Nokkrar jólamyndir

Picture 003Ég kann ekki að snúa - en hér eru Gulli og Ari litli að setja saman tréð - "smíva jólatré" eins og Ari sagði

Picture 025Aðfangadagskvöld heima - hér eru stelpurnar með ömmu sinni og ömmu ís í skálum

Picture 027Jóladagur - Linda og Wincie frænka mín u.þ.b. að fara að gæða sér á hangikjöti

Picture 028Gróa æskuvinkona mín, Baldur og Siggi mágur minnPicture 030Stúlknaborðið á jóladag - Anna mín lengst til vinstri, Veronika dóttir Lindu og Baldurs "ég er fædd á Tælandi en á heima á Íslandi", Bryndís mín og sú sem snýr hálf baki í myndavélina er Rannveig dóttir Gróu.

 

 


Gleðilegt nýtt ár kæru vinir

Hér var rólegt og gott um áramót . Að venju söfnuðust íbúar Litlu götu saman við flugeldana. Mikil lita dýrð. Við fórum inn og horfðum á gamla árið fara og það nýja koma og sungum Nú árið er liðið. Þetta er eitt af því sem ég held í - sama hversu mikið er fjör er út. Ég hafði ekki orku til að fara aftur eftir nýárið. Vinkona mín og hennar dóttir voru hér hjá okkur og gistu síðan. Allt komið í ró svona uppúr 02:00.

Mér er greinilega að fatast flugið því í fyrr þá sat ég hjá grönnum mínum á númer 3 þeim Finnu Birnu og Baldri Hafstað langt fram eftir nóttu. Hér er  víða opið hús og ég hef alltaf farið til Elfu og Einars við hliðina á en nú hafði ég ekki orku. Líklegast þessi mikla lægð.

Það voru fáir á ferli þegar keyrði til messu að verða tíu. Útvarpsmessa og nauðsynlegt að sem flestir mæti. Hér hefur ekkert verið gert í dag og mér sýnst lítið verða gert í kvöld.

Á það ekki að vera þannig


Frábært!!!!

Þetta kemur mér sko ekki á óvart!!!! - hún er sérlega vel að titlinum komin og ég óska þér til hamingju elsku Svandís-
mbl.is Svandís maður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áramótin

Kæru bloggvinir

 

Takk fyrir gamla árið og megi nýja árið færa ykkur ást, hamingju og frið


Að fá sér í vörina

Að fá sér í vörina hefur hingað til þýtt að fá sér tóbak í neðrivörina.

Um helgina sá ég aftur á móti í mogganum nokkrar myndir af íslenskri konu sem greinlega er búin að fá sér - ekki bara í vörina heldur í varirnar.

Svakalega er þetta ljótt!!!


Byrja snemma, hætt snemma

Sú var dagskipunin í gær.

Eftir sérlega rólega daga með dætrunum rann minn tími upp í gær. Skrallið hófst klukkan 17:00 í 50+50 ára afmæli sæmdarhjónanna Tausta Valdimarssonar (tenór) og Herdísar Guðjónsdóttur. Teitið var í Ásmundarsal og var alveg rosalega skemmtilegt. Það var dansað út í eitt og óneitanlega sékennilegt að dilla sér með Michael Jackson og Tom Jones innan um stórfengleg listaverkinn.

 Teitið var búið svona um 19:30 og ekki gat kórinn látið þar við sitja og haldið var í félagsheimili kórsins en svo er Gunnuhús við Bergstaðastræti stundum kallað. Þar búa hjónin Guðrún Jarþrúður (alt) og Hildur Heimisdóttir (sópran). Þar voru við svona 15 - 20 og það var alveg hrikalega gaman og sungið, hlegið, trúnó og allt þar á milli. Ég var í leysingum eftir langvarandi samvistir við unglingana mína.

Minn sótti svo sína upp úr hálf tólf þegar hann var búin að vinna. Við náðum í skottið á Little miss sunshine sem sú eldri var að horfa á.

Í morgun lá ég síðan og hlustaði rosalega mikið á útvarpið því ég átti von á að tilkynnt yrði um messufall í öllum kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmis. Ekki varð mér að ósk minni og það þýddi að ég var komin niðrí kirkju vel fyrir messu. Kom þá í ljós að dómorganistinn var veikur!!!! Þetta hef ég aldrei upplifað áður. Kristín Vals hafði verið ræst út og við sungum niðri við píanóið og það gekk furðu vel.

Dagurinn í dag hefur ekki boðið upp á neitt annað en inni veru og kúr. Ég og sú yngri brutumst fyrir skömmu út í veðrið og versluðum ekkert nema slkkerí og ís og nammi og snakk í Bónus. Nú á að hafa það notalegt og horfa á Sleepless in Seattle.

Maðurinn er á sínum stað og ég bið ykkur að horfa með vinsemd og virðingu á íþróttaannál íþróttadeildar á RÚV


Hefðir, siðir, venjur.

Hangikjöt á jóladag - það er ófrávíkjanlegt. Svörin hans Sr. Bjarna Þorsteinssonar er eitt af því sem er ómissandi um jólin. Nú geng ég um húsið og raula "Önd mín lofar drottinn og minn andi gleður sig í Guði skapara vorum" - sópranröddina.  Ísinn hennar mömmu er líka eitt af því sem ekki má missa sig. Og ég sýð alltaf allt of mikið rauðkál. Það er ómissandi.

Jólalag Ríksútvarpsins er líka ein af þessum góðu hefðum. Ekki veit ég hvað sú hefð er gömul. Lagið í ár var sérlega fallegt eftir Hildigunni Rúnarsdóttur bloggvinkonu mína og dóttur Rúnars og Finnu Dóru. Ég heyrði það sem síðasta lag fyrir fréttir á jóladag mjög fallega flutt af systur tónskáldsins  Hallveigu Rúnarsdóttur.

Eitt af eftirminnilegu jólalögum RÚV er eftir Jórunni Viðar. Ég tárast þegar ég heyri það.

Ég tárast líka þegar ég heyri "Bráðum koma blessuð jólin" sem síðasta lag fyrir fréttir á aðfangadag. Í mínu ungdæmi var það alltaf sungið af barnakór og þannig vil ég hafa það. Þetta er nú einu sinni lag barnanna. Það hefur undanfarið verið flutt af SÍ í prýðilegri útsetningu og undir stjórn Þorkels Sigurbjörnssonar. En ég vil það sungið

Svo eru það verðlaun úr Rithöfudasjóði RÚV. Ekki veit ég hver hlaut þau í ár en getur verið að þau hafi verið veitt fyrir jól? Þau hafa alltaf verið afhent á gamlársdag. Ekki rjúfa þá hefð.

Annars reyni ég að láta klukkuna ekki stjórna mér. Mér finnst að hjá mörgum að klukkan sé farin að stjórna þeim á þann hátt að ekki sé hægt að gera annað á vissum tímum en það sem planað var. Ég á við að heimilisreglur og klukka stjórni öllu og geri lífið bara flóknara. Það er vissulega gott að hafa einhverja reglu, en reglan má ekki stjórna. Ef mig langar í bíó klukkan sjö þá fer ég en hætti ekki við þó kvöldmatur sé planaður klukkan hálf sjö. Andsk. hafi það - kvöldmatinn hlýtur að mega snæða á öðrum tímum. Hér þýðir reyndar ekkert að plana neitt varðandi kvöldmat. Heimilisfaðirinn kemur heim á öllum timum og annað barnið er í íþróttum oftar en ekki til klukkan sjö. Frekar vil ég frjálsan tíma svo við getum borðað saman.

Hún mamma mín vill hreyfa sig á hverjum dagi. Þrjá morgna vikunnar fer hún í sund og sundleikfimi og líður illa ef hún þarf að sleppa. Hún reynir að fara út að ganga aðra daga en í svona færð þá er það ekki sérlega gæfuríkt. Ég nefndi það um daginn hvort hún vildi ekki fara og synda fleiri daga vikunnar þegar erfitt er að ganga en það gat hún ekki hugsað sér.

Svo þetta með Jesus Christ Superstar sem frumsýnt var í gær. Hvað á þessi vitleysa eiginlega að þýða!!!! Ég vil sjá Jesú í sandölum og kufli og allt eins og það á að vera. Tek fram að ég er ekki búin að sjá sýninguna er er búin að plana það. Var reyndar harðákveðin þar til ég sá að þetta er svona "tímalaus sýning"

Ég ætla að fara að sjá Travíötuna í Íslensku Óperunni og ég brjálast ef fundinn verður annar tími fyrir sviðsetninguna. Ég vil sjá heldri manna heimli, velúr og hanska upp að olbogum. Ekkert nútíma kjaftæði. En tónlistin verður í alla fall sú sama - guði sé lof fyrir það!


Jólanótt og nýársnótt

Í sjónvarpinu er dagskrárkynningar stúfur sem auglýsir tónleika á GAMLÁRSDAGSNÓTT.

Í Mogganum las ég um AÐFANGADAGSNÓTT.

Í mínu ungdæmi voru þetta nýársnótt og jólanótt.


Ég og kaffið

Ég svaf illa á jólanótt. Ég skildi ekki neitt í neinu. Við fórum að sofa uppúr klukkan 01:00 södd og sæl eftir fínana dag og fínt kvöld. Rúmið beið okkar með nýjum sængum og nýjum koddum sem við höfðum fengið í jólagjöf. Og utan um þær var búið að setja stífstraujað silki damask. Þetta er það yndislegasta sem ég veit.

En í mér var óróleiki. Ég sofnaði í 15, 20, 30 mínútur í senn og hrökk svo upp. Endaði með að fara fram og horfa á mynd. Ég gat ekki lesið því ég var syfjuð. Sofnaði loks almennilega undir morgun.

Ég lýsi síðan óförum mínum fyrir bróður mínum sem spurði hvort ég hefði drukkið kaffi? Jú mikið rétt, ég hafði drukkið einn Irish coffie svona um 23:00.

Hokin af reynslu drakk ég einn sopa af kaffi á jóladagskvöld og svaf eins og steinn.


2. í rólegheitum

Hún var skynsamlega þessi ákvöðrun mín að vera í fríi milli jóla og nýárs. Sérstaklega þar sem Gulli minn ætti að vera í vaktafríi en vinnur eins og skeppna enda mikill handbolti, íþróttamaður ársins og íþrótta annáll framundan. Stelpurnar er ekki einar og við fílum okkur í botn.

Hvað með það - jóladagsboðið gekk vel og stóð til klukkan 02:00. Mikið spjallað um bækur, pólitík, fjölmiðla og fleira og fleira og fleira.

Gærdagurinn var akkúrat eins og hann átti að vera. Ég kláraði að lesa Arnald Indriðason og byrjaði á Himnaríki og helvíti Jóns Kamans. Við stelpurnar klæddum okkur ekki en lufsuðums hér á sloppum og náttfötum. Stelpurnar horfðu á CD sem þær höfðu fengið - sú yngir High school musical 1 og 2 og sú eldri fékk Aðþrengdar eiginkonur, fyrstu og aðra séríu. Hún er að klára fyrri seríuna og er búin að lofa mér að horfa ekki á þá seinni fyrr en eftir a.m.k. viku.

Gulli fór að vinna uppúr hádegi í gær og kom heim milli 20:00 0g 21:00. Við konurnar hans vorum sammála um hvað við vildum í kvöldmat - hamborgara og franskar. Hann kom færandi hendi og þetta var borðað fyrir framan sjónvarpið. Það er dásamlega sjoppulegt og næsSmile Við horfðum á RÚV frá kvöldfréttum og fram yfir Íslenska draumnn og nutum vel. Nú erum við mæðgur að undirbúa okkur undir Kringluferð því það þarf aðeins að skipta og skila.

Hér verður soðin ýsa í kvöldmat. Með nýjum rauðum íslenskum og smjöri.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband