Færsluflokkur: Bloggar

Heima er best

Erum komin heim eftir dásamlega dvöl undir okkar dásamlega Hestfjalli í okkar dásamlega litla lókali Höfða. Veðrið var afskaplega gott. Þetta var svona sambland af fríi, vinnu utan húss, skemmtilegum gestagangi, hangsi, lestri, spilastundum, pottferðum, rauðvíni, mat, mat, mat, bakstri, bulli, uppvaski, "hott for the pott" etc. etc. etc.

Við fengum skemmtilegar heimsóknir. Litla fjölskyldan úr Hafnarfirði kom í kaffi og drengirnr Ari og Högni voru glaðir og sætir í sveitinni. Hannes bróðir og hluti af hans fjölskyldu kom einnig í kaffi og það var gaman. Vinafólk okkar Baldur og Linda og Veronika dóttir þeirra komu og gistu eina nótt. Það vaknaði upp í mér husmæðragenið og ég bakaði gömlu góðu kotasælubollurnar einum fjórum sinnum!!!!! Við höfðum stúlknaskipti á mánudeginum þegar eldri unglingnum var ekið til byggða og náð í Veru vinoknu Bryndísar sem var með okkur allt til heimferðar. Okkur leið vel.


Barnið og f-orðið

Einu sinni var lítil sex ára stúlka í fyrsta bekk að byrja í skólasundi. Hún var rosalega spennt og mest langaði hana í "svona sundtösku - sem að hægt er að hafa á bakinu".  Mamman lofaði nú ekki alveg að kaupa slíka tösku en sagðist skyldi skoða málið. Þegar á hólminn var komið þá stóðst mamman ekki bónina og keypt töskuna. Þegar stúlkan kom heim úr skólanum þá sýndi mamman henni töskuna og stúlkan varð svo glöð að hún ákvað að bregða fyrir sig enskri tungu. Eitthvað ruglaðist hún á orðunum því að í staðin fyrir "Ó mamma thank you,  thank you" kom ógleymanleg setning "Ó mamma fuc.... you, fuc....you"

Dagurinn í dag

Mikið vildi ég óska að allir dagar væru góðir. Þessi er svosem ekkert sérlega vondur en mér leiðist 17. júní. Mér fannst alveg svakalega gaman þegar stelpurnar voru litlar - mjög litlar - að fara í bæinn en óþolandi þegar þær eltust aðeins. Þetta var alltaf eitthvað svo frústrerandi. Bið í 40 mínútur eftir að fá að renna sér í uppblásnum leiktæki í Hljómskálagarðinum. Sárir fætur. Þreyta og eitthvað í loftinu - einhverjar væntinar sem urðu ekki að neinu. Stór kámugur sleikjó um hálsinn og fínu fötin öll klesst og kramin. Það var þó snöktum skárra að vera með þær á Rútstúni í Kópavoginum heldur en niðrí miðbæ Reykjavíkur.

 Við ætlum gamla settið að fara í göngu á eftir í Heiðmörkinni. Vonandi tekst að fá þá eldri með í smá sving.

Og í kvöld er það svo sannarlega Stikkfrí í sjónvarpinu.

Skrifað í dag - vistað núna.


Halló heimur!

Jæja - bara byrjið að blogga aftur. Gaman gaman.

Þetta hefur verið afsakplega góð helgi. Fallegt veður og fallegt fólk og vinir. Við Gulli fórum í góðan göngutúr í fallega veðrinu í gærkvöldi og komum við hjá Systu - Þuríði - í Álfheimunum. Þar fengum við bjór á svölunum. Ekkert er betra en bjór á svölum í blómahafi.

Í dag hef ég verið heldur löt en ætla að drífa mig í sund á eftir. Gulli er niðrí Blómavali að kaupa í nýju pottana sem við keyptum í gær.

En annars ætla ég að vera dugleg að blogga í vikunni. Ég þarf að tjá mig um ævintýrið á Reykjalundi.

En eftir sundið á eftir ætlum við að horfa á tvo síðustu þættina af Six feet under. Þvílíkir þættir! Við höfum verið að treina okkur þá því ég tími hreinlega ekki að horfa á restina. Áðan horfðum við á þriðja síðasta þáttinn og ég grét og grét. Hvernig verð ég í kvöld?


Kristján frændi

Aldrei mun ég kjósa íhaldið en segi samt - ÁFRAM KRISTJÁN FRÆNDI!

 Þorvaldur Gunnlaugsson    Snjólaug Baldvinsdóttir   
   6. nóvember 1805 - 12. apríl 1880   27. febrúar 1809 - 13. desember 1890  
Rósa Sigríður Þorvaldsdóttir 1846 - 1924
Þorsteinn Jónsson 1870 - 1939
Sigvaldi Jóhannes Þorsteinsson 1898 - 1952
Ragnheiður Sigvaldadóttir 1934
Kristján Þór Júlíusson1957
Þorsteinn Þorvaldsson 1845 - 1928
Kristín Björg Þorsteinsdóttir1881 - 1932
Þorsteinn Hámundur Hannesson1917 - 1999
Kristín Björg Þorsteinsdóttir1958


mbl.is Kristján Þór í formannskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útvarpsmessan áðan

Ég heyrði hluta úr predikun sr. Bjarna Karlssonar áðan. Útvarpað var frá Laugarneskirkju. Það var tvennt sem gladdi mig mikið. Annað var afstaða prestsins til frumvarpsins um að gera kaup á vændi ólöglegt. Mikið hjartans mál og það hlýtur að fara í gegn núna. Ekki trúi ég því að frjálshyggjupostular komi í veg fyrir það. Nú ef svo er þá er íhaldið búið að tapa öllu sem það hugsanleg einhverntíman átti.

Hitt sem gladdi mig var að stúlka var borin til skírnar og fékk nafnið Guðrún Inga. Meðan stúlkur eru enn skírðar Guðrún hér á landi þá erum við ekki alveg vonlaus. Það er enhverstaðar glæta.


Mikil blogg leti undanfarið

Laugardagsmorgun og bráðum hádegi. Fjölskyldan hress og kát og til í allt. Næstum því. Ég er reyndar að velta fyrir mér hvort ég eigi að bjóða í mat í kvöld. Langar það svo sannarlega en nenni því samt eiginlega ekki. Hálf asnalegt að bjóða engum og vera með stóra bógsteik í ískápnum. Fátt skemmtilegra en að fá fólk í mat.

Síðasta helgi var algjört æði. Við Gulli áttum gjafabréf á VOX og nýttum okkur það. Dásamlegur matur og þjónusta. Svo gistum við á 1919 niðrí miðbæ. Mjög skemmtilegt hótel og morgunmatur á herbergið og alles.

Inga Huld vinkona mín kom svo hingað síðdegis á sunnudeginum og við spjölluðum í fleiri fleiri tíma. Æi að hún þurfi endilega að búa í Cambrideg.

Fyrir hálfum mánuði átti ég afmælið og er núna algjörlega komin á sextugs aldurinn....

Sú helgi var nokkuð sérkennileg og döpur því við kvöddum Bill Holm. Nær 100 manns komu í kaffi og kleinur til Wincie frænku og þar gafst okkur tækifæri á að minnast þessa mikla öðlings og vinar. Þetta var semsagt afmlælisdagur minn. Daginn áður á laugardagskvöldinu borðuðu þau hér hjá okkur mamma, Hannes bóðir, Sigrún mágkona og Siggi mágur. Voða næs. Notuðum tækifærið og opnuðum þriggja lítra flösku - ekki kassa - af Massi rauðvini. Þá flösku gáfu okkur Palli Ben og Birna þegar við héldum upp á 100 afmæli okkar. Svaka gott vín.

En allavega - á dagskrá í dag er að klára vonandi að kaupa á fermingarbarnið. Við eigum eftir að kaupa ermar og skó og að sjálfsögðu sokkabuxur. Neyðist víst til að fara í Forgarð Helvítis - Kringluna. Hver fer þangað nema neyðast til þess! Næ ekki fólki sem hefur gaman af að gramsa í búðum. Það er það síðasta sem mig langar að gera í þessu lífi.....


Húrra!

Ég veit ekkert skemmtilegra en að horfa á konunglegt brúðkaup í sjónvarpinu!!!!!!!!!!
mbl.is Konungleg trúlofun í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi dásamlega samstaða!

Ójá - mikil er hún nú samstaðan og náungakærleikurinn í Sjálfstæðisflokknum. Voða smart hjá Birni þetta útspil hans. Ég er svosem ánægð með það - þeir mega níða skóinn hver af öðrum mín vegna
mbl.is Enginn lagt meira á sig fyrir sæti á lista en Guðlaugur Þór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra!!!

Mikið óskaplega gleðst ég yfir þessum fréttum! Hún Svandís er frábær manneskja í alla staði! Nú er gaman að vera til.............
mbl.is Svandís stefnir á 1. sætið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband