15.8.2008 | 08:32
Aftur og nýbúin......
Ekki byrjar það gæfulega - sama staða komin upp eins og þegar Frjálslyndir og Sjallarnir mynduðu síðasta meirihluta.
Aldrei hef ég kosið Sjálfstæðisflokkinn og þaðan af síður Framsóknarflokkinn en ég skil nú íhaldið vel. Það er nefnilega ekki hægt að stóla á Óla
Marsibil styður ekki nýjan meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 13:56
Samningar
Svona er þetta nú bara - við viljum fá verk í útlöndum og þá verðum við að sætta okkur við að erlend fyrirtæki komin hingað með sinn mannskap þó svo að hér sé samdráttur.
Við værum ekki ánægð ef dæminu væri snúið við; ef við hefðum átt lægsta tilboð í Litháen en þarlent fyrirtæki fengið verkið.
Þetta er nefnilega í báðar áttir.......
Tilboð í skóla metin á grundvelli lægsta verðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2008 | 08:14
Ammæli
Laugardaginn 12. ágúst 1995 vaknaði 37 ára gömul kona á Fálkagötunni. Hún var hreint út sagt alveg rosalega ólétt og rosalega þreytt. Lítið tár læddis niður vangann og á koddann. Æi hvað hún óskaði þess að stúlku barnið kæmi í heiminn í dag. Frammi voru eiginmaður og rúmlega tveggja ára dóttir.
Ég var orðin óskaplega þreytt og gat ekki meir. Dagurinn leið einhvernveginn; við fórum í bíltúr, ég lagði sig, við fóru á Listasafn Íslands á myndlistarsýningu, ég lagði mig, við fórum að kaupa ís og ég lagði mig eftir það, ég fór í tjekk á fæðingardeildina og ég lagði mig eftir það.
Gulli stakk vorrúllum í ofninn og sauð grjón. Eftir kvöldmatinn fór ég aftur í tjekk því eitthvað var ekki alvegi eins og það átti að vera í hádeginu.
Það skipti engum togum; bráðkeisari ákveðin, ég svæfð með látum og barnið komið í heiminn klukkan 21:30.
Ég vaknaði úti á spítala í gjörgæslu og Gulli kom með poloroid mynd af afskaplega horðari og langri stúlku með stór, stór, stór augu.
Ég fékk hana ekki í fangið fyrr en 16 tímum seinna. Það er eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum. Að vera skorin með látum og sjá svo ekki barnið í marga, marga tíma.
Hún var ósköp varnarlaus krílið mitt þar sem hún lá tengd við tæki og tól á vökudeildinni.
Þetta er stúlkan okkar í dag; Bryndís Sæunn Sigríður Gunnlaugsdóttir.
Hana prýðir allt sem prýtt getur eina stúlku; hún er góð, fallegt, kát, bóngóð, dugleg, klár, skemmtileg, geðgóð, glöð - hvað get ég sagt meira1
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU STÚLKAN OKKAR........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.8.2008 | 07:06
Það er kjaftur á´onum
Ja hérna hér - sagði hún og skellti sér á lær! hvað er hann að brúka sig, viðbjóðurinn mesti í Hvíta Húsinu? Þeir sletta skyrinu sem eiga það.
Ef þetta væri nú ekki svona sorglegt þá væri þetta ógurlega fyndið.
Bush aðvarar Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2008 | 20:14
Sunnudagspasta grasekkjunnar
Dásamlegur matur:
Pasta eftir þörfum,
avacado eftir smekk,
hvítlaukur eftir smekk,
góð ólífuolía
parmesan.
Sjóðið pastð "al dente" skerið vel þroskað avacato í bita og merjið hvítlaukinn. Skolið vatnið af pastanu, hellið vel af góðri ólífuolíu í pott. Setjið avocato og hvítlauk í pottinn og hitið smá stund. Bætið pastanu útí.
Rífið ferskan parmesan yfir pastað á disknum, smakkið og farið til himna!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2008 | 10:22
Clapton
Ég ætla að byrja þessa frábæru helgi á því að fara á tónleikana í kvöld. Nú geng ég hér um ganga Umferðarstofu svona:
DARARARARARAR dúdúdúdúdú DARARARARARAR dúdúdúdúdú DARARARARARAR dúdúdúdúdú
Hvaða Clapton lag er þetta sem ég syng hér á göngunum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2008 | 10:19
Gleðigangan á morgun
Mikið hlakka ég til Gay Pride! Við mæðgur ætlum að byrja hátíðarhöldin heima hjá Vigga og Marteini sem búa hreinlega á Hlemmtorgi. Íbúðin þeirra er á efstuhæð með risastórum svölum og eru þær beint fyrir ofan Laugaveginn við Hlemm þaðan sem gangan hefst. Við vorum þarna líka í fyrra og fylgdumst með undirbúningi og þegar gangan fór af stað og skelltum okkur síðan í fjörið.
Það var skemmtilegt við tal við Ragnhildi Sverris og Hönnu Katrínu í útvarpinu í morgun. Gott til þess að vita að þær hafa ásamt sínum dætrum ekki mætt fordómum og vanþekkingu.
Heimur batnandi fer.
Um daginn þá spurði ég yngri dóttur mína - 13 ára - hvort hún ætlaði ekki að sofa uppí hjá mér á meðan pabbi hennar væri í Kína. Hún var alveg til í það en það væri eitt vandamál - hún yrði semsagt alltaf að vera sofnuð á undan mér því annars gæti hún ekki sofnað fyrir hrotum mínum. Ég tók nú ekkert sérlega undir það og benti henni á að hún yrði nú að venja sig á að sofa við ýmsar aðstæður og einnig kæmi væntanlega sá dagur að hún mundi sofa við hliðina á karli nú eða konu. Hún svaraði að bragði - Mamma, ég hneigist til manna.
Þá vitum við það.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2008 | 16:08
Þessir voru heppnir!
Sautján teknir fyrir ölvunarakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2008 | 16:01
Klæddar og óklæddar söngkonur
Í blogginu hér fyrir neðan má sjá þrjú lög með Duffy - og mikið er ég glöð að sjá þessa frábæru hæfileikaríku söngkonu fullklædda.
Það sýnir sem betur fer að það er enn hægt að komast áfram og njóta vinsælda án þess að koma fram á nærfötunum einum klæða.
Þarna er hún í einföldum svörtum kjól á sviðinu og á salinn - vegna hæfileika en ekki vegna nektar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)