Snúið á Sveinka

Ungur maður sem ég er málkunnug var einu sinni lítill drengur. Og einn morguninn heyrir mamman í gegnum vegginn að drengurinn stynur hátt og er pirraður. Hafði fengið kartöflu í skóinn. Mamman heyrir að drengurinn gengur fram í eldhús og stússast eitthvað og opnar ruslskápinn. Kemur síðan í dyrnar á svefnherbergi foreldra sinni alsæll á svip - með mandrínu í hendinni "Sjáiði - jólasveininn gaf mér mandarínu"

Þriðji sunnudagur í aðventu

Ég er löngu hætt að láta jólin stressa mig. Og jólakvíðinn hefur snar minnkað. Enn fæ ég þó einhver ónot í maga þegar líður á aðventuna.

Almennilegar húsmæður eru sjálfsagt að baka og kaupa í dag. Ég blogga og átti 70 mínútna samtal við Systu vinkonu mína í símann áðan.

Hér er komið upp flest skraut. Við settum það upp í gær. Ég fór síðan í Forgarð Helvítis og hjálpaði stelpunum að velja á sig föt sem þær fá síðan í jólagjöf.

Ég einhvernveginn afstressaðist jólalega við að fara til Kanaríeyja um jól fyrir fjórum árum.

Þá fann ég að jólafriðurinn kom margfallt til mín við að hafa ekki allt rosaleg "flott" og "fullkomið". Hlutirnir verða það aldrei.

Þá borðuðum við úti á svölum við jóladúk sem ég hafði keypt fyrr um daginn. Drukkum rauðvín úr vatnsglösum. Höfðum búðarbúðing í eftirmat.

Hlustuðum á jólamessuna frá því árinu áður

Og mér leið stórkostlega


Falleg ástarsaga

Broackback Mountain - hreint út sagt frábær mynd. Við horfðum á hana í vikunni hjónin. Ég hef horft á hana margoft og hún er ótrúlega falleg og um leið svaklega sorgleg. Mæli með henni fyrir þá sem ekki hafa séð hana.

Draumurinn rætist!!!

Hugsið ykkur bara - ég fékk að syngja með Ragga Bjarna.

Þannig var að starfsmönnum Umferðarstofu ásamt fleirum var boðið í árlegt jólamorgunkaffi hjá Aðalskoðun í Hafnarfirði. Rosalega flottar veitingar.

Þarna las Sigurður Skúlason úr Njálu og allir fengu bókina til gjafar.

Og svo söng Raggi Bjarna við undirleik Þorgeirs Ástvaldssonar. Flutti ýmis lög og hvatti okkur óspart að taka undir og ég lét ekki segja mér það tvisvar.

Eftir eitt lagið sagði hann eitthvað á þá leið að þarna væri kona (ég ) sem syngi vel og mikið og vildi endilega fá mig upp á svið........

Að endingu fór ég og söng með honum Kenndu mér að kyssa rétt!

Þetta var algjör draumur; syngja dúett með Ragga Bjarna og fá koss að launum!


Stúlkan mín og beltið brúna

Það var gráðun hjá Bryndísi minni í karate í gær. Stúlkan hefur æft karate síðan 2002 og hefur haft mikla ánægju af. Þetta er sérlega góð íþrótt - þú ert í raun að keppa við sjálfan þig og ekki er verra að kunna að verja sig.

Í gær var svo komið að brúna beltinu. Og það var stór stund þegar hún fékk fyrsta brúna beltið. Hún er búin að fara í gegnum alla hina litina og núna er það brúnt og síðan svart. Brúna beltið verður hún með í þrjú ár og þá fær hún fyrst stigs svart belti.

Þær voru tvær stöllurnar sem náðu þessum áfanga í gær og þetta er flott hjá 13 ára stelpu.

Í gær var líka ræðu keppni milli 8. og 10. bekkjar og hópurinn hennar Bryndísar vann 10. bekk. Það var ljúfur sigur. Þau voru heima hjá okkur á sunnudag og sömdu ræðurnar og æfðu sig. Lögðu greinilega mikið á sig og uppskáru samkvæmt því. Hópurinn hennar talaði gegn því að dýr væru notuð í tilraunaskyni og að dýrum væri slátrað fyrir feldinn.


