; tjekka á markaðanum, kaupa og selja. Muna að millifæra.
10:00 - Líkami og sál; leikfimi, sund, joga o.fl
12:30 - Hádegismatur á einhverjum góðum stað; núðlur, kínverskt eða eitthvað annað gott.
14:00 - Hugðarefni; Amnesty, Rauði krossinn, lesa, sauma út.
15:30 - Börnin komin heim - hjálpa til við heimanámið, hlusta, tala saman
20:00 - Bió, bjórglas, leikhús, sjónvarp
Bloggar | Breytt 1.5.2007 kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.4.2007 | 00:07
Ný hús/gömul hús
Þessi umræða um hvort eigi að byggja í gamla stílnum þar sem brann um daginn eða hvort eigi að byggja "nýtt hús" er spennandi.
Ég held að margir geti ekki hugsað sér að fá nýtísku hús þarna því við höfum t.d. eitt hræðilegt dæmi um slíkt á Lækjartorgi. Þau eru fá jafn ljót húsin og húsið sem þar var byggt og hýsir nú strætó stoppustöð, kaffihús o.fl.
Að ég tali nú ekki um húsið milli Hótel Borgar og Reykjavíkur apóteks. Eða það sem var byggt ofaná Útvegsbankann.
Þetta eru skelfileg dæmi um ljót hús sem passa engann veginn við götumyndina.
Nýtt hús þarf ekki að vera ljótt en hugsum okkur að hryllingurinn sem stóð til að byggja á Bernhöftstorfunni hefð orðið að veruleika. Það setur að manni hroll- mikinn hroll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2007 | 20:03
Framsóknarflokkurinn
Það var hér um árið að pabbi minn heitin sagði sig úr framsókarflokknum og þjóðkirkjunni í sömu vikunni. Eftir það kaus pabbi kvennalistann mér og fleirum til mikillar gleði.
Eftir að pabbi hætti að kjósa framsókn hef ég aldrei ALDREI hitt neina manneskju sem kýs framsókn, eða viðkurkennir að gera svo.
Samt koma þeir alltaf manni/mönnum að. Það er kannski þessvegna sem þeir eru svona pollrólegir fyrir þessar kosningar - ekki er hægt að segja að skoðanakannanir séu þeim vinsamlegar.
Það er ótrúlega mikið af framóknar mönnum sem þora ekki að viðurkenna ást sína á bændaflokknum forna. Þetta fólk exar svo við B í laumi í kjörklefanum. Af hverju ekki að koma hreint til dyra og viðkurkenna skoðun sína?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.4.2007 | 12:38
Helgin góða
Það var gaman að syngja á Grensásveginum í gær. Lítill 12 manna kór söng Koparlokkuna, Littlu Stínu og Ég að öllum háska hlæ. Fjöldasögur í Skólavörðuholtinu.
Mikið svakalega var gaman að heyra hljómsveitina í þætti Jóns Ólafs syngja Lady Fish and Chipps. Ótrúlega góður fluttningur - meira, mikið meira af slíku. Og gaman í lokin að sjá drengja bandið hjá Rúnari Júl.
Nautalundin var rosalega góð í gær og sama má segja um rauðvínið.
Ekkert planað í dag annað en þvottahús og Silfur Egils
Úpps! þátturinn byrjaður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2007 | 12:33
Spelt brauð - uppskrift
Gott brauð og einfalt:
5 dl spelt
1 dl fjölkorn/sólblómafræ
3 tsk lyftiduft
1 tsk salt
Blanda vel saman
2 dl ab-mjólk/súrmjólk
hræra saman við þurrefnin
2 dl soið vatn
hræra núna MJÖG lítið
setj í smurt brauðform
baka við 180 í 30 mín - lengur ef ekki er blástursofn
Þetta er uppskrift af einu brauði - ekkert mál að tvöfalda og baka þá í tveim formum. Ég hef blandað saman við deigið t.d. ólfífum og sólþurkuðum tómötum. Svo ætla ég bráðlega að prófa að setja þurkaða ávexti saman við.
Verði ykkur af góðu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2007 | 13:01
Pestir en ekki plágur
Nú er það hin yngir sem er lasin. Ég tók fimmtudaginn í veikindi og eldri stelpan síðustu helgi. En þetta rjátlast af okkur
Ari minn svaf vel í nótt og vaknaði ekki fyrr en klukkan var að verða hálf ellefu. Nú dansar hann um stofuna og syngur Sól, sól skín á mig. Hann er með fullt af tuskudýrum sem hann dansar við.
Í kvöld býður mágur til máltíðar í tilefni af afmæli. Nautalund og gúmmulaði.
Gulli farin upp í sjónvarp. Kjördæma þáttur á eftir.
Ég ætla að skella í tvö spelt brauð á eftir. Það er ferming hjá nágrönnum okkar á morgun og ég bauðst til að baka brauð. Bara gaman
En fyrst ætla ég að syngja hjá vinstri grænum. Nokkur sæt lög
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2007 | 19:13
Steinarnir eru strengir.......
Á heimilinu hljómar þessi fallega barnatónlist Heiðdísar Norðfjörð enda Ari Dignus hjá okkur og ætlar að borða og gista. Hér er þetta fallega og góða barn með mömmu sinni Maríu Hebu.
Þau eru sérfræðingar í Pílu Pínu og lagið um steinana sem eru strengir er öryggis teppið hans Ara míns.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2007 | 16:50
Einkennilegur gaur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.4.2007 | 16:18
......ráð sem bugga vondir menn.
Talsmaður Impregilo fær hárin til að rísa- hann hæfir þessu fyrirtæki einkar vel. Illgjarn og rætinn og andstyggilegur. Þar fengu þeir svo sannarlega það sem þeir áttu skilið Impregilo menn.
Svo var það annar í sjónvarpinu í gær sem var svo "sannarlega út á þekju" eins og hann sagði sjálfur. Sá kemur líka út hjá mér hrolli. Leiðinda gaur - einnig illgjarn og rætinn.
Og sá þriðji sem ég hef óbeit á. Sá ræður útlendinga í vinnu og leigir þeim síðan lélegt húsnæði á okur verði. Þennan þrælahaldara verður að stoppa.
Er ekki í lagi heima hjá okkur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2007 | 15:57
Er sumarið komið?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)