12.11.2008 | 12:26
Skrekkur 2008
Skrapp örstutt í Vogaskóla til að sjá atriði skólans í Skrekk 2008. Báðar stelpurnar mínar taka þátt í atriðinu að þessu sinni. Þau eiga að sýna í Borgarleikhúsinu í kvöld og spennan er í hámarki.
Það er skemmst frá því að segja að atriðið þeirra er frábært!!
Þessi flottu krakkar eru með nokkuð alvarlegan boðskap í sínu atriði og koma honum til skila með leik, tónlist og dansi.
Sama hvernig fer í kvöld; krakkarnir okkar eru sigurvegarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2008 | 09:46
Skelfilegar afleiðingar
Enn í sóttkví vegna brunasára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 06:41
Hreingerning
Obama hyggst snúa ákvörðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2008 | 16:28
Enn og aftur og aftur og aftur
Nú gleðst ég. BRÁÐAVAKTIN BYRJAR AFTUR Í KVÖLD!!!! Ég hef verið trú þessum þætti frá upphafi og hef séð þá alla - utan einn. Þó svo að ég hafi verið á kóræfingum á miðvikudögum frá 1995
Á 1. þáttaröðina á DVD.
Næ ekki að horfa í kvöld, en það verður sko gert næstu daga.
Eru fleiri þarna úti? Fyrir utan Helgu Jóns?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.11.2008 | 07:06
Menntun hagfræðinga
Geir H. Haarde er með tvöfallt próf í hagfræði ekki satt?
Áður en að hann varð forstætisráðherra það var hann fjármálaráðherra. Hámenntaður hagfræðingurinn. Og samt er svona komið fyrir okkur.
Hvar lærði maðurinn - eru þessi próf úr bréfaskóla?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.11.2008 | 15:50
Helgin mín
Já - góð hefur hún verið!
Druslaðist á fætur um hálf tíu í gærmorgun og átti næðisstund með dagblöðin áður en ég fór á kóræfingu. Þar var gaman eins og alltaf. Æfðum Bach og Jón Ásgeirsson og hlógum líka mikið.
Þegar heim kom setti ég Coldplay - Viva la Vida - á fóninn og stillti hátt. Dæturnar moppuðu allt og þurkuðu af á meðan ég tók baðið og skúraði eldhúsið. Þvílík hjálp í stelpunum mínum. Við Anna versluðum síðan og hún gekk síðan frá matnum á meðan ég fór í WC og gekk í klukkutíma.
Eldaði gómsættt svínakjöt. Mágurinn borðaði með okkur. Og fengum okkur rauðvín.......
Í dag er letidagur. Ég horfði á Silfrið með öðru auganu og fór síðan með vinkonu minni Hafdísi Sveins í sund. Synti í hálftíma og náði líklegast 900 metrum.
Núna ætla ég að kíkja á mömmu mína og elda síðan pasta handa okkur stelpunum. Í kvöld er síðan messa niðrí Dómkirkju og minn hópur syngur. Og svo ætla ég svo sannarlega að horfa á gamla áramótaskaupið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2008 | 16:32
Helgin handan við hornið
Jæja - styttist í helgina.
Við hjón ætlum að byrja á að fara í WC og ganga á bretti í ca. klukkutíma. Gulli er í fríi í dag og er búinn að elda kvöldmat sem bíður okkar heima eftir hreyfinguna. Síðan horfum við á Útsvar og svo SingingBee. Ég er flink á bjöllunum - það er þó skemmtilegar að hringja þegar textinn er réttur. Mágurinn kemur að sjálfsögðu upp og horfir með okkur.
Á morgun er kóræfing og svo ætla ég að þvo þvott og virkja dæturnar í húsverkin. Ég ætla síðan að elda svínalundir í kvöldmatinn. Búin að taka þær úr frystinum. Þær voru nefnilega á skratti góðu verði í Bónus um daginn.
Sunnudagurinn er frekar óráðinn. En ég ætla allavega í sund og taka um 800m. Er svona háftíma að því. Ætli ég hvíli mig svo bara ekki. Lesi eitthvað skemmtilegt. Svo langar Önnu minni í trefil sem ég er að hugsa um að prjóna. Gæti keypt í hann á morgun og byrjað.
Það er messa um kvöldið og minn hópur á að syngja.
Góð helgi framundan - bara það versta er að Gulli minn er að vinna...grátur, grátur, grátur.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.10.2008 | 16:13
En sú auðlegð!
Mikið eru þetta flottar og myndarlegar stelpur. Þvílík auðlegð hjá foreldrum.
Og þær eru skemmtilega ólíkar í útliti.
Íslensku fjórburarnir tvítugir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.10.2008 | 12:20
Enn af Baggalút
Það er komið nýtt lag frá strákunum!!! svona er textinn í viðlaginu:
Það er laugardagskvöld, það er gleðin við völd
það var sagt mér að það væru píur hérna,
sem vilja reyna sig við mig.
Það er laugardagskvöld, það er gleðin við völd
það var sagt mér að það væri partí hérna
sem vantar bara mig í sig.
Mæli með laginu inn á siðu sveitarinnar.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008 | 10:59
Baggalútur beittur.......
Viðtal sem hundurinn Morgeir tók við eiganda sinn til fáeinna ára hefur vakið verðskuldaða athygli.
Í viðtalinu ræðir eigandinn opinskátt um nýafstaðna geldingu Morgeirs og sársaukafullan vígtannaúrdrátt auk þess sem hann hótar honum óbeint að hætta að gefa honum að éta, standi hann sig ekki á yfirstandandi hlýðninámskeiði.
Þykir mörgum nóg um hvernig eigandinn kemur fram við saklausan málleysingjann en þó blöskrar mönnum jafnvel enn fremur hvernig komið er fyrir Morgeiri greyinu, sem á sínum tíma þótti með illvígari varðhundum á landinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)