Sing-along bíó

Nú er Abba myndin Mamma Mia að koma í bíó. Það verður erfitt að sitja heila bíómynd og mega ekki syngja með. Afhverju eru aldrei svona singalong sýningar hér? Það er aragrúi mynda sem hægt er að sýna og leyfa fólki að syngja með.

Ég skora hér með á bíóhúsa eigendur að vera með slíkar sýningar svona við og við.


Kirkjan og samkynhneigð

Í 24 stundum í gær er úttekt á viðhorfi presta til kirkjugiftinga samkynhneigðra. Mikið létti mér þegar ég sá að sóknarpresturinn okkar í Langholtskirkju Sr. Jón Helgi er einn þeirra presta sem vill gifta samkynhneiða. Ég hefði sagt mig úr þjóðkirkjunni ef svo hefði ekki verið og beint dóttur minni á aðrar brautir varðandi ferminguna næst ár.

Einnig sá ég að Dómkirkjuprestarnir Sr. Hjálmar og Sr. Anna Sigríður eru sömu skoðurnar. Annars hefði ég ekki getað sungið við fleiri messur þar.

Hvernig hefðði ég getað staðið við hlið vinkvenna minna Hildar Heimis og Guðrúnar Jarþrúðar og sungið við messu ef presturinn í messunni gæti ekki hugsað sér að gifta þær?


Enn ein dýrðarhelgin framundan

Ó já - aftur föstudagur - svei mér þá.

Þessar helgar eru dásamlegar. Fyrir tveim vikum fórum við hjón tvö í rómó ferð að Gíslastöðum, um síðustu helgi var því líkt skemmtilegt matarboð hjá Bryndísi Vals með Iðunni og Valla. Það boð var á föstudagskvöldinu. Á laugardagskvöldinu bar síðan götupartý í Litlugötu. Það var einhver heima í öllum 8 raðhúsunum og alveg svakalega gaman. Við grilluðum snemma og svo týndist fólk smá saman á tónleikana í Laugardalnum enda stuttur spotti að hjóla og ganga.

Eftir tónleika söfnuðust allir saman heima hjá okkur á níunni og þá komu þessir líka flottu eftirréttir á borðið. Svo var hitað kakó og dreginn upp koníakspeli og dulítið meira að drekka. Feðgarnir þrír á sjöunni komu með gítara og bassa og skemmtu okkur með söng og spileríi. Skemmtilegt fólki í Snekkjuvogs botlanganum. Ég þarf að setja inn nokkar myndir við tækifæri.

Um helgina er spáð dýrðar veðri og á morgun koma Baldur, Linda og Veronikka til okkar í mat. Ætlum að byrja snemma og borða - ef veður leyfir - úti í garði.

 

 


Kemur ekki á óvart

Ég verð að segja að þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Það sem mér finnst aftur á móti mjög sorglegt er að koma hefði mátt í veg fyrir mörg þessara banaslysa því við höfum þessa hluti svo í hendi okkar - við stjórnum því nefnilega sjálf hvort við keyrum of hratt, hvort við neitum áfengis eða lyfja fyrir akstur og hvort við spennum beltin eða ekki.
mbl.is Hraðakstur algengast orsök banaslysa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað gruggugt við þett - eða hvað?

Auðvitað þarf að passa það að ekki verði unnin spjöll í kringum kerið - en eru eigendur með þessu ekki bara að þrýsta á þá sem eiga Kynnisferðir og önnur slík fyrirtæki? Vilja eigendur ekki bara fá borgað fyrir aðgang? Það lýst mér ekki sérlega vel á.
mbl.is Skipulagðar hópferðir að Kerinu stöðvaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Daggarbað

Ekki baðaði ég mig uppúr dögginni í nótt. Það hef ég þó einu sinni gert - nýgift fyrir 17 árum. Við litlu stykkin vorum í fegurðinni í Hestlandinu þá nóttina og brugðum okkur upp í hlíðina og veltum okkur kviknakin og sérlega sexý. Á miðnætti að sjálfsögðu.....


Fótbolta kenning

Fyrir fjórum árum þá unnu Grikkir Eurovision keppnina. Nokkrum vikum síðar urðu þeir Evrópumeistarar í knattspyrnu. Reyndar var það þrenna hjá þeim 2004 því Ólympíuleikarnir voru haldnir í Grikklandi það ár.

Í ár unnu Rússar Eurovision keppnina. Þeir gætu unnið Evrópukeppnina.

Við sjáum hvað setur.


Hamingjuóskir

Þetta er dásamlegt elsku Tóta mín og þið öll!!!!
mbl.is Skólakór Kársness hreppti gull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýst eftir stolnum tjaldvagni

Vinsamlegast kíkið hingað:

http://dnnhost.is/DNNhost/Tjaldvagn/tabid/56/Default.aspx


Ekki skemmtilegur leikur

Hann var nú ekki par skemmtilegur leikur Ítala og Spánverja í gær. Það hefði alveg mátt sleppa 90 mínútunum og skella sér beint í framlenginguna. Og svo töpuðu mínir menn eftir vítaspyrnukeppnina.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband