Beijing - Sjanghæ - Yangtse - Xian

Þá erum við lent í Xian.

Það var dásamleg upplifun að sigla eftir Yangtse fljóti. Það er enn stórbrotið landslagið þó það sé svipur hjá sjón miðað við hversu gilin voru djúp áður en hafist var handa við að byggja stífluna umdeildu. Við skoðuðum stífluna og nánast umhverfi og þetta er þvílíkt mannvirki. Enda þurfti að flytja á brott yfir 1.300.000 manns. Við sigldum á minni bátum inn í þrengri gilin  - fjögurra tíma ævintýra sigling.

Farið okkar - Viktoria Katarina - var sko ekkert slor. Fínar káetur og hver með litlum svölum þar sem hægt var að sitja úti og virða fyrir sér landslagið. Ótrúlega góður matur og skemmtilegur félagsskapur. Við vorum á borði með tveim áströlskum hjónum og einu bresku. Náðum vel saman og hlógum einhver ósköp. Á kvöldin var alltaf skemmtidagskrá sem var búin um 21:30 og þá var dansað í tryllingi í einn og hálfan tíma. Um  borð var hópur af sérlega skemmtilegum amerískum háskólastúdentum og sáu þau um að halda upp fjörinu - en þótti ekki verra að fá eldri farþegana í dansinn.

Nú erum við semsagt komin í hina fornu borg Xian og á morgun skoðum við Terracotta hermennina sem fundust 1974.

Hótelið fínt og allt í glimrandi góðu - við hraust og veðrið gott og maturinn góður og allar planeringar ferðaskrifstofunnar hafa staðis 100% til þess.

Meiri fréttir síðar......


Kæri Paul

ég þekki þig og fjölskyldu þína ekki - en fyrir hönd fjölskyldu minnar þá bíð ég ykkur velkomin til langrar dvalar á Íslandi.

Kristín Björg


mbl.is Grátið af gleði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beijing - Sjanghæ

Þá erum við komin til Sjanghæ eftir viðburðaríka daga í Beijing. Við eigum reyndar eftir að vera 2 daga seinna í ferðinni í Beijing og ætlum þá að fara á múrinn og skoða Forboðnu borgina. Handboltinn og vinna Gulli tók mestan tímann í Beijing.

Það er sagt að það sé eins og að koma frá Washington til New York að koma frá Beijing til Sjanghæ. Í borginni búa um 18 milljón manns en um 16 í Beijing, þó er Sjanghæ miklu minni borg.

Við búum á flottu hótel - The Bund Hotel - og vorum "up greated" við komu. Mig grunar að ekki hafi verið til reyklaust herbergi í okkar flokki. Allavega þá erum við í svítu á 16. hæð og allt dáltið flott.

Við borðuðum svona þokkalegan kvöldmat og eftir hann gengum við niður að Huang ánni. Þar eru þeir mestu skýjakljúfar sem ég hef séð. Fjármálahverfið er staðsett þarna við ána og það var uppúr 1990 sem það fór að byggjast upp og er til marks um þá þenslu sem hér er.

Við fórum í klukkutíma siglingu á ánni og sáu margar rosalega flottar byggingar. Við komu á hótelið splæstí ég á mig því kínverskasta af öllu kínversku - fótanuddi. Það var hreint út sagt dásamlegt. Nú sitjum við hjón í "stofunni" og sötrum The great wall - kínverskt rauðvín sem Gulli fékk í afmælisgjöf frá samstarfsmönnum sínum á EBU


Ótrúleg stund í Þjóðarhöllin in Bejing

Jæja - leiknum í Þjóðarhöllinni í Bejing lokið. Ég veit ekki hvar ég á að byrja - það var svo magnað að vera í höllinni og vera vitni að þessum frábæra sigri.

Við vorum svona ca. 40 íslendingar í hóp  - krakkar sem búnir eru að keppa, makar starfsmanna og fleiri aðdáendur íslenska liðsins og létum við svo sannarlega í okkur heyra - sáumst við eitthvað í sjónvarpinu?

Þetta fimm marka forskot sem við náðum í byrjun lagði náttúrulega grunninn að sigrinum, ég var reyndar dálítið mikið stressuð í þessi tvö skipti sem Spánverjar náðu að jafna.

En staðurinn, stundin, fókið, liðið, hitinn, fánarnir, bolirnir og buffin sem við klæddumst - allt var þetta einhvernvegin ólýsanlegt.

Nú er stund milli stríða - gull eða silfurs - en á sunnudag hittist hópurinn aftur og hvetur enn meir og lætur heyra í sér af enn meiri ákefð


Allt þetta fína - frá Kína

Ferðin gekk vel - níu tíma flug frá Frankfurt er dáldið langt fyrir minn smekk - og Gulli tók á móti mér á flugvellinum. Flugvallabyggingin er víst stærsta mannvirki Bejing borgar og allt nýtt og fínt.

Við erum núna á Friendship hótelinu sem er gríðarstórt opinbert hótel. Hér eru margar, margar byggingar og þetta er svona eins og lítill campus.

Á þessu hóteli hefur Gulli verið s.l. þrjár vikur en á morgun flytjum við okkur á hótel rétt við Torg hins himneska friðar. Þar verðum við þar til á mánudag þegar við fljúgum til Sjanghai og hefjum þar 12 daga ferð.

Ég er fír og flamme eftir tveggja tíma blund og góða sturtu og nú ætlum við að drífa okkur út. Leikurinn byrjar klukkan 20:15 og spennan magnast. Við eigum líka miða á hinn undanúrslita leikinn.

Við gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar besta!!! Og aðeins betur ef það er það sem þarf!!!


Jibbbbbbbý

Og ég fæ að sjá liðið leika í Kína á föstudag - verð stödd í höllinni í Bejing - hvað getur maður beðið um það betraSmile  mér finnst þetta draumi líkast - að fara til Kína og fá svo að fara á leikinn.......
mbl.is Ísland í undanúrslit á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Get ekki meir

Spennan er óbærileg - ég er búin að slökkva - ég get ekki meir - þeir verða að vinna - OMG!!!!


Koma soooo strákar!

Jæja - ef við vinnum Pólland í fyrramálið þá á ég eftir að sjá Íslenska landsliðið í handbolta keppa á Ólynmpíuleikum!!!!!

Og ef...og ef...og ef...þá eigum við líka miða á úrslitaleikinn


Fiðringur í vegna Kínaferðar

Nú er það að bresta á - ég flýg til Kína á fimmtudag. Fyrst til Frankfurt og síðan áleiðis til Kína. Lendi í Bejing á föstudagsmorguninn.

Þar tekur á móti mér elsku besti Gulli minn. Við verðum helgina í Bejing en höldum á mánudagsmorguninn í ferð lífs okkar. Sjanghæ, Xian, Yangtse fljót, Bejing. Ótrúlega spennandi dagar framundan.

Við eigum miða á leikinn um bronsið í handboltanum, sá er á föstudagskvöld og svo á úrslitaleikinn á sunnudeginum.

Nú er bara að bíða og vona að strákarnir okkar haldi áfram á sigurbraut.

Ég hlakka rosalega til að hitta Gulla.


Æi - ræfils Ólafur

Hann fær þó af sér brjóstmynd - og svo eru líka til þessar fínu fótósjoppuðu myndir af honum með keðjuna um hálsinn.

En Ólafur getur nú bara sjálfum sér um kennt - ótrúlegir sóló tilburðir hjá honum í skjóli þess að hann hafði hreðjartök á íhaldinu


mbl.is Ólafur: Blekktur til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband