Sunnudagsmorgun

Hér á heimilinu er ofurhljótt. Bara ég og kisa á fótum. Ég kom ofan uppúr 08:00 og er búin að fá mér að borða og lesa seinni laugardagsblað Morgunblaðsins.

Við Anna Kristín fórum í gærkvöldi að sjá Reykjavík - Rotterdam og ég skemmti mér alveg konunglega. Þetta er hin fínasta mynd og gengur alveg upp.

Ég man ekki hvernær ég fór síðast á bíó á laugardgaskvöldi. Fyrir mér eru laugardagskvöld góður matur og rauðvín - en hvað gerir maður ekki fyrir ungling í vetrarfríi.

Það voru Dómkórstónleikar í gær og við frumfluttum verk eftir Huga Guðmundsson. Núna klukkan 11:00 er síðan hátíðarmenssa á vixludegi kirkjunnar og það er mikið söngprógram. Bara gaman. Messunni er útvarpað - ef þið viljið hlusta.

Við hjón ætlum síðan í WC og síðan að taka til hendinni hér heima.

Stelpurnar eru að fara á Skrekks æfingu. Bryndís mín getur reyndar lítið gert því hún tognaði á hnéi á föstudag þegar hún tók spark í karate. En hún ætlar að staulast á hækjunum svo hún geti í það minnsta horft á .


Vísa stelur frá námsmanni

Vinkona mín sem er í námi erlendis sendi þessa fyrirspurn til VISA

Eg turfti ad borga skolagjold ad upphaed 1.302 £ tann 06.10.08. Tann dag var "Visa-gengi" skrad 222,8011 ikr. a hvert sterlingspund.
Tegar eg nuna se yfirlit a heimabanka minum, ta se eg ad teir hafa notad vid faersluna, skrad gengi tann 07.10.08. DAGINN EFTIR!, sem ta er skrad 291,1238 ikr. ?
Mismunurinn eru litlar: 88.970 ikr.
Þetta er svo ósvífið að ég á ekki nokkurt orð

Helgin

Helgin lofaði góðu og stóð við það. Það var rosalega gaman á kóræfingu í gær. Við byrjuðum á að raddæfa Jólaoratoríuna og síðan var æft það sem við flytjum á tónleikum og messu um næstu helgi og eftir þrjár vikur. Verk eftir Huga Guðmundsson - sem verður frumflutt - og svo eldra verk eftir Pál Pamplicher og fleiri.

Ég kom heim um 17:00 eftir eina kollu með nokkrum kórfélögum. Gulli kom heim um 19:00 og mágurinn bauð upp á yndælis bógsteig.

Ég naut morgunsins yfir dagblöðum og öðrum lestri og húsið var einkennilega hljótt því Gulli var að vinna og báðar stelpurnar voru á æfingu úti í skóla fyrir Skrekk 2008.

Ég fór síðan í WC og gekk í hálftíma og synti síðan í rólegheitum 500 metra.

Við mæðgurnar fórum síðan til mömmu í sviðastultu og rófustöppu. Algjört sælgæti. Nú bíðum við eftir að Svartir Englar hefjist.


Stundin er runnin upp!!!

Jamm og já - við hjón byrjuðum í World Class í gær....

Hvorugt okkar hefur stundað skipulagða líkamsrækt svo árum skipti en núna er komið að því.

Enda engin afsökun lengur - stelpurnar orðnar ótrúlega sjálfbjarga og orðnar talsvert strætófærar. Svo fengu starfsmenn RUV og makar tilboð frá WC sem ekki er hægt að hafna. Og ég hef tíma. Ekki spurning.

Við fórum og gengum á bretti í gær. Byrja rólega. Ég gekk í hálftíma 2.5km og synti svo 300 metra og fór í heitan pott. Gulli gekk í þrjú korter. Við erum reyndar frekar góð til gangs eftir að við gengum Kína þvert og endilangt.

Við vorum öll í aktíviteti á sama tíma; Anna Kristín í trompleikfimi, Bryndís í karate og við í WC. Síðan vorum við öll samferða heim.

Nú bíður langur kóræfingadagur. Kellur á raddæfingu frá 10:30 - 12:00 og kallar frá 12:00 - 13:30. Síðan allir saman frá 14:00 til 16:00. Þetta er dásamlega skemmtilegt.

Svei mér ef ég fer ekki og fæ mér einn lítinn ásamt félögum eftir æfingu. Gulli er að vinna og Siggi mágur ætlar að elda fyrir okkur bógsteig.

Enn ein góð helgin í startholunum.


Ef þeir geta það - þá getum við það líka.......


Lítil áhætta

Fyrir rúmu ári þá fór ég að lána smálán í gegnum Kiva.org. Ég lánaði 5 einstaklingum út í heimi 25$ hverjum. Flestir báðu um 800 - 1200$ lán þannig að margar smáar upphæðir voru lánaðar af einstaklingum út um allan heim.

Svo hef ég fengið reglulega póst um að þessi eða hinn hefði greitt svo og svo mikið til baka af láninu.

Tveir eru búnir að greiða sín lán að fullu. Hinir þrír hafa greitt 51- 86% af sínum lánum til baka.

Og núna er ég byrjuð að lána aftur það sem ég hef fengið til baka.

Þetta er svakalega skemmtilegt!


Strikamerkingar

Ég sem var svo viss um að þessar strikamerkingar væru pottþéttar. Eða voru þetta mannleg mistök þegar sá sem blóðið dró vixlaði strikamerkjunum?

Í þessu tilfelli hefði verið betra að nota nöfnin. Varla margir Elliðar í Eyjum?


mbl.is Í þræðingu með hraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgin mín góða

Eftir vinnu  á föstudag keyrðum við hjón í Hestlandið og vorum komin á Evu- og Adamsklæðum í heitan pott rétt uppúr 19:00. Við áttum síðan rómó kvöld og borðuðum ost sem Gulli hafði keypt í Ostabúðinni. Með honum drukkum við Du Castale sem er rauðvín sem við höldum mjög uppá.

Við keyrðum heim gegnum Þingvelli og náðum síðust haustlitunum. Heima biðu stelpur og hér var fjör. Ari litli í pössun hjá Önnu Kristínu og þrjú ungmenni að æfa sig undir ræðunámskeið hjá þeirri yngri. Ari var sóttur af ömmu sinni og unglingarnir hurfu til síns heima yfir kvöldmata tímann en komu aftur og voru hér með flisserí og stuð til klukkan 22:00. Sú eldri í "geðveikt skemmtilegu" afmæli fram eftir kvöldi. Við Gulli horfðum á Holland - Ísland.

Eftir næðisstund með dagblöðunum í morgun fór ég  og söng við 11:00 messu í Dómkirkjunni. Fermingarbarnið með í för. Það verður að segjast að það er ekki leiðinlegt að byrja sunnudaginn á því að syngja Máríuvers Páls Ísólfssonar og Maríuson Hjálmars H. Ragnarssonar.

Ég og minn maður horfðum á Silfur Egils og stelpurnar fóru út í skóla á æfingu fyrir Skrekk.

Síðan tók við dágóð törn við heimilsverkin og þar létu þær ekki sitt eftir liggja unglingstúlkurnar mínir.

Síðan vorum við stelpurnar að koma úr slátri hjá mömmu og Wincie. Þvílíkt góðgæti. Hjálpi mér!

Er þetta ekki eiginlega uppskrift að góðrí helgi?


Oh! Darling

Bendi á myndbandið með Bítlunum sem ég setti inn í gær......í færslu hér fyrir neðan.....
mbl.is Stefnt á fund með Darling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söngur Geirs til fjármálaráðherra Bretlands


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband