Gærdagurinn

Í meira en hálft ár hafði ég hlakkað til morgundagsins. Ekki endilega föstudagsins 28. nóvember en dagsins þegar fyrsta hljómsveitar æfing yrði á Jólaóratóiíunni sem við í Dómkórnum höfum æft undanfarna mánuði. Meira um það síðar

Dagurinn byrjaði nú heldur leiðinlega; ég með skeeetu um nóttina og eins og undin tuska þegar mæta átti til vinnu.

Gulla var síðan sagt upp vinnu hjá RÚV. Eftir tuttugu og tvö ár. Og engar skýringar. Afhverju hann en ekki aðrir pródúsentar á fréttastofu RÚV.

Svo ég monti mig af manni mínum þá t.d. stjórnaði hann útsendingu á HM 1995. Hann sá um kosningajónvarpið í fyrra. EBU hefur í þrigang ráðið hann til að vinna við ólimpiuleika. Síðast var hann í Kína. Hann er líklega sá pródúsent hjá RÚV sem hefur mesta reynslu. Og nú er honum kastað. Bless, búið, éttu skít.

En ég koms á æfingu í gærkvöldi og hún var stórkostleg. Dásamlegir einsöngvarar og hljómsveitin unaður.

Nú hljómar Jólaóratórían á fullu og við að undirbúa Litlu jólin hans Sigga. Skýringin er sú að mágur minn hefur stundum haldið litlu jólin sín fyrir sína vini. Og þetta eru reyndar okkar vinir líka. Og nú í kvöld eigum við von á 10 manns í hangikjöt og laufabrauð. Ætlum reyndar að byrja á laufabrauðs útskurði milli 15:00 og 16:00 og svo verður kveikt á kertum og dásamleg laufabrauðslyktin leggst yfir húsið. Og hangikjötið er soðið niðri hjá Sigga. Við ætlum að drekka rauðvín. Mikið af rauðvíni. Og mamma mín er búin að búa til fyrir okkur dásamlega eplaköku æsku minnar. Danska eplaköku sem var alltaf á borðum á mínu æskuheimili á jóladag.

Lífið heldur áfram ekki satt?

En mikið djöfulli er þetta mikið sjokk - atvinnu missir!!!

En við hjón höfum gengið í gegnum erfiðleika saman og saman tökum við á þessu. Þetta er bara til að sigrast á. Eins og ég sagði við dæturnar; það dó enginn og við erum við hesta heilsu. Og saman getum við allt.

Mikið djö...er ég eitthvað kokhraust núna!


Bílastæði

Ég fer nokkrum sinnum í viku í World Class í Laugum. Þar er gott að æfa. Og þar er nóg af bílastæðum því öll bílastæði sem tilheyra Laugardalsvellinum standa okkur til boða. Ætil það sé nokkur önnur líkamsræktarstöð með jafn mörg bílastæði?

Þess vegna verð ég alltaf svo hissa þegar ég sé hversu margir leggja ólölega. Þarna er bílum lagt þvers og kruss og upp á stéttir og grasbala.

Og það sem er hlálegast við þetta er að fólkið sem leggur svona er að fara inn að HREYFA sig. En nennir ekki að labba frá bílnum og inn nokkra metra.


Ekki enn lent - veit ekki hvort ég er á niðurleið

Ég spái ekki lendingu fyrr en helgin nálgast - þetta tekur örugglega vikuna.

Ég er að tala um lendingu eftir upphafninguna og flugið eftir SigurRósar tónleikana. Ég er einhverstaðar enn uppi í skýjum.

Þessir tónleikar voru hreint út sagt ótrúlegir og stórkostlegir. Hvað er hægt að segja meir?


Kallinn minn hann Ari

Það var gaman að hafa Ara í næturheimsókn. Hann er skemmtilegur, meðfærðilegur og góður.

Og kall - mikill, hraustur, óttlaus, stór, duglegur kall.

Talið barst að hákörlum. Ég fullyrti að ég væri hrædd við hákarla. Og Gulli væri líka hræddur við hákarla. Og líka Siggi.

Ari hélt nú ekki að hann væri hræddur við hákarla. Og ekki pabbi hans heldur. Ég spurði hann hvað pabbi hans mundi gera ef hákarl kæmi syndandi.

Það stóð ekki á svari: "Hann mundi bara ýta honum burt"

Kristófer Dignus Pétursson er mikið heljarmenni samkvæmt því sem sonur hans segir.

Svo er það sagan af syni samstarfskonu minnar:

Sjö ára snáðinn kom einn morguninn í vikunni syfjaður og úfinn fram á klósett. Þar sem hann stóð við skálina og bjóst til að pissa segir hann: "Ég veit alveg afhverju tippið á mér stendur svona út í loftið. Það er af því að ég hlakka svo til jólanna"


Helgin

Mikil bloggleti hjá mér þessa daga.

Laugardagur - og allt gengur vel. Við Gulli fórum austur í athvarfið í gær og vorum komin í heitan pott klukkan 19:00. Dásamlegt og yndislegt veður. Ég fór í Búrið í Nóatúninu í gær og keypti flísar af dásamlegum ostum, dýrara en nautakjöt. Mæli með þessari frábæri ostabúð. Því þó dýr sé þá er þjónustan framúrskarandi.

Stelpurnar voru í sitt hvorri gistingunni. Önnur naut þess að vera hjá ömmu sinni í rólegheitum og dúllheitum en hin gisti hjá gamalli bekkjarsytur sem nú er flutt á íbúðasvæði Keilis í Keflavík.

Við bíðum núna eftir að Ari Dignus sem er orðin þrggja og hálfs komi og gisti hjá okkur. Við ætlum að dusta rykið af pizza ofninum og búa til litlar pizzur saman. Gaman að sitja saman við borðstofuborðið og dunda sér við pizzurnar. Gulli er búin að hnoða deigið.

Á morgun er það að sjálfsögðu Silfur Egils og svo eitthvað að dunda sér við þvotta og húsverk.

En stærsta stundin rennur upp þegar ég og sú yngri förum á Sigurrósar tónleikana í Höllinn. Mikið hrikalega hlakka ég til. Og mér finnst frábært að selja unglingamiðana á 1000.

Þessi helgi er semsagt örlítið líflegri en sú síðasta. Þá gerði ég bókstaflega ekki neitt annað en að bjóða máginum og Baldri viðförla Hjaltasyni í mat.

Helgar eru dásamlegar ekki satt?


Spennandi!

Já - þetta er virkilega spennandi! Þær hafa staðið sig ótrúlega vel stelpurnar og nú er aðal mótið framundan næsta ár. ÁFRAM STELPUR!!!!
mbl.is „Öðruvísi og spennandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi?

Og hver var fjórði á lista Framsóknar?
mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er ég?

Miklar umræður hafa verið á blogginu vegna kynþáttafordóma konu í Bretlandi sem pantaði leigubíl handa dóttur sinni og vildi ekki mann með túrban.

Ég hef tvisvar þurft að panta leigubíl fyrir dætur mínar og hef í bæði skiptin beðið um konu sem bílstjóra.

Hvað er ég?


Ásgeir Smári

Ég heyrði í útvarpinu áðan að á laugardag opnar sýning með myndum eftir Ásgeir Smára.

Við hjón eigum eina svakalega skemmtilega mynd eftir hann. Þegar við giftum okkur 1991 þá fengum við gjafakort frá samstarfsmönnum í galleríi sem þá var rekið í Austurstræti. Við gerðum okkur margar ferðir þangað niður eftir þangað til við sáum þessa mynd eftir Ásgeir Smára og féllum bæði fyrir henni. Þetta er svona borgarlandslag; ótal hús og allt fullt af af stigum. Ég hefði ekkert á mót því að eignast aðra mynd eftir hann - en af því verður víst ekki í þetta skipti......


Stolið af bloggsíðu Huga samstarfsmanns míns

 

 Ótrúlegt en satt þá fékkst einkaleyfi fyrir þessari græju 1964.

 Apparatus for facilitating the birth of a child by centrifugal force.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband