Færsluflokkur: Bloggar
8.6.2007 | 09:33
Er hægt að drepast úr magapínu?
![]() |
Bush magaveikur í Þýskalandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.6.2007 | 12:14
Krabbameinsrannsóknir
Hún Gunnhildur vinkona mín og kórsystir úr Hamrahlíðinni greindist með krabbamein fyrir níu árum.
Gunnhildur er ekki laus við krabbameinið en síðan hún greindist hefur hún t.d. varið doktorsritgerð sína við HÍ og hún er lektor við KHÍ.
Nú er hún að fara í göngu í haust í New York til að safna peningum sem renna óskiptir til krabbameinsrannsókna. Með henni verður Ragnhildur dóttir hennar sem er tuttugu og eins árs og um 20 vinkonur. Gengið verður í tvo sólarhringa, vegalengdin er eitt og hálft maraþon.
Þetta er frábært framtak hjá þeim mæðgum og vinkonum og hér eru linkar á síðurnar þeirra:
Gunnhildur:
http://info.avonfoundation.org/site/TR?pg=personal&fr_id=1285&px=3398041
Ragnhildur
http://info.avonfoundation.org/site/TR?pg=personal&fr_id=1285&px=3405539
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2007 | 12:15
Leifsstöð
Samkvæmt fréttum þá fjölgar farþegum sem koma í Leifsstöð stöðugt. Mikið vona ég að þeir fái betri móttökur en ég þegar ég var á ferð þar fyrir skömmu.
Þetta var sunnudagseftirmiðdagur og við tókum síðasta flug úr stöðinni klukkan 18:10. Eftir það fór engin vél í loftið. Allar búðir voru opnar og allt í lagi með það. En þegar koma að því að fá sér að borða þá kárnaði gamanið.
Við vorum í flugi þar sem ekki var boðið upp á mat og ákváðum því að fá okkur kvöldmat í flugstöðinni. Þar var næstum ekkert að fá. Hvergi var að sjá að hægt væri að kaupa almennilegan mat. Við fórum því í einhverja búllu og þar voru ekki einu sinni til hamborgarar. Til voru þrjár sveittar pizzusneiðar sem haldið var heitum í ofni.
Við enduðum á að kaupa okkur sérlega daprar, braðlausar brauðsneiðar af grillinu með máttlausum fölum frönskum með.
Þetta var vægast sagt ákaflega dapurt.
En barirnir voru opnir....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2007 | 12:14
Hamingjan góða!
***You Are Pretty Happy***
You generally have a happy, fulfilling life.
But things could be a little better, and deep down, you know it.
Maybe you need more supportive friends or a more challenging career.
Something is preventing you from being totally happy. You just need to figure out what it is!
How Happy Are You, Really?
http://www.blogthings.com/howhappyareyoureallyquiz/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2007 | 11:28
Sunnudagsmorgun
Ég hlusta á félaga mína í Dómkórnum syngja við messu í Domkirkjunni, ég er búin að skipta á kúkableyju. Bryndís mín gerir verkefni um Snorra Sturluson.´
Hér var gaman í gær. Við buðum litlu fjölskyldunni af Tómasarhaganum í kvöldmat og buðum jafnframt upp á gistingu fyrir Ara. Það var mikið fjör hér og dásamleg súpa- þó ég segi sjálf frá. Ég skal setja hana fljótlega á netið og mæli með henni. Hvítt, rautt, bjór, koníak og mikið hlegið.
Ari minn er svo tillitsamur þegar hann gistir hér því hann sefur frameftir. Hann vaknaði t.d. ekki fyrr en klukkan 10:30. Svona eiga börn að vera.
Það voru tvær veislur á föstudag. Bróðirdóttir mín dásamleg Gunnhildur Vala útskrifaðist úr MR. Falleg og góð stúlka. Fín veisla hjá mömmu hennar og stjúpa.
Ragna Halldórsdóttir hélt upp á 40 ára afmælið sitt með pomp og prakt. Þar var líka stuð.
Nú stefnum við á Grímsnesið með ýmislegt dót fyrir bústaðinn. Hann fer í leigu á föstudag. Svo eru 3 vikur í vinnu áður en haldið verður á Spánarströnd.....jibbý
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2007 | 11:55
Plögg plögg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.6.2007 | 11:54
Jóhannes í Bónus
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2007 | 11:52
Sgt. Peppers ....
Platan góða er víst 40 ára í dag - síung og skemmtileg.
Ég man þegar hún kom út þá var ég níu ára stúlka í Hófgerði 26 í Kópavogi. Pabbi hafði farið utan - líklegast til London og kom heim með nýjustu Bítlaplötuna!!!! Hann keypti tvö eintök af Sgt. Peppers, eitt fyrir sig og mömmu að hlusta á og eitt sem við systkinin - bræður mínir þá 12 og 6 - máttum hlusta á og skrattast með á litla ferðaspilaranum.
Ég held mest upp á She´s leaving home en þegar ég fer í karíókí þá syng ég alltaf When I´m 64.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2007 | 11:48
Ég og heilinn minn

Most right-brained people like you are flexible in many realms of their lives. Whether picking up on the nuances of musical concerto, appreciating the subtle details in a work of art, or seeing the world from a different perspective, right-brained people are creative, imaginative, and attuned to their surroundings.
People probably see your thinking process as boundless, and that might translate to your physical surroundings as well. Some people think of you as messier than others. It's not that you're disorganized, it's just that you might use different systems to organize (by theme, by subject, by color). Straight alphabetization and rigidly ordered folders are not typical of right-brained behavior.
You are also more intuitive than many. When it comes to reading literature, you probably prefer creative writing or fiction over nonfiction. And when it comes to doing math, you might find you enjoy geometry more than other forms like algebra.
Bloggar | Breytt 30.5.2007 kl. 07:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.5.2007 | 18:01
Barcelona
Nú eru dýrdardagar okkar hér senn á enda. Vid hofum verid her sídan á sunnudagskvold og svo sannarlega notid tess. Vid hofum verid algjorir turistar og ég setti meira ad segja svona amerískt turistabelti um mig midja. Verd ad vidurkenna ad tad er rosalega taegilegt ad turfa ekki ad vera ad druslast med tosku. Vid hofum verid i ibud alveg vid Sagrada Familie og i dag skoduum vid hanan og forum einnig i gardinn med listaverkunum eftir Gaudi. I gaer vorum vid upp i sviet hja Gunnlaugi Helga Gunnlaugssyni fraenda strákanna sem her býr. Tvo fyrstu dagan forum vid med turistabussunum um alla borg. Vid skodudum svo sem engin sofn en sáum mikid af borginni og fengum tilfinningu fyrir hvernig hún er í lagiu.
Matur og drykkur hefur verid í sérflokki. Ég er búin ad borda óhemju mikid af ólívum og torski og bacalao en látd drengina um kjotátid.
Tad verdur fínt ad koma heim til stelpnanna sem hafa verid i godu yfirlaeti med ommu sinni sem flutti inn til okkar. Svo eru batterin hladin fram ad naestu ferd en eg og stelpurnar aetlum a Spanar strond asamt hopi folks hinn 28. juni.
En borgin Barcelona er svo sannarlega tess virdi ad heimsaekja...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)