Þetta er skemmtilegt!

Frábært - enda keppnin eitt af því mörgu skemmtilega sem á rætur sínar að rekja til Vestfjarða - og á svo sannarlega skilið að vera kynnt fyrir alheimi!
mbl.is Óbeisluð fegurð til SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velvakandi

Ég vil vekja athygli á obbolítilli tilkynningu í Velvakanda í Mogganum í dag. Blaðsíða 34.

Þessvegna kannski skiljiði afhverju ég hef haldið mig innandyra undanfarið - fá og föl og ekki til sýnis......


Sunnudagur

Úti ýlfrar vindurinn en hér hjá okkur er notalegt.Stúlkurnar mínar sinna heimanámi og ég les blöð og blogga. Ég ætla að skreppa til mömmu á eftir.

Meðal þess sem Bryndís á að gera er kærleiksuppskrft. Hennar uppskrift er svona:

2kg ást

1l. góðmennska

2tsk. traust

3 bollar af hreinskilni

Aðferð: Setjið öll hráefnin í  stóran pott og hrærið kekkina úr. Setjið deigið í hjartalaga form. Setjið þetta í 30 til 40 mínútur í ofn við 200 gráður á celsíus og gefið þeim sem ykkur þykir vænt um.


Sláttur á okkur mæðgum

Það var frí á kóræfingu í gær og ég og sú eldri fórum í Smáralindina- mikið djö....er það leiðinleg iðja á laugardegi. Ég vildi svo sannarlega gera allt annað en það. En barnið átti pening sem hún hafði fengið í jólagjöf og áttu að fara til fatakaupa á útsölum. Við gerðum fantagóð kaup og maður spyr sig náttúrulega hver álagningin er þegar hægt er að gefa 50% afslátt. Hún keypti sér flott gallapils sem fór úr 6000 í 3000.

Ég trommaði inn í Byggt og búið því við erum lengi búin að tala um að kaupa nýtt grill og nýja brauðrist. Ég kom út með þetta líka flotta George Forman grill og fína brauðrist. Í kvöld ætla ég að grilla kjúklingabringur.

Ég fór með þeirri yngri út í Háskóla á japanska kynningu. Þau voru nokkur úr karateinu sem sýndu listir sínar. Þarna gaf að smakka smá japanskan mat og margt og mikið hægt að skoða....


Hvað er þetta eiginlega!

Spyr ég nú bara - hvað er að þessum Staksteini á Mogganum? Það er eins og hann sé með Svandísi Svavarsdóttur á heilanum svei mér þá. Nú á hún að hafa misst af borgarstjóra strætóinum. Hver eða hverjir eru Staksteinar? Ekki trúi ég að Styrmir sé svona dómgreindarlaus. Þetta er rugl.

Gleðigjafinn

Já hann Ari er búin að vera hjá okkur síðan í gær. Hann kann vel við sig hér og finnst fátt skemmtilegra en að sitja við fjölmennt kvöldverðarborð.

Hann var í góðu stuði á vappi í kringum okkur í gærkvöldi og sofnað sæll og glaður.

Í morgun hjálpaði hann mér síðan að baka amerískar pönnukökur og það var kæti hjá okkur. Nú er mamma hans að koma að sækja hann.

Ég er alvarlega hrifinn af drengum fallega með rauða hárið.


Dásamlegt svar

Þetta er úr Kastljósinu í gær þar sem minnst var þess að 35 ár eru síðan gos hófst. Sjónvarpskona talar við lítinn drenga:

Sjónvarpskona: Hvar varst þú þegar gosið var?

Drengur: Í maganum á mömmu

Sjónvarpskona: En var ekki mamma þín lítil stelpa þá?

Drengur: Jú (og llítur hneykslaður á sjónvarpskonuna) en hún er með hjarta og ég var þar


London

Eftir nokkrar vikur ætlum við hjón tvö til London en þangað höfum við ekki komið síðan 1997. Alltof langur tími á Lundúna. Gulli var þarna við nám í tvö ár og er komin með veruleg fráhvarfseinkenni .

Við ætlum að gera ýmislegt skemmtilegt; fara á a.m.k. eitt show og á fótboltaleik. Síðan langar mig í London eye og svo á bara að ganga um götur og borða góðan mat og fá sér bjór á næsta pöbb.

Við eigum að sjálfögðu stefnumót við Walter og Steve vini okkar. Walter er fæddur á Ítalíu og alinn upp í Guatemala og hefur búið út um allan heim. Honum kynntist ég þegar við vorum saman í skóla í Ithaca og höfum haldið sambandi síðan. Hann kom til okkar til Florida 1996, heimsótti okkur hingað 1998. Hann vinnur nú í London og þar kynntist hann manninum sínum Steve. Þeir voru hér hjá okkur fyrir tæpu ár yfir helgi og nú ætlum við að hafa það skemmtilegt með þeim úti.

Ég er að skoða hvað er í boði í borginni góðu en mig vantar síðu þar sem ég get séð hvaða rokk/popp er í boði - vitið þið um góða síðu með upplýsingum um slíkt?

 


Ekki er ráð nema í tíma sé tekið

Haldiði ekki að ég sé búin að panta sólarlanda ferð um miðjan júlí! Við erum að verða eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir og plönum fram í tímann.

Áður en af Spánarferðinni verður á ég þó eftir að fara til London í TBH ferð með mínum manni og til Dresden í geggjaða kórferð. Svo er það ævintýraferðin til Kína í ágúst.....


Kórinn, samúðin og húmorinn

Við vorum öll hálf miður okkar eftir fréttirnar af Svandísi kórsystur bárust okkur á föstudag. Á æfingu á laugardeginum var hringt til hennar og við sungum í gegnum símann "Hjá lygnri móðu" eftir Jón Ásgeirsson.

En það er alltaf gott að geta brosað í gegnum tárin og þegar einn kórfélagi sagðist aldrei ætla að panta ferð með ferðaskrifstofu sem auglýsti "nokkur sæti laus" eða "örfá laus sæti" þá var mikið hlegið......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband