That will be the day!


  
+15°C
Fólkið á Spáni  notar kuldaúlpur og þykka vettlinga.
Íslendingar liggja  í sólbaði.

+10°C
Frakkar reyna af  vanmætti að fá kyndinguna í gang.
Íslendingar planta  blómum í garðana sína.

+5°C
Bílar á Ítalíu  neita að fara í gang.
Íslendingar fara  að gamni sínu í bíltúr á Saab druslunni.

0°C
Eimað vatn  frýs.
Vatnið í Hvítá  verður aðeins þykkara.

-5°C
Fólkið í  Kaliforníu frýs næstum til dauða.
Íslendingarnir  grilla í síðasta sinn áður en veturinn skellur á.

-10°C
Bretar byrja að  kynda húsin sín.
Íslendingar byrja  að nota langerma boli.


-20°C
Götusalar byrja að  flýja frá Mallorca  .
Íslendingar enda  miðsumarshátíðina. Haustið er gengið í garð!


-30°C
Grikkir deyja úr  kulda og hverfa af yfirborði jarðar.
Íslendingar hætta  að þurrka þvott úti.


-40°C
Eiffelturninn  byrjar að gefa eftir í kuldanum.
Íslendingar standa  í biðröð við pylsuvagnana.


-50°C
Ísbirnirnir byrja  að flykkjast burt frá Norðurpólnum.
Íslenska  landhelgisgæslan frestar björgunaræfingum, í von eftir  alvöru
vetrarveðri.


-60°C
Mývatn  frýs.
Íslendingar leigja  sér spólu og halda sig inni við.


-70°C
Jólasveinninn  heldur í suðurátt.
Íslendingarnir  verða pirraðir því þeir geta ekki geymt brennivínið  sitt
úti.
Íslenska  landhelgisgæslan setur í gang björgunaræfingar.


-183°C
Örverur í mat lifa  ekki af.
Íslenskar kýr  kvarta yfir handköldum bændum.


-273°C
Öll atóm  staðnæmast vegna kulda!
Íslendingar byrja  að tala um að það sé kalt úti.


-300°C
Helvíti  frýs!
Ísland vinnur  Eurovision!


Þetta er stórfenglega fyndið á þessum flensutímum


Endurvinnslan

Nú erum við búin að vera með endurvinnslu tunnu frá Gámastöðinni í um þrjá mánuði. Þar setjum við öll dagblöð, fernir í sérpoka, plast í sérpoka og dósir í sérpoka. Mest fellur til af plasti, síðan fernum og svo eru eitthvað um dósir. Ég fann fyrir sterkri þörf á að fá svona tunnu því mér þótti alveg rosalegt af endurvinnanlegu efni sem fór frá heimilinu,

Þetta er smá meiri vinna því við skolum úr öllu því sem fer í pokana. En það er ekkert tiltökumál.

Nú langar mig að fá kvörn í vaskinn svona eins og í henni Ameríku.

Ég er aftur á móti mikil rafmagnssubba. Mér líður ekki vel nema að kveikt sé á lampa í hverju herbergi þó svo að það sé autt.

Ég þoli hreint ekki loftljós og er með fult af litlum lömpum. Mér finnst reyndar allir fallegu lamparnir dýrir og mikið til af rosalega ljótum ljósum í bænum. Ég keypti fína lampa í Ikea - þessa með pappír/papp sem skerm. Alveg ljómandi fallegir.


Hinn Íslenski Þursaflokkur

Ég var að hlusta á Frey Eyjólfsson og Egil Ólafsson á Rás 2. Þar fjölluðu þeir um Þursaflokkinn sem bráðum heldur tónleika með Caputhópnum. Mjög skemmtilegt viðtal - ég heyrði það reyndar ekki allt.

Ég var nú ekki par hrifinn af Þursaflokknum á sínum tíma og fannst meðferð þeirra í þjóðlögum okkar frekar slæm. Það var í þá daga þegar ég var tónlstarskólanemi með nefið upp í loft og hafði sterkar skoðanir á svona "wannabe" tónlistarmönnum. ÉG hafði líka verið kórsúlka í Hamrahlíðinni og við vorum viss um að við værum mest og best. Svo var ég alin upp á heimili tónlistarmanns sem hafði nú sínar skoðanir.

En með aldrinum þroskast maður og mesta þroskamerkið er að geta skipt um skoðun og viðurkennt það

Og það hef ég gert.


Bestir brandarinn í dag

George Bush and his driver were cruising along a country road one  night
> when all of a sudden they hit a pig, killing it instantly.
>
> Bush told his driver to go up to the farm house and explain to the
> owners what had happened.
>
> About 1 hour later Bush sees his driver staggering back to the car with
> a bottle of wine in one hand, a cigar in the other and his clothes all
> ripped and torn.
>
> 'What happened to you', asked Bush.The Driver says, 'Well, the Farmer
> gave me the wine, his wife gave me the cigar and his 19 year old
> daughter made mad passionate love to me'.
>
> 'My God, what did you tell them', asks Bush.The driver replied, 'I told
> them I'm George Bush's driver, and I just killed the pig'.
>

Einstaklega sjarmerandi

Sit árla morguns í kulda og trekki. Í útvarpinu er Lay Low að syngja Dolly Parton - mikið svaklega er það flott!

Neil Young

Þessi http://www.youtube.com/watch?v=02z3gIg9lcQ er með tónleika í London akkúrat þegar við verðum þar. Mig langar alveg rosalega mikið en miðarnir kosta á milli 300 og 400 pund.

Vill einhver styrkja mig til að ég og minn elskulegi maður getum hlustaða á goðið?

Fleiri video:

http://www.youtube.com/watch?v=c7M1Se-p7uk

http://www.youtube.com/watch?v=Hq0tAoO3-xQ

http://www.youtube.com/watch?v=Hq0tAoO3-xQ


Bólusetning og brjóstastækkun

Sú eldri var sprautuð í skólanum í gær - ekki veit ég við hverju og hvað þá hún.

Sú yngri með á nótunum eins og fyrri daginn "er byrjað að sprauta við leghálskrabbameini" spurði hún.

Eitthvað bárust brjóstastækkanir í tal hjá mér og þeirri eldri og hafði hún ákveðnar skoðanir á málinu "ég færi aldrei í brjóstastækkun fyrir einhvern kall" ég gat nú aldeilis tekið undir það - síðan sagði hún "ef maðurinn minn mundi biðja mig um það á mundi ég lemja hann svo hann sæi eftir að hafa beðið mig"

Ég þekki eina konu sem hefur farið í brjóstastækkun og aldrei hefði mér dottið það í hug að hún hefði farið í slíka aðgerð því hún er bara með lítil og krúttleg brjóst. Var ekki með nein fyrir aðgerðina.


Grín eða hvað?

Þessu stal ég af bloggi Hildigunnar Rúnarsdóttur:

 

http://farm3.static.flickr.com/2305/2227185021_32663bf7fa_o.png


Strákar í dansi

Það var skemmtilegt innslag í morgunútvarpinu á rás 1 í morgun. Ása Briem (kórsystir) fjallaði um útrás Íslenska dansflokksins sem miðast að því að kynna dans fyrir strákum í 9. og 10. bekk.

Í viðtölum kom í ljós að þeir strákar sem voru á viðkomandi námskeiði höfðu haft gaman af og það kom þeim greinilega á óvart hvað þetta var líkamlega erfitt og krafðist úthalds. Margir sögðu líka að þeir hefðu hingað til haldið að dans væri bara fyrir stelpur.

Voru ekki Dúkkulísur með námskeið fyrir stelpur í sumar - fyrir stelpur sem höfðu áhuga á að reyna fyrir sér í hljómsveitum?

Niður með tabú! Brjótum niður múra!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband