Færsluflokkur: Bloggar
12.3.2007 | 13:12
18 ár
Já ótrúlegt en satt - við hjónin eigum 18 ára afmæli í dag. Við vorum bæði starfsmenn sjónvarpsins á þessum tíma og höfðum eitthvað horft hvort á annað og fengið okkur stöku rettu saman. Svo var það í húsin einu við Tryggvagötuna að við ákváðum að ganga saman út í nóttina og sú nótt stendur enn. Við hófum búskap í byrjun maí þetta sama ár, það var eftir engu að bíða. Fyrsta íbúðin okkar var á Öldugötunni - í kjallaranum á Öldugötu 30a. Gamalt hús með þykka veggi. Við giftum okkur 21. júní 1991. Þegar ég gekk með eldri dóttur okkur 1993 festum við kaup á frábærri íbúð við Fálkagötu og þar vorum við til ársins 1998 þegar við fluttum á æstuheimili Gulla í Vogahverfinu. Þar erum við enn
Ég er enn skotin í honum Gulla mínum - að ég tali nú ekki um hvað ég elska hann
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.3.2007 | 07:51
Frábær síða
Fyrir þá sem ekki hafa uppgötvað þessa síðu þá tek ég mér bessaleyfi:
http://www.freedomfries.blog.is/blog/freedomfries/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2007 | 14:05
Heppin ég!!!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.3.2007 | 14:00
Blaðaviðtal
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2007 | 15:03
Tómur pakki
Mikið geta framsóknarmenn verið vitlausir! Hvernig dettur þeim í hug að við sjáum ekki í gegnum síðasta útspil þeirra! Þetta með að setja lög um að ekki megi vera launaleynd í landinu var köld kveðja til kvenna þessa lands 8. mars. Og að láta sér detta í hug að segja að þetta gæti nú ekki orðið á þessu þingi heldur hinu næsta. Auðvitað vissu þeir að sjálfstæðisflokkurinn væri á móti þessu enda hefur það komið í ljós. Auðvitað var ekki hægt að samþykkja það á þessu þingi því það er ekki eining innan sjórnarflokkanna um málið.
Nei takk segi ég - ég vil ekki svona tóma pakka. Gefið okkur loforð sem þið getið staðið við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2007 | 12:26
Dagurinn minn í gær
Þetta var góður dagur. Ég fékk ótal koss og knús og hamingjuóskir í vinnunni. Þegar ég kom heim úr búðarferð eftir vinnu voru dætur mínar búnar að baka handa mér súkkulaði köku og skreyta og búnar að leggja á kaffiborð. Mamma var líka mætt með afmælis kringlu úr bakaríi. Þegar kaffinu lauk tók ég mig til og bakaði tvö spelt brauð, annað með ólífum og hitt með sólþurkuðum tómötum. Síðan gerði ég ostaköku. Þetta á samt ostum og pestói tók ég með í vinnu í morgun og trakteraði samstarfsmenn mína á. Hér skiptumst við á að koma með gott með kaffinu á föstudadögum og nú var röðin komin að mér. Það var rosalega gaman í föstudagskaffinu nú áðan og mikið hlegið.
En áfram með gærdaginn - Gulli minn hafði farið í ostabúðina og keypt, enskan cheddar, hinn danska gamla óla og franskt brie. Einnig keypti hann algjört lostæti - grafna ær lund og pate. Þetta ásamt góðu brauði og ávöxtum höfðum við í mat í gær og skáluðum í freyðivíni og hvítvíni.
Getur lífið verið betra?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2007 | 11:53
Slóð
Ég hef fengið fyrirspurnir vegna quizzins hér fyrir neðan - hér er slóðin:
http://www.theadvocates.org/quiz-score/quiz.php
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2007 | 06:53
Liðið er hátt á aðra öld....
Ekki kannski alveg en það er liðið mjög vel á hálfa öld hjá þeirri er þetta skrifar því á þessum degi árið 1958 fæddist lítil snót þeim hjónum Kristínu Pálsdóttur frá Hnífsdal og Þorsteini Hannessyni frá Siglufirði. Fyrir á heimilinu var Páll þá þriggja ára sem starfar nú sem almannatengill og þrem árum eftir að ég kom í heiminn fæddist Hannes sem starfar sem skrifstofustjóri hjá stéttarfélagi hér í bæ.
Ólumst við systkinin upp rétt undir vegg Kópavogskirkju í Hófgerði númer 26. Þá var nú stuð því Kópavogurinn var svaka mikill barnabær á þessum tíma.
En nú er æskan liðin og miðaldurinn líður hratt, hratt. Og það verður víst ekki aftur snúið þegar litli bróður manns - já litli bróður er að verða fjörutíu og sex ára. Þá er nú fokið í flest skjól.
Ekki hygg ég á veisluhöld enda sjaldan haldið upp á afmælið mitt. Ég reikna þó með að fá gott að borða og hugsanlega rauðvinsglas eða tvö.......
Bloggar | Breytt 7.3.2007 kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.3.2007 | 14:21
Laus höndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2007 | 07:53
Er þetta ég?
matters, but tend to support significant government control of the
economy. They generally support a government-funded "safety net"
to help the disadvantaged, and advocate strict regulation
of business. Liberals tend to favor environmental regulations,
defend civil liberties and free expression, support government action
to promote equality, and tolerate diverse lifestyles.
The RED DOT on the Chart shows where you fit on the political map.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)