30.7.2008 | 09:27
Einelti
Við spyrjum drottin særð, hvers vegna hann
hafi það dularfulla verklag
að kalla svo vænan vinnumann
af velli heim á bæ um miðjan dag.
Og þó, með trega og sorg, skal á það sæst,
að sá með rétti snemma hvílast megi
í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst,
fundið svo til, að nægði löngum degi
(Jóhann Hannesson)
Þetta fallega ljóð orti frændi minn þegar ungur vinur hans svipti sig lífi.
Það hefur verið umræða í blöðum undanfarið vegna ungs manns sem tók sitt eigið líf vegna vanlíðunar eftir hroðalegt einelti sem hann varð fyrir í skóla.
Ég verð svo svakalega reið þegar ég hugsa um allt unga fólkið sem má þola þvílíka meðferð og líða svona illa vegna gjörða skólafélaga.
Í huga margra er einelti oftast líkamlegt; það er strítt og stolið og lamið og sparkað.
En félagslegt einelti er ekki síður alvarlegt. Orð - sögð og ósögð - baki snúið í viðkomandi - viðkomandi ekki svarað. Þetta er alveg nóg til að rífa niður unga sál.
"Farðu eitthvað annað"
"Þetta sæti er upptekið og þú veist það"
"Er ekki xxxx að leita að þér?"
"Sérðu ekki eftir því að hafa fæðst?"
"Lífið hlýtur að vera ömurlegt hjá þér"
"Mikið væri gott ef þú værir ekki til"
Já ljótt er þetta - og svei ykkur sem látið svona við aðra
Og hvernig fer þetta með fjölskylduna alla þegar barnið verður fyrir einelti? Systkin hafa mikilar áhyggjur og skynja svo sannarlega vanlíðan systkina sinna. Foreldrar standa oft á tíðum ráðþrota og reiðir. Mömmur gráta sig í svefn.
Það er enginn fjölskylda hamingjusamari en óhamingjusamasti meðlimur hennar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2008 | 17:19
Síðasti dagur í fríi - svona í bili
Já á morgun er vinna og það uppúr hálfsjö. Ég lifi það af.
Þetta hefur verið fínn rúmur hálfur mánuður. Spánarferðin tókst vel og á fimmtudagskvöld þá komum við heim eftir vikudvöl í litla húsinu okkar undir Hestfjalli. Veðrið var ekkert sérstakt nema á laugardeginum. Þá notuðu bræður tækifærið og máluðu. Þeir voru sérlega duglegir og tóku líka til í geymslunni. Ég var meira svona í inniverkunum. Las líka skrambi mikið. Svo fórum við mæðgur líka eitt kvöldið í Selfoss bíó og sáum Mamma Mia! Það var hin besta skemmtun.
Í dag fórum við stelpurnar á markaðinn hjá Maríu Hebu og Elmu Lísu. Keyptum gallabuxur og kjól og fengum hálsfesti í kaupbæti.
Helgin var annars mjög skemmtileg. Við tókum ærlegan skurk í húsverkum öll fjölskyldan á föstudeginum og húsið var bara hið þokkalegasta að því loknu.
Ég sótti síðan vin okkar John Lewis upp úr klukkan 17:00. Hann var í kaffi hjá Báru Grímsdóttur tónskáldi og hennar manni. John er Breti og býr í London og ég hef þekkt hann í tæp 30 ár. Hann kom fyrst hingað og kenndi tónlist í Stykkishólmi. Síðar kom hann hingað með konu og dóttur og son og þau bjuggu þá í Vestmannaeyjum þar sem John kenndi við tónlistarskólann.
Ég hafði ekki heyrt frá þeim í mörg ár þar til í fyrra að þau hringdu og komu svo hingað í mat. Nú var John einn á ferð og gisti hjá okkur eina nótt. Við tókum hann með í matarboð til Baldurs og Lindu og þar fengum við dýrindis hráa hrefnu með soja sósu og wasabi. Þvílíkt lostæti. Hinn forrétturinn var svo savitce - ýsa soðin í sítrónusafa og með ólífum, capers og rauðlauk.
Nú ætla ég á loftið að horfa á There will be blood.....
Bloggar | Breytt 28.7.2008 kl. 07:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.7.2008 | 23:14
Saga til næsta bæjar....
Já einhverntímann hefði það þótt saga til næsta bæjar að ekki væri heyjað á Brúnastöðum í brakandi þurki.
Fyrir rúmlega viku þá var dásamlegt sumar á Höða. Bústaðurinn okkar, sem kúrir undir Hestfjallinu, er þannig í sveit settur að túnið á Brúnastöðum blasir við handa við Hvítá
Þennan laugardag fyrir rúmri viku þá vorum við að mála litla húsið og ekki sást hræða á stóra Brúnastaðatúninu.
Svo gott hefur verðrið verið í sumar að þar var allur sláttu búin. Jafnvel seinnisláttur?
Frábært
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2008 | 10:24
Þetta er ekki boðlegt!
Flugum heim frá Spáni í gærkvöldi og lentum í nótt. Ég hef aldrei á æfi minni setið í flugvél þar sem þrengslin voru jafn svakaleg. Það var bókstaflega ekkert fótapláss. Mér varð hugsað til mannana aftar í vélinni sem voru talsvert hærri en ég. Þeim hlýtur að hafa liðið skelfilega.
Við höfðum samanburðinn - fyrir viku flugum við út og þá var vélin frá einhverju spænsku flugfélagi. Ekki hægt að kvarta undan neinu þar. En flugið heim í gær - þetta var hræðilegt. Tek fram að allt annað varðandi flugið var fínt - allt samkvæmt áætlun og góð þjónusta um borð.
SUMARFERÐIR - það er ekki hægt að bjóða fólki upp á fjögurra og hálfs tíma flug við þessar aðstæður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.7.2008 | 12:54
Aqua, coca cola, cerveza, fanta!!!!
Tetta hropa teir kallarnir a strondinni. Keypti mer vatn fyrsta daginn og svo kom i ljos ad halfru litri a strondinni kostar jafn mikid og 12 litrar i kaupfelaginu. En mikid svakalega var tessi halfi litir peningana virdi.
Her fljuga hvitar dufur , paloma blanca, fallegr litlir sporfuglar syngja i morgunsarid og lifid er dasamlegt.
Hotelid okkar er litid og serlega vel stadsdett vid enda Poiente strandar. Tvo skref til haegri og bekkir og slolhlifar blasa vid. Eitt skref til vinstri og ta erum vid komin i gongugotuna i gamla baenum. Ut fra henni eru litlar gotur tar sem er aragrui af dasamlegum veitingastodum. Tvaer gotur tar sem tapas stadirnir eru i rodum. Vorum ad koma af einum slikum. Fekk mer m.a. geitaost. Dasamlegur matur.
Dagarnir lida a bekk á strond undir solhlif. Lesid, og spjallad og farid i sjoinn. Buin med tykka bok eftir Minetta Walters og ekki er haegt ad hugsa ser betri lesningu a strondinni. Klaradi lika blodugan Dexter og er byrjud a Hnif Abrahams.
Fjor hja okkur a kvoldin tegar 13 manna hopurinn leggur af stad svona um half tiu á veitingahús.
Unglingarnir allir i godum gir og skemmta ser vel saman. Tilbúin ad profa allskonar mat.
Í dag er skýjad og á morgun heimferd.
Tad besta vid ad fara ad heiman er ad koma aftur heim. Ekki satt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2008 | 12:50
Fegin að vera búin
Ferðaskrifstofa Íslands hefur ekki sent bréf til viðskiptavina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2008 | 09:21
Um búsetu
Hérna um árið áður þá mótmæltu einhverjir íbúar á Seltjarnarnesi því að koma ætti upp heimili fyrir einhverfa í þeirra hverfi. Einu sinni var því mótmælt að geðfatlaðir ættu að búa á Laugarásveginum. Því var líka mótmælt að heimlislausir gætu höfði sínu hallað á Njálsgötunni. Nú heyrist ekki múkk þaðan.
Nú er því mótmælt að fíklar í bata eigi að búa í íbúðarhverfi. Hvað er að hjá fólki? Fíklar í bata eru venjulegt fólk eins og ég og þú sem þarf einhverstaðar að búa. Heldur fólk virkilega að þessir fíklar gangi um með nálar hangandi úr handleggjum? Halló - þetta er fólk í bata.
Eða hvað er þetta eiginlega? Í Snekkjuvogi er heimili fyrir konur sem eru í bata eftir meðferð. Ekki veit ég nema að sambúð þeirra kvenna og granna þeirra gangi vel.
Í þessum heimi og í þessari borg er allskonar fólk. Það er verulega slæmt þetta viðhorf að við vilja búa í svo gerilsneiddu umhverfi að ekki megi koma kusk á hvítflibbann í formi "óæskilegra nágranna"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2008 | 07:22
Hættulegir ökumenn
Teknir á ofsahraða af lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.7.2008 | 09:38
Fríið nálgast
Á fimmtudag fljúgum við stelpurnar til Benidorm og hittum þar fyrir Hannes bróðir og hans fjölskyldu (allavega að hluta - stelpurnar hans fljúga heim þegar við komum út) og fleira fólk tengt honum.
Í stór-hópnum (extendid family) verður ein 20 ára, ein 18 ára, þrjú 15 ára og tvö 13 ára. Og svo við eldra gengið - sú elsta vel yfir sjötugt. Og við nokkur á enn betri aldri. Það verður ekkert smá fjör.
Við ætlum að vera á þessu hóteli http://www.milords.es/ingles/index.html. Bróðir minn var þarna í fyrra og segir það sérlega vel staðsett. Alveg í gamlabænum og 30 metrar á ströndina.
Við ætlum að vera í viku við stelpur. Gulli minn er ekkert fyrir strandalíf og verður því heima og passar köttinn Soffíu.
Í águst er svo stóra ferð okkar hjóna - Kína.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2008 | 09:28
Helv.andsk. Landsbankinn!!!!
Fyrir nokkrum árum var Múláútibú lagt niður. Þá var okkur gert að færa okkur í útibúið á Laugavegi 77. Það hugnaðist okkur ekki og fórum í útibúið á Háaleitisbraut.
En hvað nú - á ekki að loka útibúinu á Háaleitisbraut og við þurfum að flytja okkur í Hamraborgina í Kópavoginum.
Ég er frekar fúl!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)