Færsluflokkur: Bloggar
17.2.2009 | 11:16
Þetta er stelpan mín!
Um helgina fór fram fjölmennasta mót ársins en yfir 200 keppendur sýndu listir sínar á Íslandsmóti barna og unglinga um helgina, þar af yfir 50 frá Þórshamri, allir í nýjum glæsilegum göllum merktum Þórshamri í bak og fyrir.
Þau sem náðu beztum árangri úr okkar röðum voru eftirfarandi: Diljá, Árdís og Aron unnu silfurverðlaun í hópkata í 16-17 ára flokki og vann Diljá einnig til bronzverðlauna í flokki stúlkna 16-17 ára. Ásgerður María Rivina vann bronzverðlaun í flokki 13 ára stúlkna, Valdís Vilmarsdóttir varð í öðru sæti í flokki 14 ára stúlkna og Bryndís Sæunn Gunnlaugsdóttir vann bronzverðlaun í sama flokki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.2.2009 | 18:37
Skiptu þér ekki af því sem þér kemur ekki við!
Segir þagnarmúr um formennsku í Samfylkingu rofinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.2.2009 | 15:34
Góð tilvitnun
Reynslulausir réðu í bönkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2009 | 09:20
Ljóð eftir Matthías Jocumson
Einhvernveginn hefur þetta ljóð komið oft upp í hugann að undanförun:
Volaða land,
horsælu hérvistar-slóðir,
húsgangsins trúfasta móðir,
volaða land!
Tröllriðna land,
spjallað og sprungið af eldi,
spéskorið Ránar af veldi,
tröllriðna land!
Hraunelda land,
hrákasmíð hrynjandi skánar,
hordregið örverpi Ránar,
hraunelda land!
Hafísa land,
ískrandi illviðrum marið,
eilífum hörmungum barið,
hafísa land!
Stórslysa land,
fóstrað af feiknum og raunum,
fóðrað með logandi kaunum,
stórslysa land!
Blóðrisa land,
mölvað af knútum og köglum,
klórað af hrímþursa nöglum,
blóðrisa land!
Vandræða land,
skakt eins og skothendu kvæði
skapaði Guð þig í bræði,
vandræða land!
Drepandi land,
búið með kjark vorn og kjarna,
kúgandi merg þinna barna,
drepandi land!
Drepandi land,
hvað er það helzt sem þú safnar?
Sult vorn og örbirgð þú jafnar,
drepandi land!
Vesæla land!
Setið er nú meðan sætt er,
senn er nú étið hvað ætt er,
vesæla land!
Hrafnfundna land,
munt þú ei hentugast hröfnum?
Héðan er bent vorum stöfnum,
hrafnfundna land!
Deilur á Íslandi valda skaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2009 | 06:50
Þriðja leiðin
Það er náttúrulega alltaf hægt að skipta um skrá.
Mikið hefur verið rætt og ritað um Jónas frá Hriflu og hvernig valdið varð til þess að hann truflaðist á geði. Það er spurning..........
Það er hægt að losna við menn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.2.2009 | 06:48
Flott!
Þetta er glæsilegur árangur - til hamingju.
Held að við ættum að halda okkur við menningar útrás - skemmtileg leið til að vekja athygli á íslandi án þess að peningar - réttara sagt skuldir - séu nefnadar.....
Íslendingur hlaut Grammy-verðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2009 | 23:19
Helgin - svakalega góð!
Svona eiga þær að vera:
Strax eftir vinnu á föstudag fór ég í World Class og gekk mig sveitta í klukkutíma. Ég og sú eldri fórum síðan í Bónus og ég var ekki komin heim fyrr en klukkan var vel genginn í átta. Útsvarið ómissandi var á dagskrá og líka rauðvínið ómissandi á föstudegi.
Á laugardeginum fórum við Bryndís síðan í bæinn og lentum á svakalega flottri útsölu í Rokk og rósir. Snótin mín græddi tvo rosalega flotta kjóla - annar túrkis blár en hinn bleikur. Báðir ermalausir og kostuðu 2000 kr. stykkið! Ég keypti mér klassíska smóking skyrtu - eitthvað sem hver kona verður að eiga. Fórum síðan og fengum okkur hressingu á Mokka.
Við elduðum síðan svakalega góðan Mexíkó mat og svo fórum við hjón niður í bæ í afmæli Valgarðs Guðjónssonar. Mikið fjör og virkilega gaman að heyra í Fræbblunum. Hitti fullt af fólki - blast from the past.
Í dag höfum við verið í miklum rólegheitum; ég kíkti á stærðfræðina með Bryndísi og svo elduðum við kjúkling - fínn matur.
Við stelpurnar vorum síðan að koma heim úr bíó - sáum Brad Pitt sem Benjamin Button. Braddarinn er svo fallegur að það ætti eiginlega að banna hann! Þetta er alveg svakalega góð mynd - mæli með henni.
Leonardo di Caprio og Kate Winslet voru falleg í Revolutunary Road - en ekki neitt í líkingu eins falleg og Cate Blancet og Brad Pitt í Benjamin Button.
Nú ætla ég að fara og halla mér því ég er á morgunvakt í fyrramálið og þarf að vakna fyrir sex. Í kvöld eins og svo mörg önnur sunnudagskvöld ætla ég að sofna með Guðmundi Andra....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2009 | 13:23
Fínn kortavefur
Kortavefurinn á Ja.is er alveg rosalega fínn. Ég setti síðan í gær í gamni heimilisföng og lét vélina leita fyrir mig að bestu leið. Skemmtilegur leikur - en sumt fannst mér dáldið skrýið. Svo kemur líka fram hversu margir km. leiðin er og áætlaður ferðatími.
Akstursleiðbeiningar á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2009 | 08:46
Gott að búið að leggja samræmd próf niður
Mér finnst fínar fréttir að búið sé að leggja prófin niður. Reynslan sýnir að það hefur farið allt of mikill tími í skólum í þessi samræmd próf; segja má að síðasta skólaárið hafi verið undirlagt af þessu prófi og það hafi haft allt of mikið vægi í náminu. Best er að krakkarnir séu metnir fyrir vinnu sína jafnt og þétt yfir árið.
Dætur mínar eru í skóla þar sem mjög lítil áhersla er lögð á próf og það kemur ágætlega út.
Svo veit ég fyrir víst að krakkar sem útskirfast hafa úr Waldorf skólanum og ekki nein próf tekið fyrr en þau samræmdu standi sig mjög vel í framhaldsskólum.
Inntökupróf slegin af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.2.2009 | 15:58
Útsvar
Ég horfi alltaf á Útsvar á föstudögum og hef mikið gaman af. En nú liggur við að Kópavogsliði - liðið frá æskustöðvunum mínum - sé búið að eyðileggja þáttinn. Þeir halda að þeir séu að keppa í Gettu Betur og haga sér eins og menntaskólastrákar - húmorslausir!
Þetta er skemmitþáttur - ekki þáttur til að sýna hvað þú sért ógesslega klár í merkjamáli og hvað þú sért rosalega fljótur á bjölluna þó svo að þú vitir ekki svarið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)