Færsluflokkur: Bloggar
19.12.2007 | 11:48
"Ertu búin að gera allt?"
Þessa spurningu má oft heyra á aðventunni. Þó sjaldnar núna en í gamladag. Enda er fólk farið að vera bara með sitt "allt" ekki eitthvað miðstýrt.
Mitt "allt" felst í því að baka 2 - 3 sortir, kaupa gjafir, pakka inn og skreyta svolítið. Ekkert sérlega mikið síðan dæturnar komust af mesta barnsaldrinum.
En eitt hef ég gert sem fæstir hafa gert - nema félagar mínir í Dómkórnum.
Ég er búin að syngja jólamessuna!
Það gerðum við í gær eftirmiðdag þegar sjóvarpið mætti niður í Dómkirkju og tók upp Aftansöng Jóla sem verður síðan sjónvarpað klukkan 22:00 á aðfangadag.
Svo minni ég á dásamlega tónleika í Dómkirkjunni í kvöld. Þar verður ró og gleði í fyrirrúmi. Kórinn byrjar að syngja klukkan 22:00 og allt verður búið fyrir klukkan 23:00
Frítt inn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007 | 10:02
Þvílík vitleysa!
Nú má lesa um það í 24 stundum að nýjasta æði hinna ný ríku sé að kaupa mótorhjól handa börnum 6 - 12 ára. Hvílík djö....vitleysa! Hjólin kosta 200 þúsund og ekki er átfittið sem börnin þurfa á hjólin alveg ókeypis.
Ég skipti mér nú ekki af því hvað foreldrar kaupa handa börnum sínum en ég hef skoðun á því.
Börn eru börn - fullorðnir eru fullorðnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2007 | 11:27
Trúin og skólarnir
Mikið finnst mér að þeir sem hræðast það að þjóðin afkristnist treysta sinni trú lítið.
Það er eins og þeir haldi að ef ekki sé kristniboð í skólum, þá missi þessi þjóð sem hefur verið kristin í meira en 1000 ár, trúna.
Ég hefði haldið að inntak trúarinnar væri nóg til að halda þeim kristnu við kristni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 10:57
Helgin
Fín helgi að baki - á föstudagskvöld var hið árlega jólaboð Íþróttadeildar RÚV. Við vorum heima hjá Adolfi Inga og Systu og borðin svignuðu undan dýrindis veisluréttum. Við lögðum til fylltar svínalundir og þær voru góðar. Svo var kalkúnn, hangikjöt, hrefnukjöt, önd og ótalmargt fleira gott.
Á laugardag eftir kóræfingu þá fórum við mæðgur í Smáralindina og ég kom ekki löskuð á sál og líkama úr þeim leiðangri. Enda sett ég mig í góða gírinn. Við komum líka við í Rúmfatalagernum og ég keypti sætar jólagardínur.
Á leið okkar heim kipptum við mömmu með heim í kvöldmat og einnig kom mágurinn og borðaði. Elduð var mikil og góð gúllassúpa og henni var hesthúsað með bragðmiklu rauðvíni. Þegar allt var komið í ró settist ég ein í stofu og las dagblöð dagsins og hlustaði á báða jóla diskana með Dómkórnum. Góð og kærkomin næðisstund.
Mig langaði virkilega á tónleika Kammersveitar Reykjavíkur í gær og eins upp á Gljúfrastein að hlusta á upplestur en notalegheit heimilisins togðu enn fastar.
Við mæðgurnar bökuðum tvöföld uppskrift af súkkulaðibita kökum. Ég var í síðustu viku búin að búa til karamellur og baka hnetusmjörskökur.
En jólin koma ekki nema að ég baki þær kökur sem ég er uppalin við - þ.e. súkkulaðibitakökur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2007 | 16:11
Leynivinavika
Hér í fyrirtækinu stendur nú yfir leynivinavika. Hér læðist fólk um með jólaljóma í augum og jólaglott á vör og laumar gjöfum á skrifborð samstarfsmanna.
Síðan eru send þakkarbréf í póstkerfinu okkar. Eitt þeirra hljómar svona:
Dásamlegi unaðsleynivinur minn sem ég elska svo heitt af öllu hjarta.
Líkami minn þráir þig og ég finn að hugur minn hverfur iðulega til þin. Ég vaknaði í nótt, það var kuldalegt og einmanalegt í rúminu án þín. Ég faðmaði að mér kaffibollann sem ég fékk frá þér í gær og reyndi að finna af þér sætan ilminn.
Hvernig skyldirðu líta út? Hvernig ertu þegar þú tekur niður hárið? Hvað gerirðu þegar þú ert einn heima? Ég hugsa ekki um annað en þig og vona að þú hugsir stundum til mín.