The Shining

Hvað var það aftur sem jack Nicolson sagði í kvikmyndinni The Shining:

 "Honey - I´m home"

Veit ekki afhverju mér datt það í hug.......


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta snýst nefnilega dálítið mikið um traust

Hún var fín ályktun félags fréttamanna frá því í gær.

Gott hjá þeim að afþakka fréttalestur PM. Það er ekki sérlega aðlaðandi tilhugsun að hafa hann lesandi fréttir eftir hrokafulla framkomu hans á fundinum á föstudag.

Þetta tal um að starfsfólki komi ekki við hvernig hann dreifir sínum launum og "skúringakonukjaftæði" segir nú mest um manninn sjálfan.

Viljum við hafa slíkan mann lesandi fréttir?

Og fer það saman að maður sem þarf að víla og díla um peningamál stofnunarinnar við ráðamenn þjóðarinnnar segi svo fréttir af því sama?

Ég held ekki


Samsæriskenning

Er er ekki mikið fyrir slíkar kenningar. En hér er ein úr minni smiðju:

Smá saman fattar maður fléttuna og plottið. Þetta byrjaði þegar Óðinn Jónsson fékk fréttastjóra stöðuna en ekki Elín Hirst. Íhaldið hefur hingað til séð um sína. En þegar þetta var þá hefur sjálfsagt við búið að ákveða að segja upp all mörgum starfsmönnum. Og flestum af fréttasviði. Og til að ekki komi kusk á hvítflibba sjálfstæðismanna þá hefur Óðinn Jónsson verið handvalinn til að vinna skítverkin. Það hlaut að vera ástæða þess að hann var gerður að fréttastjóra en ekki Elín.

En þetta er ekki allt. Maður að nafni Ingólfur Bjarni Sigfússon er erfðaprinsinn.

Eftir svona ár þá verður Óðinn Jónsson látin fara því að "ekki hefur tekist til sem skyldi" með sameiningu fréttastofu sjónvarps og útvarps.

Og þá er það náttúrulega næstráðandi - fyrrnefndur Ingólfur Bjarni - sem tekur við.


Hávaði!!!

Þetta var alveg svakalega hávært boð hér í gær! Guð hvað við töluðum hátt og hlóum hátt. Hér voru auk okkar: Baldur Hjaltason, Brynhildur Briem, Sigurður Gestsson og Haddý kona hans, Wincie frænka mín og Gylfi Kristinsson. Eini framsóknarmaðurinn í hópnum. Það fuku flöskur og kassar af rauðvíni. Og koníak. Og Grand marnier. Og ískalt þykkt brennivín. Og fullt af hangikjöti. Og ný steikt laufabrauð. Sérlega líflegar samræður. Og ég er ekkert þunn - ekki vitund.

Ég er á leið niðrí bæ með dætrunum til að syngja við jólatréð á Austurvelli. Annars er ég kvefuð og hás. Snýtti mér stanslaust í gær.


Húðin mín

Ég er með erfiða húð. Þurra og leiðinlega. Og svo er ég með þann hrikalega erfiða sjúkdóm psoriasis. Ég er blessunarlega laus við alla bletti núna. Hef stundum verið alveg hræðileg. Er á meðan er.

Venjulega þegar svona kalt er í veðri er ég verst. Með sprungnar hendur og þurr um allan kroppinn. En í ár er ég öðruvísi. Húðin er mjúk og ekki þurr. Og ég veit afhverju. Það er vegna þess að í rúman mánuð hef ég tekið Linseed olíu á hverjum morgni. Gúlsopa. Þetta er hörfræolía og virkar svona svaklega vel. Mæli með þessu fyrir þá sem eru með erfiða húð. Virkar mikið betur en öll heimsins krem.

Ef ég fæ sórabletti á næstunni þá kenni ég RÚV um. Ekki spurning. Það verður gaman fyrir Óðinn Jónsson þegar ég birtist og sýni honum blettina. Eða ætti ég heldur að sýna þá Eyrnastórum? Sðurning.....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband