29.12.2008 | 08:15
Hryllingur
Þetta eru nú meiri hörmungarnar sem ganga yfir Palestínu menn. Var rétt í þessu að hlusta á Svein Rúnar Hauksson og tek undir með honum að við eigum að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.
Þvílíkur ójöfnuður! Ríkisrekinn terrorismi með stuðninga Bandaríkjamanna gegn teygjubyssuskotum frá Gaza. Og ekki virðist vera neitt lát á árásunum.
Árásir halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
28.12.2008 | 14:03
Dagarnir í lífi mínu
Jæja - þetta er nú búið að vera skratti gott verð ég að segja
Aðfangadagskvöld var rólegt og gott og sömuleiðis jóladagur. Boðið á jóladag gekk vel og mikið fjör hjá okkur. Á annan í jólum gerði ég eiginlega ekki nokkurn skapaðan hlut nema að við tókum til eftir bjóðið. Og elduðum pasta. Ég hef lesið og lesið og lesið. Og eina mest spennandi bók sem ég hef opnað - Karlar sem hata konur. Yfir 500 blaðsíður og ég les mig rauðeygða fram á nætur og langar mest að gera ekkert annað en lesa og lesa. En það er víst ekki hægt.
Í gær dreif ég mig í WC og gekk rösklega í klukkutíma og það var mikið, mikið gott. Þar var fjölmenni en samt ekki bið eftir bretti. Það er ákaflega snyrtilegt og gott í WC en í gær fann ég í fyrsta sinn mannafílu þegar ég kom í salinn!!!!
Í dag grenjaði ég síðan yfir pottum og pönnum í hádeginu þegar Cecilia Bartoli söng Caromio ben (skrifað einhvern veginn svona held ég). Ég fór allt í einu að hugsa um hann elsku pabba minn. Og þegar maður er eitthvað dálítið lítill í sér þá er nú varnirnar ekki miklar.
Ég er búin að búa til skyrtertu og heitt brauð í ofni sem ég ætla að taka með til mömmu en þar ætlum við systikinin og fjölskyldur að hittast í kaffiboði á eftir. Stelpurnar eru að gera sig klárar en ástin mín er að senda út tvo handbolta leiki. Ég verð góð við hann í kvöld.
Á morgun og þriðjudag vinn ég en er síðan komin í langt frí aftur og fer ekki til vinnu fyrr en 5. janúar. Og þá hefst nýr kapítuli í lífinu ekki satt!.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2008 | 17:18
50 mínútur
Þetta er að skella á - jólahátíðin. Dæturnar komnar í sparifötin, Gulli í jólabaðinu og fer brátt og sækir mömmu. Allt tilbúið - við erum með hamborgarahrygg í fyrsta sinn og hann mallar í pottinum. Rauðkálið sömuleiðis tilbúið og búið að smakka ótal sinnum. Eplasalatið tilbúð. Búið að sjóða kartöflurnar. Eplakakan fyrir boðið á morgun tilbúin.
Nú bíð ég eftir þögninni sem kemur í útvarpinu klukkan 17:42 og verður síðan rofin með klukkum Dómkirkjunnar. Ég ætla að hlusta á mína elskulegu félaga í kórnum í þetta sinn - treysti mér ekki í messu. En ég tek undir hér heima.
Unglingarnir mínir hafa verið stórkostlega góðar í dag. Allt svo rólegt og gott og allir hjálpast að.
Á morgun verður smá meira fjör þegar við verðum hér 12 í hangikjöti. Sömu gestir og í fyrra - já og undanfarin 5 ár. Wincie frænka mín, Gróa æskuvinkona mín og dóttir hennar - hlakka hrikalega til að sjá þær því þær búa í Englandi í vetur, vinahjón okkar Baldur og Linda og þeirra dóttir Veronika Sólveig og strákurinn þeirra stóri hann Bjarni Mikael.
GLEÐILEG JÓL ELSKURNAR MÍNAR Í BLOGGHEIMUM
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.12.2008 | 06:56
Gleði, gleði, gleði
Nú geta skjólstæðingar Stígs og Traðar tekið gleði sína. Að ég tali nú ekki um okkur foreldra þeirra barna sem þarna eiga athvarf!
GLEÐILEG JÓL!
Ekkert um okkur án okkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2008 | 10:02
Mjög erfiður sjúkdómur
Lítil 10 vikna hetja sem ég þekki greindist með þennan sjúkdóm aðeins tveggja vikna gömul. Ástæðan er sú að hún fór til Boston þriggja daga gömul í mjög flókinn hjartauppskurð. Þar í landi eru öll börn rannsökuð nokkura daga gömul til að finna út hvort þau hafa þennan afar sjaldgæfa sjúkdóm.
Ég sá þess litlu stúlku á föstudag og hún er æðisleg. Lítil - en samt stór því hún er svo kröftug og horfir með stóru augum fullum af áhuga og lífi í kringum sig. En hún hefur reynt mikið litla skinnið. Og á eftir að fara í fleiri hjartaaðgerðir á næstu árum.
Hafði glímt við erfðasjúkdóminn frá fæðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2008 | 19:07
Helgin
Þrátt fyrir óbærilegan kvíða og ótal óleysta hnúta í maga þá hefur helgin verið ágæt. Þökk sé góðum manni og yndislegum stelpum.
Við erum búin að skúra, skrúbba og bóna og húsið er komið í ágætt ástand. Síðdegis í gær fórum við hjón í smá jóla útréttingar, komum síðan heim og bjuggum til óheyrilega góða pizzu og horfðum síðan á The Sting. Myndin er 37 ára gömul og eldist mjög vel. Plottið er frábært.
Í gærkvöldi fylltist herberg eldri heimasætunnar af fínum og kátum 10. bekkingum. Þau höfðu farið í brjálað snjóstríð og komu hingað inn hundblaut með rjóðar kinnar. Það var gaman.
Eftir smá heimastúss í dag fórum við stelpurnar á Laugaveginn. Þar var frábært veður og fjöldi manns á ferli. Eitt og annað smotterí keypt.
Gulli beið með kvöldmatinn þegar við komum heim og núna er ró að færast yfir heimilið. Sú yngri er farin á bíó með félögum og ég ætla að horfa á fréttir og auðvitað Sommer.
Svo er bara að þrauka 2 daga í vinnunni og vona að svarti hundurinn geri sig ekki of heimakominn hjá mér. Það er það síðasta sem ég þarf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2008 | 16:51
Lalli Jóns og snjóboltinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.12.2008 | 09:24
Takið þátt í þessum leik!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2008 | 08:38
Nú hafa þeir tapað sér!
Hvað er næst! - jú í upphafi var einnig nefnt að sjúklingur ætti einnig að greiða fyrir matinn á sjúkrahúsinu. Við eigum víst að vera feginn og þakka fyrir að það er ekki í þessum tillögum
Sveiattann!
Komugjald vegna innlagnar á sjúkrahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2008 | 08:35
Derríska
Maðurinn minn hefur verið duglegur að tala Derrísku. Hann kann ekkert í þýsku en fer stundum með vel valdar setningar á Derrísku.
Hann verður að halda kunnáttunni við - ég skora á RÚV að endursýna nokkra þætti til heiðurs þessari þýsku alþýðuhetju!
Derrick látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)