Mig langar að klæða þig hægt úr fötunum og löðra þig upp úr heitu sírópi og þeyttum rjóma.
Þinn að eilífu,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.12.2007 | 09:15
Karate
Nú er stúlkan mín komin með fjólublátt belti í karate - þ.e. hálft fjólublátt. Að ári fær hún síðan fyrsta brúna beltið sitt. Hún er búin að æfa hjá Þórshamri síðan 2002.
Ég mæli með karate fyrir stelpur og stráka. Þetta reynir á margt; jafnvægi, snerpu, kraft, einbeitingu og fleira og fleira. Svo er þarna sérstaklega jákvæður agi.
Í karate keppa krakkarnir bara við sjálfa sig og þetta er ákjósanlega íþrótt fyrir þau sem eru of þung en þurfa að hreyfa sig. Og ekki er verra að geta verið sig ef í harðbakkann slær.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.12.2007 | 09:13
Okur!
Nú vek ég athygli á okri eins og Dr. Gunni
Á mánudagseftirmiðdag þá röltum við mæðgur niður og upp Laugaveginn. Við fórum inn í margar tuskuverslanir og spekúleruðum og spáðum. Svo fórum við á Mál og menningu og að sjálfsögðu í Skarthúsið sem er ein heitasta búð bæjarins fyrir unglingsskjátur.
Nú kemur að okrinu: Þrír kakóbollar og tvær muffins - 1.870 kr - er þetta normalt!
Og múffurnar voru klipptar út úr plastumbúðum sem mér finnst gefa til kynna að þær hafi verið fluttar inn frystar - en þær smökkuðust alveg ágætlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2007 | 13:54
Nokkarar afmælismyndir
Hér koma nokkrar myndir úr teitinu góða:
Hér eru veislustjórarnir okkar - Wincie frænka mín og Páll Benediktsson, samstarfsmaður til margra ára.
Hér sitjum við afmælis börnin og rétt sést í Kristófer frænda við hlið Gulla
Hluti af kórnum mínum góða - sjáið þessa líka sveiflu!
Freyr Eyjólfsson - hinn geðþekki útvarpsmaður - kom og skemmti og var svo fyndinn að prúðasta fólk lá ósjálfbjarga á gólfinu
Afmælis drengurinn minn tekur á móti samstarfsmönnum sínum Geir Magnússyni og Adolf Inga. Það er söngkonan Anna Sigríður Helgadóttir sem á heiðurinn af þessum fallega kossi á kinn Gulla
Vinir okkar Gunni Bald úr Sjónvarpinu og Bryndís Vals sem lengi var skrifta á íþróttadeildinni
Kórsystkin mín skoða eitthvað fallegt - Gunna Jara, Þóra Vilhjálms og svo rétt grillir í Gunnar Kvaran á bak við þær
Samstarfskonur og vinkonur í Sjónvarpinu - Auðbjörg Ögmundsdóttir, Hafdís Sveinsdóttir og Gerður Helgadóttir
Tveir spakir á tali - Örn Sveinsson og Friðrik Þór Friðriksson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2007 | 12:27
"Er ég að bilast?"
Ég spurði mig og manninn minn þessarar spurningar í gær. Við vorum að horfa á upptöku af Silfri Egils. Ég spurði mig líka hvort ég væri búin að tapa vitinu, væri komin með elliglöp, væri að dreyma, hefði dottið á hausinn, hefði tekið ólyfjan, væri á annari plánetu, þyrfti að koma mér í háttinn?
Og afhverju spurði ég mig þessara mörgu spurninga?
Jú ég var á einum punkti bæði sammála Andrési Magnússyni og Ólafi Þ. Stephensen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.12.2007 | 09:06
24 stundir
Við mæðgur erum allar þrjár í 24 stundum í dag. Viðtal við Bryndísi og mynd af okkur öllum. Þær eru nú ekkert smá fallegar dætur mínar - að ég tali nú ekki um hvað þær eru nú yndislegar - svona oftast. Við erum semsagt á bls. 40 eða 46.
Frumsýningin á Duggholufólkinu er að baki og myndin er virkilega fín. Mæli með henni. Hún er spennandi en ekki þannig að börn gráti af hræðslu. Þau augnabilik eru stutt og svo eru falleg dýr í myndinni og það er alltaf gott.
Við stungum aðeins inn nefinu í frumsýningarpartíið og þetta var algjör upplifun fyrir stelpurnar.
Jæja þá er afmælið búið, frumsýningin að baki og nú verð ég víst að taka mig upp á rass.... og fara að hugsa jóla jóla. Ég ætla þó að láta eftir mér að fara með mínum í rómó ferð um helgina......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)