Útvarpsmessan áðan

Ég heyrði hluta úr predikun sr. Bjarna Karlssonar áðan. Útvarpað var frá Laugarneskirkju. Það var tvennt sem gladdi mig mikið. Annað var afstaða prestsins til frumvarpsins um að gera kaup á vændi ólöglegt. Mikið hjartans mál og það hlýtur að fara í gegn núna. Ekki trúi ég því að frjálshyggjupostular komi í veg fyrir það. Nú ef svo er þá er íhaldið búið að tapa öllu sem það hugsanleg einhverntíman átti.

Hitt sem gladdi mig var að stúlka var borin til skírnar og fékk nafnið Guðrún Inga. Meðan stúlkur eru enn skírðar Guðrún hér á landi þá erum við ekki alveg vonlaus. Það er enhverstaðar glæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála með nafnið.

Mun t.d forseti Íslands árið 2035 heita Tara Sól? Eða Snifnökkvi Snær?

Björn Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband