Þetta með systurnar

Já - ég á ekki systur en tvo bræður. Annar er þrem árum eldri en ég og hinn þrem árum yngri.

Ég öfundaði alltaf þær stelpur sem áttu systur og langaði í eina slíka. Reyndar höfum við Wincie frænka talið okkur systur. Við erum bræðrabörn og hún er 16 árum eldri en ég.

Annars heyrir maður stundum óskaplegar sögur af samskiptum systra. Ég man þegar ég var að vinna með Selmu Björnsdóttur í sjónvarpsþættinum "Ó" þá sagði hún okkur mergjarðar sögur af sér og sínum þrem systrum.

Ég er ótrúlega glöð með að dætur mínar eigi systur. Og það systur sem er á svipuðum aldri.

Mamma mín átti þrjár systur og einn bróður en ein systranna og bróðirinn dóu í æsku. Hinar tvær dóu 1990 og 1999 og mamma saknar þeirra enn.

Mér datt þetta einhvernveginn í hug því mér finnst lagið hennar Eyvarar Pálsdóttur um systur hennar þær Elísabetu og Elínborgu svo svakalega fallegt.

Og Ellen Kristjánsdóttir syngur lag Magnúsar Eiríkssonar, Litla systir, alveg ótrúlega fallega.


Krókur á móti bragði

Ég læt freistast á föstudögum og kaupi þá gjarnan rusl snepilinn DV. Já ég veit að ég á að skammast mín, en ég er veik fyrir dagblöðum og finnst rosalega gott að sitja í stóra stólnum heima, með gott ljós og lesa blöðin spjaldanna á milli.

Manni mínum finnst þetta rugl og skilur ekkert í sinni konu að láta þetta eftir sér.

Hann er líka stríðinn og í hvert skipti sem við erum saman að versla og ég teygi mig í helgarblaðið þá segir hann stundar hátt svo allir heyri sem heyra vilja "nei Kristín - nú tek ég kortið og klippi - þetta gengur ekki"

Um daginn lét ég krók mæta bragði. Við stóðum við kassann í Hagkaup og ég segi stundarhátt "ertu að meina það Gulli minn - langar þig í disk með Nylon í jólagjöf"

Mér fannst ég rosalega fyndinSmile


Föstudagskaffi

Hér á Umferðarstofu er það siður að hver hæð er með spes kaffi tíma á föstudagsmorgnum. Við hér á 2. hæðinni skiptums á að koma með eitthvað góðgæti - stundum heimatilbúið - stundum úr bakaríi - bara eftir því hvernig stendur á hverju sinni.

Nú er Sævar Sól með kaffið og það verður ekkert slor því hann er búinn að stinga þrem vöflujárnum í samband og hér angar vöflulyktin og á eftir gæðum við okkur á heitum vöflum og rjóma og sultu....namminamm


Frábær mynd!

Hún heitir Reign over me. Fjallar um afskaplega viðkvæmt mál á algjörlega væmnislausan hátt. Ég skil ekki afhverju þessi mynd hefur ekki verið verðlaunuð í bak og fyrir.

Segir frá herbergisfélögum úr háskóla sem hittast eftir að annar þeirra hefur misst allt fólkið sitt í árásinni 11. september. Hefði getað orðið hroðalega væmin en var sérlega góð. Mæli með henni.


Borat

Þessi sena var víst klippt út úr myndinni -

http://www.kvikmynd.is/video.asp?id=2682


Tilviljun?

Samstarfskona mín er Elmarsdóttir og maðurinn hennar heitir Elmar. Þetta er frekar óvenjulegt nafn og ætli að það sé tilviljun að hún sé bæði Elmarsdóttir og búi með Elmari?

Þegar hún var að byrja að slá sér upp með sambýlismanninum þá gerði pabbi hennar grín að því að hún hefði náð sér í mann sem héti í höfuðið á sér.

Þegar hún spurði svo mannsefnið um nafnið þá kom í ljós að þegar foreldrar hans voru að leita að nafni á hann þá var ansi duglegur knattspyrnu maður á Akureyri sem hét Elmar og þeim fannst þetta fallegt nafn og skýrðu drenginn því Elmarsnafninu.

Maðurinn sem forðum lék knattspyrnu á  Akureyri en nú tengdafaðir hans.


Rasistar og ruglað fólk

Ekki hafði ég geð í mér að lesa viðtalið við vitleysingana í Reykjanesbæ sem var í DV um helgina. En á myndinni má sjá sérlega ógæfulegt fólk. Það hefði þurft að rassskella þau strax í æsku.

Mjög fyndið......

http://www.dv.is/divi/spila/3ks4es1z2v20nj3h5jtjf6xeavapl

Geðveikur maður

Ég held að framferði Bush forseta sé það sem ógni öryggi annara þjóða í heiminum.


mbl.is Íran „ógnar öryggi allra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgin góða......

Dásamleg helgi þessi:

Á föstudag eftir vinnu tókum við fjögur niður jólin. Smáborgarinn var aðeins farin að roðna yfir fullskreyttu heimili. Síðan tók við öl, snafs og Útsvar.  Spennandi þáttur.

Eftir hrikalega skemmtilega kóræfingu á laugardagsmorgninum fórum ég og sú eldri í Forgarð Helvísit. Nú var komin tími á útsölur og hún á pening sem hún fékk í jólagjöf akkúrat til að fara og kaupa sér föt.

Þar uppgötvaði ég "nýtt" kaffi hús -Kaffi Paris. Og meða unglingurinn skannaði verslanirnar sat ég og drakk sérlega gott capucino, borði brauð með hummus og las Moggann. Dásamleg stund. Eftir stutt stopp á bókasafninu fór ég niður í 12 tóna og keypti mér miða á tónleika Kammermúsik klúbbsins sem eru í kvöld. Í 12 tónum er rosaleg útsala og ég keypti tvo diska - Jólaóratoríuna og svo diskinn með kór Áskirkju. Sérlega fallegur diskur sem mig hefur lengi langað í.

Ég bjó svo til hina svakalega góðu Skólastjórasúpu í kvöldmat og bauð mágnum úr kjallaranum sem kom með dýrindis hvítvín.

Messa í morgun og eftir hana fór ég til mömmu minnar í Kópavoginn og fékk ristað brauð og te. Við sátum síðan miklum róleg heitiumog ræddum landsins gagn og nauðsynjar. Ég er ekki nógu dugleg að heimsækja hana verð ég að viðurkenna og það var rosalega gott að vera bara við tvær og dúllast saman. Nú ætla ég upp á loft og lesa svolíið og hlusta á útvarp og sofna smá stund.

Ég hlakka til að heyra Brahms,Bartok og Schuman í kvöld í Bústaðakirkju. Síðast þegar ég heyrði Schuman kvintettinn á tónleikum var það í Norræna Húsinu og Þorsteinn Gauti var á píanóið. Ég man að Ásdís Valdimars var á víólu og gott ef Þórhallur Birgisson spilaði ekki á fiðlu. Það eru mörg, mörg ár síðan.....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband