Dásemd og dýrð

Við erum komin i bæinn eftir smá skrepp í sveitina. Þetta var ferlega rómantísk og falleg ferð þó svo að tilgangur hennar hafi ekki verið par rómó - við fórum að viðra út og tuskast í veiðihúsi fjölskyldunnar.

Fjölskylda Gulla á land og veiðihús í Hvítánni - nánar tiltekið á Gíslastöðum í Hestfjalli. Gulli er allt í öllu í árnefndinni og sér um sölu á leyfum og í félagi við frændur sinar sér hann um að veiðihúsið sé í standi. Við fórum seinni partinn í gær og áttum huggulega stund í þvílíkri fegurð að orð fá varla lýst.

Við sátum úti á verönd hússins vafinn inn í teppi og hrofðum á Hvítána liðast fyrr neðan húsið. Handan árinnar eru síðan Vörðufell og Skeiðin. Sólarlagið var dásamlegt og allt svo fallegt og ylmurinn dásamlegur.

Í morgun þvoðum við síðan bekki, borð og glugga og fyrstu veiðimennirnir koma á þriðjudag.

Nú ætlum við að horfa á Spán - Ítalíu.


17 ár

Eftir nákvæmlega hálftíma eru 17 ár síðan pabbi minn leiddi mig inn kirkjugólf Dómkirkjunar og við altarið beið Gunnlaugur Þór Pálsson.

Þetta var svo sannarlega góður dagur. Við höfðum búið saman í 2 ár og vildum gifta okkur. Eg var í bláum falegum kjól því ekki gat ég séð mig 33 ára gamla konuna í hvítum brúðarklæðum. Fannst sú tilhugsun eitthvað fríkuð og skrýtin.

Þetta var föstudagur og veislan - drykkur og dýfa - var haldin í Oddfelow húsinu. Um kvöldið sigldi síðan nánasta fjölskyldan út í Viðey og snæddi kvöldverð. Síðan komu þau með okkur heim og tóku upp með okkur gjafirnar.

Brúðkaupsferðin var farin í sumarbústaðinn okkar væna.

Hann Gulli minn er ekki aðeins góður maður heldur líka góður eiginmaður og faðir. Hann er traustur og mér líður vel í návist hans. Svo er hann skemmtilegur og stríðinn og fær mig til að hlæja. Og það er nú ekki lítill kostur hjá manni sem maður er langdvölum með.

Framtíðin er björt......

 


Ekkert svar, ekkert svar

Þennan kurteislega tölvupóst sendi ég í morgun:

 

Sæll vertu Einar -
ég er íbúi við Snekkjuvog sem liggur alveg að lóð Vogaskóla þar sem miklar framkvæmdir standa nú yfir. Við erum ánægð að loks skuli lóðin vera gerð falleg og það verður frábært jafnt fyrir börnin og okkur nágranna skólans.
Málið er að verktakarnir sem þarna eru að störfum vinna afskaplega langan vinnudag. Þeir eru byrjaðir klukkan 08:00 og hætta yfirleitt ekki fyrr en klukkan 22:00. Nú er verið að höggva í sundur stóra klöpp og hávaðinn og titringurinn er yfirgengilegur.
Ég veit að þetta verður að vinnast hratt og vel fyrir skólasetningu en þetta er alveg hræðilega leiðinlegt. Það er varla hægt að tala saman innan dyra og ekki nokkur möguleiki á að vera í garðinum.
Ég er ekki að fara fram á að þeir hætti klukkan 17:00 alla daga en datt svona í hug af því að það er föstudagur og sólin skín hvort það væri hugsanlegt að þeir hættu vinnu fyrr í dag og byrjuðu ekki fyrr en á hádegi á morgun.
Með von um góð viðbrögð
Kristín Björg Þorsteinsdóttir,

Þetta eru góðar fréttir

Nú er það okkar að bjóða þessar konur og börn þeirra velkomin til Íslands. Hér geta þau vonandi hafið nýtt líf og lært, leikið og starfað fjarri ófriði og átökum
mbl.is 29 palestínskum flóttamönnum boðið hæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er skárra

Mikið er ég feginn að Hæstiréttur fann manninum það ekki til málsbóta að hann hefði átt í "ástarsambandi" við nemandann og þetta hefði verið "gagnkvæmt ást"

Maðurinn kenndi henni og var þjálfari hennar - hún 13 ára!!! Dálítið ójöfnuður þarna ekki satt?


mbl.is Fimmtán mánuðir fyrir kynferðisbrot gegn nemanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Garden Party

Ótúrlegt að það skulu vera 25 ár síðan Mezzoforte sendi frá sér þetta frábæral lag. Það var gaman þetta sumar- sumarið 1983.

Ég var að vinna á Tónistardeild Útvarpsins á Skúlagötu og tók mér sumarfrí til að fara með nýstofnuðum Hamrahliðarkórnum til Noregs og Svíþjóðar. Frá Stokkhólmi flaug ég til London í heimsókn til vinkonu minnar Ingu Huldar Markan sem var við nám þar í borg.

Á tónlistardeildinni hafði unnið með mér Ellen Krisjánsdóttir söngkona sem allir vita er gift Eyþóri Gunnarssyni hljómborðsleikara. Ellen hringdi í okkur stöllur og bauð okkur í garden party með hljómsveitinni. Partýið var haldið við heimili Steinars Bergs og hans konu og þar var svaka fjör. Mezzoforte gengið, makar þeirra og börn. Við Inga Huld komumst ekki heim um nótt en nutum gestrisni Steinars og frú og fórum alveg grút timbraðarar heim næsta morgun með fyrstu lest.

Those where the days my friend!!!


Heima er verst!

Ég meina þetta nú ekki akkúrat svona en það er ekkert sérlega yndislegt hér í augnablikinu. Kvöldsólin blessuð skín í gegnum allt of stóra glugga og við verðum að hafa dregið fyrir. Ekki einu sinni hægt að sitja úti og varla hægt að hugsa hér inni því úti á skólalóð Vogaskóla eru vinnuvélar að störfum.

Sú sem hæst lætur er að brjóta niður klöpp og það er eins og hún sé inni á stofugólfi hjá okkur.  Svona hefur þetta verið í nokkra daga.

Nú er klukkan rúmlega hálf átta og ef þeir halda áfram í kvöld eins og undanfarin kvöld þá verður unnið til 22:00


Afmælisdrengurinn Gunnar

Gunnar Jens Þorsteinsson heitir bróðir minn - við erum samfeðra og Gunnar varð 70 ára s.l. mánudag. 

Á morgun verður mikil veisla á Siglufirði. Milli 16:00 og 18:00 tekur Gunnar á móti gestum í Bíó - kaffi á Siglufirði. Gunnar er heimilismaður að sambýlinu Lindargötu 2 og þau hafa skipulagt veisluna.

Við ætlum að fjölmenna héðan. Ég fer ásamt dætrum, mömmu og Wincie frænku norður síðdegis og eins koma Hannes bróðir, Sigrún kona hans og hennar dætur norður. Við erum búin að fá lánað hús hjá Óla Halldórs kórfélaga okkar.

Ég hlakka svakalega mikið til. Ég hef ekki komið norður á Siglufjörð í rúmt ár og er komin með fráhvarfseinkenni. Og svo er veðurspáin fín.

Við verðum tvær nætur á Sigló og síðan ætlar ætlum við mæðgur, mamma og W. að halda í Fnjóskadalinn og vera þar í bændagistingu fram á þriðjudag.


Mikið er ég glöð

Frábært að þeir fundu frakka við Laugaveginn. Mikið betra en að finna úlpu.......
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíladagar í nánd

Um helgina eru bíladagar á Akureyri - óþolandi þegar þátttakendur keyra eins og litlir strákar í bílaleik. En þetta eru þjóðvegir landsins en ekki einhver leikur.

HÆGIÐ Á YKKUR!!!!!!!!!!


mbl.is Þungir bensínfætur í Öxnadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband