Færsluflokkur: Bloggar
18.6.2007 | 13:55
Börn
Það eru ótrúlegar fréttirnar að 6 ára börn megi keyra torfæruhjól á lokuðum svæðum og undir eftirliti foreldra. Ég hreinlega trúin því ekki að ráðuneytið láti þetta óátalið og geri ekkert til að breyta þessu. En málið er líka að þó að þetta sé leyft hvað er þá að foreldrum sem kaupa slík tæki handa börnum sínum? Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja svona lagað.
Bendi á ágæta færslu á þessum vef:
http://eirikurhreinn.blog.is/blog/eirikurhreinn/
Svo var í íþróttafréttum Stöðvar 2 um helgina fjallað um hnefleika keppni í Reykjanesbæ þar sem 12 ára börn voru að keppa. TÓLF ÁRA BÖRN Í HNEFALEIKUM. Ég skil þetta heldur ekki. Ekki smuga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2007 | 13:54
Táp og fjör og frískir menn

Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2007 | 11:27
Þjóðhátíðar meðvirkni
Ég er með messu hnút í maganum. Í útvarpinu er Marteinn minn dómorganisti að spila innspilið inní þjóðhátíðar messuna. Þetta er alltaf dalítil spennu stundu hjá kórnum mínum. Hvað skildi Marteinn þurfa að spila lengi? Hvenær verða allir komnir í sæti? Hver gefur honum merki þegar hann á að byrja? Já hún - var hún fjallkonan! Vitiði eftir hvern þetta ljóð er?
Það er gaman að syngja í þessari messu. Ég ætla að gera það á næsta ári.
Úr herbergi yngri dótturinar hljóma leikskóla lögin því Ari minn yndislegi gisti hjá okkur í nótt og er að horfa á myndband og syngur vel og mikið með.
Hann var dásamlegur í gær - snuddaði í garðinum með bolta og kisu á meðan grillað var.Borðaði vel af kjöti, pylsum og græmeti og kartöflum. Hafði orð á því að við værum að borða út...
Ég vildi að ég hefði getað eignas tug barna.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2007 | 17:59
Ástaljóð
Á borðinu hjá mér er lítið kver sem heitir Ástaljóð - já þetta er stafsett svona á kápunni. Þetta er safn ástarljóða og var gefið út 1943. Þarna eru elstu ljóðin úr Hávamálum og yngsti höfundurinn er Steinn Steinarr fæddur 1910.
Kverið er merkt tengamóður minn heitinni, Önnu Soffíu Steindórsdóttur. Hún var tvítug Reykjavíkurmær árið 1943. Hún lauk Verzlunarskólaprófi og fór síðan að vinna hjá Rafmagnseftirlitinu þar sem hún hitti verðandi eiginmann sinn, Pál Sigurðsson. Páll var ný komin úr námi í rafmagnsverkfræði þegar þau kynntust í kringum 1948.
Þetta var farsælt og gott hjónaband en sorgin gleymir egum og Páll féll frá aðeins 49 ára gamall árið 1966. Þá var tengamóðir mín 43 ára og drengirnir þeirra Páls 14 ár og 9 ára. Hún Anna mín bar aldrei sitt barr eftir missinn. Hún fór fljótlega að vinna hjá Domus Medica og var þar út starfs æfina. Þegar ég kynnist henni 1989 var hún illa farin eftir beinþynningu en hún var lítil og rauðhærð og akkúrat týpan til að verða þessum sjúkdómi að bráð. Hún dó 1997 og ári seinna fluttum við Gulli og stelpurnar í húsið sem þau Páll byggðu í Vogahverfinu. Hún var mér alltaf einkar góð og við vorum ágætar vinkonur. Stelpurnar voru tveggja og fjögura ára þegar hún dó og sú yngri man ekki eftir ömmu sinni en nafna hennar, Anna Kristín, man hana þar sem hún mataði hana á ísblómi á stól við stofugluggann sinn sem nú er stofuglugginn okkar.
Bloggar | Breytt 16.6.2007 kl. 04:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2007 | 18:11
Óþolandi innheimta
Ég gerðist áskrifandi af Krónikunni á sínum tíma - tók tilboði um 10 tölublöð. Ég fékk aldrei nema þrjú send í pósti því síðan var blaðið selt.
Inn á einkabankanum mínum er ennþá krafa um að greiða áskrfiftina. Ég er búin að tala við ritstjórann Sigríði Dögg. Hún bað mig að senda sér allt um málið og mundi síðan kippa þessu í liðinn. Það er meira en mánuður síðan og ekkert hefur gerst.
Ég sendi henni póst fyrir skömmu og þá allt í einu bað hún mig að senda póst á eitthvert innheimtufyrirtæki sem sér um þessi mál fyrir þau. Það gerði ég fyrir meira en viku og enn er þessi krafa á heimabankanum mínum og safnar á sig vanskilum og kostnaði o.fl.
Upphaflega upphæðin var svo sannarlega ekki há en rétt skal vera rétt. Ég greiði ekki fyrir 10 blöð þegar ég fékk send þrjú!
Hvað er hægt að gera?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.6.2007 | 12:47
Músaraunir
Hún Soffía okkar er góð og falleg kisa og vill okkur allt hið besta. En góðmennska hennar hefur verið einum of mikil undanfarið því hún heldru greinilega að við höfum gaman af að fá mýs inn á heimilið.
Á föstudagskvöld kom hún inn með eina pínulitla og lék sér með hana góða stund. Mér tókst þó að bjarga skinninu litla og sleppti henni lifandi út í garð.
Í gærkvöldi var síðan heljar uppákoma á heimilinu - svona rétta þegar allir voru komnir í koju.
Þá var hún komin inn með smá lítið kvikindi sem hún henti upp í loft og hafði gaman af. Ekki var þessi mús eins heppin og sú fyrri því nú dugði ekkert nema símaskráin frá 2006.
Splatter......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.6.2007 | 12:47
Á toppnum?
Inn um bréfalúguna kom blað sem heitir Lífsstíll. Í því er forsíðuviðtal við Sólveigu Pétursdóttur þar sem hún segist hafa hætt á toppnum í pólitíkinni, þ.e. að hafa hætt sem forseti alþingis.
Jæja - þetta eru nýjar fréttir. Ég held nú að Sólveig hljóti að hafa gert sér grein fyrir því að hún átti ekki sjens á að ná inn á framboðslista hjá íhaldinu.
Svo er það nú einu sinni þannig að undanfarin ár hafa þeir sem ekki hafa notið trausts til að gegna ráðherraembætti verið settir sem forsetar alþingis. Ólafur G. Einarsson, Halldór Blöndal, Sólveig Pétursdóttir, Guðrún Helgadóttir og nú síðast Sturla Böðvarsson.
Einkennilegt að ráðherrar geti ekki orðið almennir þingmenn eftir að hafa verið ráðherrar. Er þetta svona ráðherra áskrift?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2007 | 12:33
Sumarfrí
Fékk á tilfinninguna í gær að dagurinn í dag yrði svona fallegur og frábær og ákvað að taka sumarfrí einn dag.
Anna Kristín er farin í vinnuna (vinnuskólann) og Bryndís og vinkonur farnar í Nauthólsvík. Fóru með hjólin og ætla að fara bæði í strætó og á hjólum. Frábært að geta tekið hjól með í strætó.
Mig langar rosalega í sumarfrí! En verð að bíða í tvær vikur enn.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.6.2007 | 13:07
Heimur á heljarþröm!!!
Ég skoðaði miða á Ora tómatsósu í gær og sá að sósan rauða er framleidd í Bandaríkjunum!
Ég spyr - eru gulrætur og grænar baunir kannski framleiddar á ítalíu? hvað með fiskibollurnar frægu? hvaðan koma þær?
Ég þori varla að spyrja út í grænu baunirnar#$/%)(&/==")/$)(/#)=$)(
Á ég að trúa því að "íslensku" Ora baunirnar komi kannski frá einhverju öður landi!
Mikið er ég fegin að KEA saxbautinn þurftir ekki að upplifa þessa niðurlægingu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.6.2007 | 13:06
Lögreglurannsókn?
Nei ekki alveg - en hingað kom lögreglumaður áðan sem þurfti að tala við mig. Hann var óeinkennisklæddur og dró frá löggumerkið sitt og sýndi mér og allt í einu fannst mér eins og ég væri komin á amrískan lögguþátt!!!!
Erindi hans var að fá límmiða til að setja á hjól barna í hjólaskoðun á morgun......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)