Færsluflokkur: Bloggar
20.5.2007 | 11:24
Fyndið - eða þannig
Ég heyrði í Hannesi Hólmsteini í gær mæra Ingibjörgu Sólrunu. Hann hefur hingað til ekki vandað þessari mætu konu kveðjurnar en nú er hún rosalega góð, klár, mild,skynsöm og virkilega góður samstarfsmaður.
Þetta er aumkunarvert. Ég hef nú sjaldnast verið sammála Hannesi Hólmsteini, en ég hef ekki haldið hann vitlausan fyrr en nú. Nú er allt í lagi með Sollu af því að flokkurinn er að fara í samstarf við hana.
Ingibjörg Sólrún er frábærlega frambærileg manneskja og ég verð mikið mikið mikið fegin þegar hún verður orðin ráðherra.
Húrra fyrir Sollu!!!!!! Ekki spillir fyrir að hún er alin upp í hverfinu og lék sér hér í Litlu götu......Húrra fyrir Vogahverfinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2007 | 11:47
Orðið er erfitt
Atlandshafshryggnum, grannt, fátíðir móðuharðindunum, hvarflar, skjálftavirkni, Hengli,duttlungar, eldkeilnanna, gígana, eimyrja, spýja, heimsstyrjaldarinnar, heyannir, feiknamikil, eystri, Álftaveri, uggði, hvissandi, ályktaði, setunnar, Héðin, geysieinbeittan, fylgdi, Hólmsárbrúnni, gilbarmsins, úttaugaður, hyldýið, yngissveinninn hlýtur´,
Áttundibekkingurinn minn er að fara í stafsetningar próf og þetta eru feitletruðu orðin í einni æfingunni sem þau eiga sérstaklega að æfa......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2007 | 06:26
Typpi eða píka
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2007 | 12:03
San Fransisco balletinn
Ég fór á sýningu í gær og hún var hreint út sagt stórfengleg. Þvílíkir dansara og þvílík fegurð. Áhorfendur tóku andköf. Ég var upprifin og óðamála þegar heim kom. Ég held að það sé allt uppselt en ef ekki þá reynið endilega að fá ykkur miða. Það verður engin svikin af þessari sýningu.
Uppáhalds dansarinn minn var kínverska stúlkan Yuan Yuan Tan. Alveg sérlega þokkafull og eins og svanur.
http://www.youtube.com/watch?v=QEKJdMvtR1U
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2007 | 12:03
Barcelona
Nú er borgin Barcelona handan við hornið. Mikið hlakka ég til. Við ætlum að slappa verulega af, skoða þessa fallegu borg, ganga um stræti og torg og borða góðan mat. Ég er nú þegar búin að panta borð á tveim stöðum en svo sjáum við til.
Svo er það tapas og hvítvín og andlitið oní korti og túrista bussar. Ég ætla líka að kaupa mér skó - fullt af skóm.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2007 | 17:13
Kjördagur og júró
Fallegur dagur. Ég er upp á RÚV og bíð eftir að útsending byrji frá Helsinki.
Ég sá loka æfinguna í morgun og þetta er flott show. Ekki hægt að neita því. En verulega leiðinlegt að við verðum ekki með í úrslitakeppninni.
Við fórum mæðgurnar í bæinn í gær og sáum risessuna - þvílík stærð og fullt af fólki. Mamma bauð okkur á Mokka á eftir og mikið var gaman að koma þangað aftur. Kakóið og vafflan á sínum stað. Það var gaman að útskýra það fyrir barninu að þessi staður hefði ekkert breyst í meira en 50 ár. ÉG ætla bráðum aftur á Mokka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2007 | 18:29
Andsk...
![]() |
Á fimmta hundrað ökumanna teknir fyrir hraðakstur á einum sólarhring |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.5.2007 | 14:52
Júróvisjón -stóri dagurinn
Ég var að koma ofan úr sjónvarpi og horfði á lokaæfinguna fyrir kvöldið. Okkar maður stóð sig vel; ekkert fum og fát og óþarfa hreyfingar - sterkur og flottur.
Mér finnst ómögulegt að spá um hverjir fara áfram í kvöld. Mörg laganna eru hundleiðinleg og sum illa flutt. Ég er þó búin að punkta hjá mér nöfn nokkur sem mér finnst líklegt að nái áfram. Spennandi að vita hvort ég verð sannspá:
Króatía, Hvita Rússland, Noregur, Ungverjaland, Danmörk, Slóvenía, Austurríki og Ísland.
Þetta eru átta lög en alls komast 10 áfram.
Svo er bara að koma sér í stellingar klukkan 19:00.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 03:05
Klukkan tifar, klukkan tifar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2007 | 00:04
Rusl og drasl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)