Hryllingur

Þetta eru nú meiri hörmungarnar sem ganga yfir Palestínu menn. Var rétt í þessu að hlusta á Svein Rúnar Hauksson og tek undir með honum að við eigum að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.

Þvílíkur ójöfnuður! Ríkisrekinn terrorismi með stuðninga Bandaríkjamanna gegn teygjubyssuskotum frá Gaza. Og ekki virðist vera neitt lát á árásunum.


mbl.is Árásir halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er maki thinn eins illa  ad sér eins og thú og adrir skrifarar á Íslandi um deilurnar fyrir botni Midjardarhafs?Er hann kannski Gunnar Hrafn Jónsson sem skrúdadur í Palestinasjal kynnir sig sem fréttamann sjónvarpsins á Moggablogginu?

S.H.

S.H. (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 08:30

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Úpps - hver er S.H? lítill kall eða kelling?

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 29.12.2008 kl. 08:44

3 Smámynd: Jóhannes Einarsson

"Með árásunum eru Ísraelsmenn að reyna að stöðva sprengjuárásir Hamas-samtakanna á suðurhluta Ísrael en sex mánaða vopnahlé milli ríkjanna rann út í síðustu viku. Ísraelar hafa hótað að senda inn landgöngulið."

Stutt frétt af sláturun. Stutt fréttaskýring er svo kokkuð með, áróður öðru nafni. Heimurinn skellir við skollaeyrum eins og fyrr.

Fyrir mér er Þetta þjóðarmorð og villimennska.  

Jóhannes Einarsson, 29.12.2008 kl. 09:14

4 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Já - og svo var það nýjasta í fréttum í morgun að Ísraelsmenn væru búinir að margefla herlið sitt við Líbanon. Ætli það sé ekki næst á dagskrá að endurtaka leikinn þar og hefja árásir.

Og staðan er svo gríðarlega ójöfn. Hvaða hafa lang sveltir og allslausir Palestínumenn á Gaza í herafla Ísraelsmanna? Sem hafa síðan stuðning USA?

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 29.12.2008 kl. 09:22

5 Smámynd: ThoR-E

Maður getur skilið palestínumenn að reyna að berjast á móti með því að senda eldflaugar yfir til Ísrael.. en hvað halda þeir að þeir græði á því? Ísraelsmenn fara ekkert þótt nokkrum eldflaugum sé skotið yfir.

Ísraelsmenn hefðu ekki farið í þessar árásir nema bara vegna þess að Hamas er að skjóta eldflaugum á Ísrael.

Þeir þurfa að semja frið og Ísraelsmenn þurfa að rífa þennan múr niður og gefa palestínumönnum til baka land sem af þeim hefur verið rænt.

Fyrr kemst aldrei friður á.

En ég segi við síðuhöfund... það eru tvær hliðar á öllum málum. Þetta er ekki svona svart og hvítt eins og þú greinilega heldur.

ThoR-E, 29.12.2008 kl. 09:36

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ace. Pelstínumenn hafa ekki skotið neinum flaugum yfir til Ísrael. Það svæði, sem þeir hafa skotið á er hluti af ólöglegu hernámssvæði þeirra frá því í stríðinu 1948 til 1949. Við hverju býst fólk, sem sest að á stolnu landi? Ef þetta fólk hefur ekki taugar í að þola nokkrar rakettur þá getur það bara hypjað sig af þessu svæði, sem það það á ekkert tilkall til, og farið inn fyrir lögleg landamæri síns eigin ríkis.

Paletínumenn eru margbúnir að reyna að sejma við Ísraelmenn síðustu áratugi. Slíkir friðasamningar hafa alltaf strandað á því að Ísraelar hafa aldrei ljáð máls á neinu, sem getur talist sanngjarn friðarsaningur. Þeirra bestu tilboð geta í besta falli talist niðurlægjandi uppgjafarskilmálar fyrir Palestínumenn.

Ísraelar munu aldrei taka í mál sanngjarna friðarsamninga við Palestínumenn nema þeir verði þvingaðir til þess af alþjóðasamfélaginu. Því styð ég eindregið þá kröfu Sveins Rúnars Haukssonar að við slítum stjórnmálasambandi við Ísrael. Til viðbótar við það eigum við að setja viðskiptabann á Ísrael og banna alla flutninga á vopnum ætluðum Ísraelum um íslenska lofthelgi eða íslenska landhelgi. Hvorugt þessara mála skiptir miklu máli í raun en er móralskur stuðningur við hina hernumdu og kúguðu þjóð Palestínumanna.

Sigurður M Grétarsson, 29.12.2008 kl. 10:37

7 Smámynd: ThoR-E

Mikið til í þessu Sigurður.

ThoR-E, 29.12.2008 kl. 10:45

8 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Sko þessar svokölluðu eldflaugar - þetta eru eins og teygjubyssuskot miðað við flugárásir Ísraelsmanna. Og mikill má sáttvilji Palestínumanna vera ef þeir vilja ná sáttum við þjóð sem hefur kúgað þá í yfir 60 ár, rænt af þeim landi og ný síðustu ár sýnt svívirðilega framkomu við íbúa á Gaza. Meinað þeim að flytja nauðsynjar til svæðisins, niðurlægt þá á allan hugsanlegan hátt.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 29.12.2008 kl. 10:51

9 Smámynd: ThoR-E

Nákvæmlega.. í fréttum kom að yfir 300 palestínumenn eru látnir, konur og börn... því ísraelsmenn hafa látið sprengjum rigna yfir Gaza.

Þvílíkur hryllingur.

Mikið finn ég til með þessu fólki á Gaza.

ThoR-E, 29.12.2008 kl. 20:16

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Gleðilegt nýtt ár

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:14

11 identicon

Hvorki lítill kall eda kerling, Kristín Björg. Nú er úr vöndu ad ráda. Tharf greindarvísitölu á vid fíl til ad skilja thetta?

S.H.

S.H. (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband