11.1.2008 | 16:07
Lengd nafna
Nú er Helgi Seljan búin að lýsa yfir stríði við þjóðskrá vegna þess að hann getur ekki skráð fullt nafn ungrar dóttur sinnar hjá þeim.
Þegar við nefndum Bryndísi 1995 þá hringdi í okkur gasalega húmorslaus kona frá þjóðskrá og spurði hvernig við vildum skrá barnið þar sem það var of langt fyrir tölvuna.
Mér finnst nú hálf asnalegt að geta ekki skráð allt nafnið en hef ekki nennt að gera mál úr því.
Bryndís Sæunn Sigríður Gunnlaugsdóttir er því skráð Bryndís Sæunn S. Gunnlaugsdóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2008 | 13:26
Þetta með hlutabréfin
Maður hefur krossað sig og blessað að eiga ekki hlutabréf nema fyrir klink þessa síðustu og verstu daga. Ég hef samúð með þeim sem hafa kannski fjárfest milljónina sína í hlutabréfum og eru búnir að tapa henni.
Ég hef aftur á móti ekki samúð með þeim sem taka HÁLFAN MILJARÐ að láni og tapa þeim peningum.
Þetta er ekkert nema græðgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2008 | 10:30
Brandari sem ég fékk í tölvupósti
Einkaritarinn sem er kona er bæði forviða og hneyksluð á orðbragði
mannsins: Fyrirgefðu herra, ég hlýt að hafa misskilið þig. Hvað
sagðirðu?
Hlustaðu á mig andskotinn hafi það, gólar karlinn. Ég sagði að ég
vildi ganga í þessa helvítis kirkju.
Mér þykir það leitt maður minn, en svona orðbragð verður ekki liðið
hér í þessari kirkju. Og einkaritarinn stormar inn á skrifstofu
prestsins til að láta hann vita af ástandinu.
Presturinn er hjartanlega sammála einkaritaranum sínum. Hún á alls
ekki að þurfa að sitja undir svona hræðilegu orðbragði. Þau ganga
saman fram aftur og presturinn spyr gamla karlfauskinn:
Herra minn, hvað er vandamálið?
Það er ekkert fjandans vandamál, segir karlinn, sýnu skapverri en áður.
Ég bara vann 200 milljónir í helvítis lottóinu og ég vil ganga í þessa
helvítis kirkju til að losna við eitthvað af þessum helvítis peningum.
Ég skil sagði presturinn rólega. Og er þessi kerlingartík hér að
valda þér vandræðum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 08:21
Ótrúlegt!
Ég var ánægð með þessar fréttir í morgunsárið.
En spyr mig að einu: ætli þeir sem gerðu skoðanakannanirnar fyrir þetta forval eigi nokkuð "comeback"?
![]() |
Clinton vann í New Hampshire |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.1.2008 | 10:34
Hverjir voru hinir?
![]() |
Gagnrýna ráðningu nýs ferðamálastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2008 | 11:58
Af sumarbústaðalífi
Ég fór að hugsa um sumarbústaðaferðir okkar fjölskyldunnar eftir að ég sá mynd hjá www.ragnhildur.blog.is af hennar fjölskyldu í hörkufrosti við sumarbústaðabyggð.
Við fórum mikið í bústaðinn með stelpurnar litlar og stundum spekúlera ég í því hvernig maður nennti - útbúnaðurinn var þvílíkur. Það þurfti að vera með útifatnað fyrir öll veður - kuldagalla, kuldaskó, trefla, vettlinga, hosur, stigvél, regnfatnað, peysur og tonn af fötum og tvær tegundir af bleyjum á tímabili. Svo þurfti vagn svo hægt væri að fara í göngutúr, dót, teppi og endlausan útbúnað. Bíllinn úttroðin.
Og í þá daga var ekkert rafmagn nema af sólarsellu - sem þýðir að ekkert var sjónvarpið til að hafa ofan af fyrir okkur. Og heiti potturinn kom ekki fyrr en 2003. Og þegar vont var veður gat tíminn stundum verið lengi að líða. En sundlaugarnar allt í kring voru frábærar. Ég held við höfum heimsótt allar laugar í Hreppum, Skeiðum, Tungum og Byggðum. Og ég man eftir okkur í ausandi rigningu að leita að róló til að viðra þær.
Og svo að ganga frá öllu aftur - með tvö smábörn.
En þetta gerðum við nú samt, helgi eftir helgi. Og við fórum hvert sumar í löng ferðalög um landið. Stundum gistum við á gistiheimilum, stundum í stéttarfélagshúsum, einu sinni skiptum við á tjaldvagni og bústaðnum okkar. Einu sinni leigðum við okkur fellihýsi á Egilsstöðum og fórum þar um allt.
Þessar ferðir um landið voru hreint út sagt frábærar! Og eitt sinn var ég að hjálpa annari hvorri þeirra með landafræðina við að merkja inn á kort hvert hún hafði komið og þá hafði verið ferðast í alla landshluta - og suma oft eins og austfirði og norðurland.
Maður kom kannski ekki sérlega hvíldur úr slíkum ferðum en með fegurð landsins í hjartanu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2008 | 10:14
Sú yngri og jólatréð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2008 | 16:55
iPodar
Hér eru þrír á heimilinu - stelpurnar eiga sitt hvorn 4mb en Gulli á einn sem er með talsvert stærra minni. Hann hefur notað fríið undanfarna daga og sett mest af CD safninu okkar inn í tölvu og svo á poddinn.
Þau þrjú tala sín á milli einhverja óskiljanlega poddísku. En skilja hvert annað. Og ég er útundan.
Ég var ánægð með mína eldri áðan þegar hún lýsti því yfir að "Personal Jesus" væri miklu flottar með Johnn Cash en með Marlin Manson. Svo er hún farin að fíla Rolling Stones og raular af og til lög með Bítlunum. Ég hlusta líka oft hjá þeim þegar þeim finnst eitthvað flott.
Þarf ég líka að eiga iPod?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.1.2008 | 16:36
Forval og forsetakjör
Ég verð að viðurkenna að ég varð hissa á fréttunum að Clnton hefði orðið í 3. sæti í forvalinu í gær. Hún er mín manneskja. Annars skiptir mestu og raunar öllu máli að demókratar komst að í Hvíta húsinu og ef það verður Obama þá verð ég líka ánægð. Helst vildi ég sjá Clinton og Obama saman....
Varðandi kosningarnar hér heima þá vona ég að allr baldrar og ástþórar þessa lands haldi sig til hlés. Mér skilst að ég hafi ekki skilning á lýðræði ef ég er á móti mótframboði en þegar skrýtnir kallar sem engann eiga sjensinn bjóða sig fram með öllu sem því fylgir þá segi ég skítt með lýðræðið!!!
Ég er nú ekki mesti aðdánandi ÓRG og kaus hann ekki 1992 en ég greiddi honum með glöðu geði atkvæði mitt í síðustu kosningum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2008 | 12:27
Hættu að reykja!
Allir fjölmiðlar uppfullir af auglýsingum þar sem boðin er fram hjálp til að hætta að reykja og allskonar lyf til að auðvelda reykinga mönnum róðurinn.
Ég reykti alveg hrottalega mikið. Byrjaði að reykja 14 ára og hætti 34 ára. Það var mikið gæfuspor. Ég hugsa stundum um mig reykjandi og fæ hroll. Ekki það að mig langar enn í smók eftir nær 16 ára reykbindindi. Ég hef ekki tekið smók því þá væri ég fallinn.
Undir það síðasta þá reykti ég vel á annan pakka á dag. Nikótínisti fram í fingurgóma og byrjaði daginn á að kveikja mér í sígarettu, áður en ég setti ketilinn yfir eða kveikti á útvarpi.
Ég gat reykt við allar aðstæður; þó ég væri veik og þó ég hefði reykt og drukkið kvöldið áður. Það var alltaf gott að reykja.
Svo kom að því að ég varð að taka ákvörðun - ætlaði ég að enda með ónýt lungu og súrefniskút eða ætlaði ég að hætta?
Ég var á þessum árum að reyna að verða barnshafandi og það vóg líka þungt í ákvöðrun minni að hætta.
Og það tókst - og sjá - ég varð ólétt samstundis! Ég drap í á hádegi laugardaginn 18. júlí 1992 og 5. ágúst það sama ár fékk ég staðfest með því að fara með þvagprufu í apótek að von væri á barni.
Það gerði virkilega útslagið að mér tókst að hætta. Ég var búin að reyna mikið og lengi að verða ólétt og það kom aldrei til greina að byrja aftur vitandi það að ég var barnshafandi.
Svona var nú það. Ég segi stundum að ég ætli að byrja aftur á gamals aldri. Það kemur bara í ljós.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)